Aron: Þetta er geggjað lið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. janúar 2022 07:01 Aron Pálmarsson segist spenntur fyrir framhaldinu með landsliðinu. EPA-EFE/Tamas Kovacs Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var himinlifandi með eins marks sigur liðsins gegn Ungverjum í lokaumferð riðlakeppni EM í gær. Hann segir það auðvelt að spila svona góðan sóknarleik með liðinu sem Ísland teflir fram í ár. „Nei, það er ekkert gaman að því,“ sagði Aron léttur, aðspurður að því hvort að þeir hafi ekki haft áhuga á því að gera þetta spennandi fyrir áhorfendur. „Þetta var augljóslega gríðarlega erfiður leikur. Jafnt allan tímann og ekkert áhlaup eða neitt þannig. Þetta var bara handbolti eins og hann gerist bestur. Alvöru úrslitaleikur og þetta er að detta okkar megin þessa dagana þannig að við erum bara mjög sáttir með það.“ Sóknarleikurinn hefur verið aðalsmerki íslenska liðsins á mótinu hingað til og Aron segir það frábært að liðið geti haldið út við þær erfiðu aðstæður sem voru í höllinni í gærkvöldi. „Það hefur gengið mjög vel í byrjun móts þessi sóknarleikur, þessar áherslubreytingar sem við höfum komið með inn núna. Við erum búnir að vera að æfa vel síðan við hittumst í nóvember og byrjuðum á þessu þar.“ Það er bara svolítið þannig að þegar það gengur vel og við finnum þetta smella og við finnum að sóknarleikurinn bara rúllar svona sjálfkrafa þá er þetta bara mjög auðvelt að spila svona sóknarleik.“ „Auðvitað erum við með frábæra menn í þetta. Við erum að teygja meira á vörnunum og erum aðeins að breikka á þessu og setja línumennina utar. Svo erum við náttúrulega bara með leikmenn sem eru frábærir á fótunum í maður á mann þannig að þetta hentar okkur mjög vel.“ Á seinustu stórmótum hefur íslenska liðið átt í basli þegar Aron hefur ekki átt sinn besta leik, en það virðist vera að breytast. Fleiri eru að stíga upp og Aron segir það mikinn létti að geta deilt ábyrgðinni. „Ég er ekkert viss um að ég hefði getað spilað svona fyrir tveimur árum á móti þessu liði á þeirra heimavelli og við hefðum unnið. Ég var ekkert spes í dag en við vinnum þá. Þetta sýnir bara karakterinn og hversu langt við erum komnir. Þetta er geggjað lið og ég er svo spenntur fyrir framhaldinu og næstu árum.“ „Þetta er risastórt sem við vorum að gera núna. Við þurfum að átta okkur á því, en að sama skapi þá byrjar bara nýtt mót núna. Þetta er búið og þetta var markmiðið okkar fyrir mót, að komast á topp tíu og við erum ekki ennþá komnir þangað en erum á góðri leið. En við höfum sýnt það að við getum stefnt á hvað sem er,“ sagði Aron að lokum. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Ungverjum EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Nei, það er ekkert gaman að því,“ sagði Aron léttur, aðspurður að því hvort að þeir hafi ekki haft áhuga á því að gera þetta spennandi fyrir áhorfendur. „Þetta var augljóslega gríðarlega erfiður leikur. Jafnt allan tímann og ekkert áhlaup eða neitt þannig. Þetta var bara handbolti eins og hann gerist bestur. Alvöru úrslitaleikur og þetta er að detta okkar megin þessa dagana þannig að við erum bara mjög sáttir með það.“ Sóknarleikurinn hefur verið aðalsmerki íslenska liðsins á mótinu hingað til og Aron segir það frábært að liðið geti haldið út við þær erfiðu aðstæður sem voru í höllinni í gærkvöldi. „Það hefur gengið mjög vel í byrjun móts þessi sóknarleikur, þessar áherslubreytingar sem við höfum komið með inn núna. Við erum búnir að vera að æfa vel síðan við hittumst í nóvember og byrjuðum á þessu þar.“ Það er bara svolítið þannig að þegar það gengur vel og við finnum þetta smella og við finnum að sóknarleikurinn bara rúllar svona sjálfkrafa þá er þetta bara mjög auðvelt að spila svona sóknarleik.“ „Auðvitað erum við með frábæra menn í þetta. Við erum að teygja meira á vörnunum og erum aðeins að breikka á þessu og setja línumennina utar. Svo erum við náttúrulega bara með leikmenn sem eru frábærir á fótunum í maður á mann þannig að þetta hentar okkur mjög vel.“ Á seinustu stórmótum hefur íslenska liðið átt í basli þegar Aron hefur ekki átt sinn besta leik, en það virðist vera að breytast. Fleiri eru að stíga upp og Aron segir það mikinn létti að geta deilt ábyrgðinni. „Ég er ekkert viss um að ég hefði getað spilað svona fyrir tveimur árum á móti þessu liði á þeirra heimavelli og við hefðum unnið. Ég var ekkert spes í dag en við vinnum þá. Þetta sýnir bara karakterinn og hversu langt við erum komnir. Þetta er geggjað lið og ég er svo spenntur fyrir framhaldinu og næstu árum.“ „Þetta er risastórt sem við vorum að gera núna. Við þurfum að átta okkur á því, en að sama skapi þá byrjar bara nýtt mót núna. Þetta er búið og þetta var markmiðið okkar fyrir mót, að komast á topp tíu og við erum ekki ennþá komnir þangað en erum á góðri leið. En við höfum sýnt það að við getum stefnt á hvað sem er,“ sagði Aron að lokum. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Ungverjum
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira