Hollendingar í skýjunum: „Ég er svo fokking glaður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 10:00 Hollendingar fagna sigrinum á Portúgölum. epa/Tamas Kovacs Hollendingar réðu sér ekki fyrir kæti eftir að hafa komist í milliriðli á EM í handbolta í fyrsta sinn. Holland vann Portúgal, 32-31, í lokaleik B-riðils í gær og tryggðu sér þar með sæti í milliriðli. Ljóst er að Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar verða meðal tólf efstu liða á EM. Kay Smits, markahæsti leikmaður EM, var í skýjunum þegar hann ræddi við TV2 í Danmörku eftir leikinn í gær. „Hugurinn er á sveimi. Ég er svo fucking glaður. Þetta var markmiðið okkar frá byrjun og það er svo stórt að hafa náð því. Við erum svo stoltir,“ sagði Smits. It's @Handbalheren's first #ehfeuro main round ever and wow do they celebrate! #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/dXyYe3ur7W— EHF EURO (@EHFEURO) January 18, 2022 Hann segir að Hollendingar hafi alltaf haft mikla trú á eigin getu og að þeir gætu komist upp úr riðlinum. „Fyrir mótið vissum við að við myndum fara áfram. Þetta er því við þekkjum hvern annan svo vel og vitum hvað liðið getur. Við berjumst á fullu og njótum þess svo að spila saman. Við vissum hversu góðir við værum. Allt var mögulegt í riðlinum því allir gátu unnið alla. Þetta var svo spennandi og nú erum við komnir í milliriðla sem er risastórt fyrir Holland,“ sagði Smits. Með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir Flestir leikmenn hollenska liðsins eru lítt þekktir enda spila margir þeirra í heimalandinu. „Við erum ekki með neinar stjörnur en við höfum hvern annan. Við berjumst saman og erum mjög góðir. Við erum með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir,“ sagði Smits sem hefur skorað 32 mörk á EM. „Kannski ættu lið að horfa til leikmannanna okkar og sjá hvar þeir spila því við erum með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn.“ Í fyrsta leik sínum í milliriðli mætir Holland Ólympíumeisturum Frakklands. Leikurinn hefst klukkan 17:00 á morgun. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Holland vann Portúgal, 32-31, í lokaleik B-riðils í gær og tryggðu sér þar með sæti í milliriðli. Ljóst er að Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar verða meðal tólf efstu liða á EM. Kay Smits, markahæsti leikmaður EM, var í skýjunum þegar hann ræddi við TV2 í Danmörku eftir leikinn í gær. „Hugurinn er á sveimi. Ég er svo fucking glaður. Þetta var markmiðið okkar frá byrjun og það er svo stórt að hafa náð því. Við erum svo stoltir,“ sagði Smits. It's @Handbalheren's first #ehfeuro main round ever and wow do they celebrate! #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/dXyYe3ur7W— EHF EURO (@EHFEURO) January 18, 2022 Hann segir að Hollendingar hafi alltaf haft mikla trú á eigin getu og að þeir gætu komist upp úr riðlinum. „Fyrir mótið vissum við að við myndum fara áfram. Þetta er því við þekkjum hvern annan svo vel og vitum hvað liðið getur. Við berjumst á fullu og njótum þess svo að spila saman. Við vissum hversu góðir við værum. Allt var mögulegt í riðlinum því allir gátu unnið alla. Þetta var svo spennandi og nú erum við komnir í milliriðla sem er risastórt fyrir Holland,“ sagði Smits. Með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir Flestir leikmenn hollenska liðsins eru lítt þekktir enda spila margir þeirra í heimalandinu. „Við erum ekki með neinar stjörnur en við höfum hvern annan. Við berjumst saman og erum mjög góðir. Við erum með svo marga góða leikmenn sem enginn þekkir,“ sagði Smits sem hefur skorað 32 mörk á EM. „Kannski ættu lið að horfa til leikmannanna okkar og sjá hvar þeir spila því við erum með nokkra mjög hæfileikaríka leikmenn.“ Í fyrsta leik sínum í milliriðli mætir Holland Ólympíumeisturum Frakklands. Leikurinn hefst klukkan 17:00 á morgun.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni