Neita sér um að fara til tannlæknis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. janúar 2022 21:00 Rétt tæpur þriðjungur launafólks sem tók þátt í könnuninni segist hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu því það hefði ekki efni á henni. vísir/vilhelm Andlegri líðan launafólks hefur hrakað hratt síðasta árið og um þriðjungur þess er nú talinn búa við slæma andlega heilsu. Fjöldi þeirra hefur þurft að neita sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna fjárhagsstöðu sinnar. Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar sem gerð var meðal félagsmanna Alþýðusambandsins (ASÍ) og BSRB. Þær voru kynntar á fundi félaganna í dag. Sambærileg könnun var gerð fyrir ári síðan en þá reyndust um tveir af hverjum tíu félagsmönnum vera með slæma andlega heilsu. Í ár voru þeir mun fleiri, næstum þriðjungur allra félagsmanna, ef marka má könnunina. Hlutfall svarenda sem greindust með slæma andlega líðan.vísir „Við mældum þetta í fyrsta sinn fyrir ári síðan, andlega líðan, og þá kom okkur á óvart, niðurstöðurnar að hún var slæm. Hún hefur versnað núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Aukið álag út af Covid verður þess valdandi að það er verri andleg líðan að mínu mati.“ Drífa segir að könnunin endurspegli raunveruleika launafólks. Hún verði höfð til hliðsjónar við komandi kjarasamningsgerð. vísir/arnar Og sú ályktun er ekki úr lausu lofti gripin hjá Drífu því að helmingur þeirra níu þúsund sem tóku þátt í könnuninni finnur fyrir meira álagi í starfi vegna heimsfaraldursins. Könnunin var opin fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en þeir eru um 150 þúsund talsins. Fara ekki til tannlæknis Könnunin sýnir einnig að það er að stórum hluta til sami hópur sem kemur verst út úr þeim þáttum sem kannaðir voru. Það eru helst innflytjendur og einstæðar mæður. „Við sjáum skýr tengsl á milli fjárhagserfiðleika og hvernig þér líður andlega og hvort að þú hafir þá efni á að sækja þér heilbrigðisþjónustu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Sonja Ýr vill að viss heilbrigðisþjónusta sé meira niðurgreidd fyrir þá sem geta ekki notið hennar í dag.vísir/arnar Í könnuninni kom nefnilega fram að um helmingur launafólks hefði neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna þess að það hefur ekki efni á henni. Þar nefna langflestir tannlæknaþjónustu en þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um hana. Því næst koma sálfræðiþjónusta, sem um fjórðungur hefur neitað sér um og sjúkraþjálfun, sem um 15% hafa neitað sér um. Rúm 30 prósent sem svöruðu könnuninni hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu.vísir Könnunin mun hafa áhrif á komandi kjarasamningsviðræður En hvað er hægt að gera í þessu? Krefjast verkalýðsfélögin þess að þessi þjónusta verði meira greidd niður af ríkinu? „Ég held að það þurfi aðgerðir inni á vinnustöðum og í samfélaginu öllu til að tryggja aðgengi að þessari þjónustu fyrir þá sem þurfa á að halda sem að sömuleiðis væri meira niðurgreidd en hún er í dag,“ segir Sonja Ýr. Niðurstöður könnunarinnar munu þá hafa áhrif á kjarasamningsgerð næsta vetur. „Það er okkar hlutverk í kjarasamningum að birta raunveruleika launafólks,“ segir Drífa. „Og niðurstaðan þarna segir mér að stór hluti af næstu kjarasamningum verður tekinn í samhengi við heilbrigði og húsnæðismál.“ Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið. 19. janúar 2022 13:58 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Þetta eru niðurstöður viðamikillar könnunar sem gerð var meðal félagsmanna Alþýðusambandsins (ASÍ) og BSRB. Þær voru kynntar á fundi félaganna í dag. Sambærileg könnun var gerð fyrir ári síðan en þá reyndust um tveir af hverjum tíu félagsmönnum vera með slæma andlega heilsu. Í ár voru þeir mun fleiri, næstum þriðjungur allra félagsmanna, ef marka má könnunina. Hlutfall svarenda sem greindust með slæma andlega líðan.vísir „Við mældum þetta í fyrsta sinn fyrir ári síðan, andlega líðan, og þá kom okkur á óvart, niðurstöðurnar að hún var slæm. Hún hefur versnað núna,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Aukið álag út af Covid verður þess valdandi að það er verri andleg líðan að mínu mati.“ Drífa segir að könnunin endurspegli raunveruleika launafólks. Hún verði höfð til hliðsjónar við komandi kjarasamningsgerð. vísir/arnar Og sú ályktun er ekki úr lausu lofti gripin hjá Drífu því að helmingur þeirra níu þúsund sem tóku þátt í könnuninni finnur fyrir meira álagi í starfi vegna heimsfaraldursins. Könnunin var opin fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en þeir eru um 150 þúsund talsins. Fara ekki til tannlæknis Könnunin sýnir einnig að það er að stórum hluta til sami hópur sem kemur verst út úr þeim þáttum sem kannaðir voru. Það eru helst innflytjendur og einstæðar mæður. „Við sjáum skýr tengsl á milli fjárhagserfiðleika og hvernig þér líður andlega og hvort að þú hafir þá efni á að sækja þér heilbrigðisþjónustu,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Sonja Ýr vill að viss heilbrigðisþjónusta sé meira niðurgreidd fyrir þá sem geta ekki notið hennar í dag.vísir/arnar Í könnuninni kom nefnilega fram að um helmingur launafólks hefði neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna þess að það hefur ekki efni á henni. Þar nefna langflestir tannlæknaþjónustu en þrír af hverjum tíu hafa neitað sér um hana. Því næst koma sálfræðiþjónusta, sem um fjórðungur hefur neitað sér um og sjúkraþjálfun, sem um 15% hafa neitað sér um. Rúm 30 prósent sem svöruðu könnuninni hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu.vísir Könnunin mun hafa áhrif á komandi kjarasamningsviðræður En hvað er hægt að gera í þessu? Krefjast verkalýðsfélögin þess að þessi þjónusta verði meira greidd niður af ríkinu? „Ég held að það þurfi aðgerðir inni á vinnustöðum og í samfélaginu öllu til að tryggja aðgengi að þessari þjónustu fyrir þá sem þurfa á að halda sem að sömuleiðis væri meira niðurgreidd en hún er í dag,“ segir Sonja Ýr. Niðurstöður könnunarinnar munu þá hafa áhrif á kjarasamningsgerð næsta vetur. „Það er okkar hlutverk í kjarasamningum að birta raunveruleika launafólks,“ segir Drífa. „Og niðurstaðan þarna segir mér að stór hluti af næstu kjarasamningum verður tekinn í samhengi við heilbrigði og húsnæðismál.“
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið. 19. janúar 2022 13:58 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið. 19. janúar 2022 13:58