Björgvin: Þetta var mikið sjokk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2022 13:58 Þetta var líklega svekkjandi endir á góðu móti hjá Bjögga. vísir/getty „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Þetta var mikið sjokk og viðbúið að kæmi inn í liðið þó svo maður átti aldrei von á að fá þetta sjálfur. Fókusinn alltaf á verkefninu og því sjokk þegar tíðindin komu. Maður verður að snúa því við og líta á jákvæðu tíðindin því við erum með frábæra leikmenn sem geta bakkað okkur upp.“ Sóttvarnir á hóteli landsliðsins hafa því miður ekki verið alveg upp á tíu. Yfir því var kvartað snemma en aðstæðum var ekki hægt að breyta. „Maður er alltaf að pæla í hvaða þetta kom en þetta er hjá öllum liðum sem segir mikið um sóttvarnirnar á hótelinu og í kringum leikina. Það er líka ekkert auðvelt að halda svona mót á þessum tímum þar sem þetta afbrigði er frekar óútreiknanlegt.“ Markvörðurinn frábæri getur ekki neitað því að það sé afar sérstakt að vera fastur inn á herbergi og mega ekki hitta félaga sína sem eiga að spila á eftir. „Sérstaklega vegna þess að við höfum verið í búbblu frá áramótunum. Við höfum haldið í léttleikann, húmorinn og grínið,“ segir Björgvin en herbergisfélagi hans, Ólafur Andrés Guðmundsson, smitaðist líka og var svo færður í annað herbergi. „Nú er ég bara einn og er að reyna að finna mér eitthvað til dundurs. Búinn að snúa herberginu við og snúa rúminu hans Óla upp á kant til að fá meira pláss.“ Þrátt fyrir alla fyrirhöfnina þá er jákvæðnin sterkari en svekkelsið hjá markverðinum. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá svíður þetta ekkert of mikið. Ég er sáttur við það sem ég náði að gera. Fyrir mína arftaka þá er tækifæri núna fyrir þá og vonandi stígur Viktor Gísli upp strax í kvöld. Ég trúi ekki á tilviljanir þannig að ég sendi þeim pepp í gegnum myndbönd og reyna að halda í gleðina. Ég er hérna fyrir þá líka og íslensku þjóðina þó svo það sé leiðinlegt að geta ekki verið með.“ Klippa: Björgvin brattur í einangrun EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Þetta var mikið sjokk og viðbúið að kæmi inn í liðið þó svo maður átti aldrei von á að fá þetta sjálfur. Fókusinn alltaf á verkefninu og því sjokk þegar tíðindin komu. Maður verður að snúa því við og líta á jákvæðu tíðindin því við erum með frábæra leikmenn sem geta bakkað okkur upp.“ Sóttvarnir á hóteli landsliðsins hafa því miður ekki verið alveg upp á tíu. Yfir því var kvartað snemma en aðstæðum var ekki hægt að breyta. „Maður er alltaf að pæla í hvaða þetta kom en þetta er hjá öllum liðum sem segir mikið um sóttvarnirnar á hótelinu og í kringum leikina. Það er líka ekkert auðvelt að halda svona mót á þessum tímum þar sem þetta afbrigði er frekar óútreiknanlegt.“ Markvörðurinn frábæri getur ekki neitað því að það sé afar sérstakt að vera fastur inn á herbergi og mega ekki hitta félaga sína sem eiga að spila á eftir. „Sérstaklega vegna þess að við höfum verið í búbblu frá áramótunum. Við höfum haldið í léttleikann, húmorinn og grínið,“ segir Björgvin en herbergisfélagi hans, Ólafur Andrés Guðmundsson, smitaðist líka og var svo færður í annað herbergi. „Nú er ég bara einn og er að reyna að finna mér eitthvað til dundurs. Búinn að snúa herberginu við og snúa rúminu hans Óla upp á kant til að fá meira pláss.“ Þrátt fyrir alla fyrirhöfnina þá er jákvæðnin sterkari en svekkelsið hjá markverðinum. „Ef ég á að vera heiðarlegur þá svíður þetta ekkert of mikið. Ég er sáttur við það sem ég náði að gera. Fyrir mína arftaka þá er tækifæri núna fyrir þá og vonandi stígur Viktor Gísli upp strax í kvöld. Ég trúi ekki á tilviljanir þannig að ég sendi þeim pepp í gegnum myndbönd og reyna að halda í gleðina. Ég er hérna fyrir þá líka og íslensku þjóðina þó svo það sé leiðinlegt að geta ekki verið með.“ Klippa: Björgvin brattur í einangrun
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira