Liverpool á leið í úrslit eftir sigur gegn Arsenal 20. janúar 2022 21:38 Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool í kvöld. EPA-EFE/Neil Hall Liverpool vann 2-0 sigur er liðið heimsótti Arsenal í síðari undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum í kvöld. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli og því var allt undir í leik kvöldsins. Gestirnir frá Bítlaborginni tóku forystuna eftir tæplega tuttugu mínútna leik með marki frá Diogo Jota eftir stoðsendingu frá Trent Alexander-Arnold. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Bæði lið fengu ágætis færi til að bæta öðru marki leiksins við, en það voru gestirnir sem voru fyrri til. Þar var aftur á ferðinni Diogo Jota, nú rétt rúmumn tíu mínútum fyrir leikslok. Ekki batnaði staðan fyrir Arsenal þegar Thomas Partey nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili á lokamínútum leiksins og þar með rautt. Niðurstaðan varð 2-0 sigur Liverpool og er liðið því komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins þar sem Chelsea bíður þeirra á Wembley. Úrlsitaleikurinn fer fram þann 27. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn
Liverpool vann 2-0 sigur er liðið heimsótti Arsenal í síðari undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum í kvöld. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli og því var allt undir í leik kvöldsins. Gestirnir frá Bítlaborginni tóku forystuna eftir tæplega tuttugu mínútna leik með marki frá Diogo Jota eftir stoðsendingu frá Trent Alexander-Arnold. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Bæði lið fengu ágætis færi til að bæta öðru marki leiksins við, en það voru gestirnir sem voru fyrri til. Þar var aftur á ferðinni Diogo Jota, nú rétt rúmumn tíu mínútum fyrir leikslok. Ekki batnaði staðan fyrir Arsenal þegar Thomas Partey nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili á lokamínútum leiksins og þar með rautt. Niðurstaðan varð 2-0 sigur Liverpool og er liðið því komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins þar sem Chelsea bíður þeirra á Wembley. Úrlsitaleikurinn fer fram þann 27. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti