Slagorð ferðarinnar er „ekkert kjaftæði!“ Kolbeinn Tumi Daðason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 20. janúar 2022 11:30 Eiríkur Eiríksson og félagar eru klárir í slaginn, víkingaklapp og læti, í Búdapest í kvöld. Það er óhætt að segja að stemmningin hafi verið mjög góð í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar spenntir stuðningsmenn íslenska landsliðsins nálguðust draumaferðina sína. Karlalandsliðið í handbolta leikur gegn Dönum í milliriðli EM í kvöld og 77 stuðningsmenn fóru með flugvél utan nú um klukkan ellefu. Þrándur Gíslason, línumaður Aftureldingar í Olísdeildinni hér heima, er á meðal stuðningsmanna. Hann segist hafa stokkið á mómentið. „Þetta er ekkert á hverjum degi. Ég er nú sjálfur að spila í Olísdeildinni og hef ekki áður komist út á stórmót því maður er alltaf að æfa. En svo vildi svo heppilega til að ég meiddist þannig að nú er mómentið, líka fyrir mig,“ segir Þrándur. Hann er bjartsýnn. „Já, ég segi eins og Gummi. Ekkert kjaftæði. Það er slagorð ferðarinnar og þessara milliriðla. Upp og áfram og áfram með smjörið. Ekkert kjaftæði.“ Vésteinn Örn Pétursson ræddi við ferðalanga á Keflavíkurflugvelli í morgun. Klippa: Geggjuð stemmning og slagorð ferðarinnar er ekkert kjaftæði! Allir munu leggjast á eitt í stúkunni að sögn Þrándar sem sömuleiðis er klár að stökkva inn á völlinn og spila ef allt um þrýtur. Frændurnir Axel Ingi Eiríksson og Kristján Ágúst Halldórsson voru líka í banastuði. Þeir sögðust hafa ákveðið að fara út af Covid-19 og til að styðja landsliðið. „Það verður að styðja landsliðið og tryggja sigur gegn Dönum,“ segir Axel. Kristján er afdráttarlaus. „Ég ætla að fara að sjá Íslendingana vinna Danina. Þetta er ekkert flókið. Við erum að fara að sigra þetta,“ segir Kristján. Allir ferðalangarnir voru sammála um að líkurnar á að smitast af veirunni aukist til muna með ferðalaginu. Fara alla leið og taka gullið „Maður auðvitað stóreykur líkurnar á að fá hana og sitja í súpunni en maður verður bara að taka einhverjar ákvarðanir og standa og falla með þeim,“ segir Þrándur. Frændurnir taka undir þetta. „Ég er búinn að fá þetta, tvíbólusettur, búinn að spreyja nefið með sóttvörn, með grímur. Það er allt klárt,“ segir Axel. Eiríkur Eiríksson, bróðir Axels, er mjög bjartsýnn á gott gengi. „Þeir fara alla leið og taka gullið.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með í för en Heimsferðir og Úrval Útsýn ákváðu að taka slaginn og skella sér í ferðina þrátt fyrir að ekki tækist að fylla þau 186 sæti sem voru í boði. Ferðalög EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira
Þrándur Gíslason, línumaður Aftureldingar í Olísdeildinni hér heima, er á meðal stuðningsmanna. Hann segist hafa stokkið á mómentið. „Þetta er ekkert á hverjum degi. Ég er nú sjálfur að spila í Olísdeildinni og hef ekki áður komist út á stórmót því maður er alltaf að æfa. En svo vildi svo heppilega til að ég meiddist þannig að nú er mómentið, líka fyrir mig,“ segir Þrándur. Hann er bjartsýnn. „Já, ég segi eins og Gummi. Ekkert kjaftæði. Það er slagorð ferðarinnar og þessara milliriðla. Upp og áfram og áfram með smjörið. Ekkert kjaftæði.“ Vésteinn Örn Pétursson ræddi við ferðalanga á Keflavíkurflugvelli í morgun. Klippa: Geggjuð stemmning og slagorð ferðarinnar er ekkert kjaftæði! Allir munu leggjast á eitt í stúkunni að sögn Þrándar sem sömuleiðis er klár að stökkva inn á völlinn og spila ef allt um þrýtur. Frændurnir Axel Ingi Eiríksson og Kristján Ágúst Halldórsson voru líka í banastuði. Þeir sögðust hafa ákveðið að fara út af Covid-19 og til að styðja landsliðið. „Það verður að styðja landsliðið og tryggja sigur gegn Dönum,“ segir Axel. Kristján er afdráttarlaus. „Ég ætla að fara að sjá Íslendingana vinna Danina. Þetta er ekkert flókið. Við erum að fara að sigra þetta,“ segir Kristján. Allir ferðalangarnir voru sammála um að líkurnar á að smitast af veirunni aukist til muna með ferðalaginu. Fara alla leið og taka gullið „Maður auðvitað stóreykur líkurnar á að fá hana og sitja í súpunni en maður verður bara að taka einhverjar ákvarðanir og standa og falla með þeim,“ segir Þrándur. Frændurnir taka undir þetta. „Ég er búinn að fá þetta, tvíbólusettur, búinn að spreyja nefið með sóttvörn, með grímur. Það er allt klárt,“ segir Axel. Eiríkur Eiríksson, bróðir Axels, er mjög bjartsýnn á gott gengi. „Þeir fara alla leið og taka gullið.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með í för en Heimsferðir og Úrval Útsýn ákváðu að taka slaginn og skella sér í ferðina þrátt fyrir að ekki tækist að fylla þau 186 sæti sem voru í boði.
Ferðalög EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira