Heimsferðir og Úrval Útsýn settu á sölu rúmlega sólarhrings ferðalag til að stuðningsmenn gætu upplifað stórleikinn við Dani. 186 sæti voru í boði og fór svo að 77 þekktust boðið. Vonandi góð viðbót við stuðningsmannaflóru Íslands í Búdapest í kvöld.
Íslenska liðið verður án fimm leikmanna í kvöld vegna Covid-19 smita í hópnum. Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Björgvin Páll Gústavsson og Ólafur Guðmundsson verða fjarri góðu gamni í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður fylgst grannt með gangi mála á Vísi.
Guðni spreytti sig á ungversku í stuttu myndbandi sem hann skellti á Twitter.
Iceland🇮🇸@HSI_Iceland & Hungary🇭🇺@MKSZhandball fought epically on the #handball court on Tuesday. I am now headed for Budapest to support our boys at #ehfeuro2022. Áfram Ísland!#strakarnirokkar #emruv @EHFEURO pic.twitter.com/DnFoaAAFZ3
— President of Iceland (@PresidentISL) January 20, 2022