„Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. janúar 2022 19:34 Björgvin Páll Gústavsson kom íslenska liðinu til bjargar á lokamínútunum gegn Ungverjum í kvöld. EPA-EFE/Tamas Kovacs Björgvin Páll Gústavsson átti stóran þátt í naumum sigri Íslands gegn Ungverjum í kvöld sem tryggði liðinu sæti í milliriðli með fullt hús stiga. Hann segir að seinustu leikir gegn Ungverjum hafi verið erfiðir, en sigurinn í kvöld sýni töffaraskap í íslenska liðinu. „Ungverjaland hefur verið svona okkar Detroit Pistons í gegnum tíðina. Þetta er búið að vera ógeðslegt á móti þeim og við erum búnir að tapa á móti þeim ljótum leikjum,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „En að svara svona fyrir framan 20 þúsund manns. Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff. Bara hvernig við „deliver-um“ í þessum leik er ekki eins auðvelt og það sýnist.“ Björgvin varði víti frá ungverska liðinu á ögurstundu þar sem látið var vaða af fyrsta tempói. Hann segist ekki hafa búist við því og viðurkennir að hann muni í raun lítið eftir þessari mikilvægu stund í leiknum. „Nei. Ég eiginlega man ekki eftir þessu víti. Ég man bara að ég hugsaði að ég væri meiri töffari en hann og hann myndi bara skjóta í mig.“ „Gústi (Ágúst Jóhannsson) sagði við mig á vídjófundi fyrir leik, hann er núna markmannsþjálfarinn hjá okkur, að það þyrfti bara eitt víti og það kom á góðum tímapunkti.“ Klippa: Björgvin Páll eftir sigurinn gegn Ungverjum Ísland er nú á leið í milliriðil með tvö stig, en þetta er í fyrsta skipti sem liðið vinnur alla leiki sína í riðlakeppni á Evrópumóti. Björgvin segir að leiðin hafi verið erfið og að liðið hafi þurft að aðlagast ýmsum mismunandi aðstæðum. „Það er líka bara hvernig við gerum þetta. Við lendum á fullt af veggjum, allskonar brasi, en við erum bara ógeðslega góðir sóknarlega allt mótið.“ „Varnarlega mætum við þrem mjög ólíkum liðum. Mætum Portúgal sem er eitt besta lið í heiminum í sjö á sex, mætum svo hraðasta liði í heiminum í dag í Hollandi og fáum svo þriðju tegundina í dag með durga á línunni. Við náum að breyta um vörn í miðjum leik og bara hrós á strákana fyrir að hafa náð því og náð að stilla sig inn á þetta. Það sýnir bara rosalegan styrkleika og hvað við erum góðir að bregðast við aðstæðum.“ „Það að vinna þrjá leiki í riðlinum segir bara alla söguna held ég,“ sagði sigurreifur Björgvin Páll Gústavsson að lokum. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03 Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar. 18. janúar 2022 19:01 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Sjá meira
„Ungverjaland hefur verið svona okkar Detroit Pistons í gegnum tíðina. Þetta er búið að vera ógeðslegt á móti þeim og við erum búnir að tapa á móti þeim ljótum leikjum,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „En að svara svona fyrir framan 20 þúsund manns. Að sýna svona hreðjar og svona töffaraskap er ekkert eðlilega töff. Bara hvernig við „deliver-um“ í þessum leik er ekki eins auðvelt og það sýnist.“ Björgvin varði víti frá ungverska liðinu á ögurstundu þar sem látið var vaða af fyrsta tempói. Hann segist ekki hafa búist við því og viðurkennir að hann muni í raun lítið eftir þessari mikilvægu stund í leiknum. „Nei. Ég eiginlega man ekki eftir þessu víti. Ég man bara að ég hugsaði að ég væri meiri töffari en hann og hann myndi bara skjóta í mig.“ „Gústi (Ágúst Jóhannsson) sagði við mig á vídjófundi fyrir leik, hann er núna markmannsþjálfarinn hjá okkur, að það þyrfti bara eitt víti og það kom á góðum tímapunkti.“ Klippa: Björgvin Páll eftir sigurinn gegn Ungverjum Ísland er nú á leið í milliriðil með tvö stig, en þetta er í fyrsta skipti sem liðið vinnur alla leiki sína í riðlakeppni á Evrópumóti. Björgvin segir að leiðin hafi verið erfið og að liðið hafi þurft að aðlagast ýmsum mismunandi aðstæðum. „Það er líka bara hvernig við gerum þetta. Við lendum á fullt af veggjum, allskonar brasi, en við erum bara ógeðslega góðir sóknarlega allt mótið.“ „Varnarlega mætum við þrem mjög ólíkum liðum. Mætum Portúgal sem er eitt besta lið í heiminum í sjö á sex, mætum svo hraðasta liði í heiminum í dag í Hollandi og fáum svo þriðju tegundina í dag með durga á línunni. Við náum að breyta um vörn í miðjum leik og bara hrós á strákana fyrir að hafa náð því og náð að stilla sig inn á þetta. Það sýnir bara rosalegan styrkleika og hvað við erum góðir að bregðast við aðstæðum.“ „Það að vinna þrjá leiki í riðlinum segir bara alla söguna held ég,“ sagði sigurreifur Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03 Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar. 18. janúar 2022 19:01 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Sjá meira
Twitter bregst við sigrinum: „Haltu kjafti hvað þetta var geggjað!“ Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu unnu gríðarlega mikilvægan eins marks sigur gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar á EM í handbolta í kvöld og taka því tvö stig með sér í milliriðil. Stuðningsmenn liðsins létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter. 18. janúar 2022 19:21
Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin. 18. janúar 2022 19:03
Dagskrá Íslands í milliriðlinum: Byrja gegn heimsmeisturunum Eins og flestir ættu að vita tryggði íslenska karlalandsliðið í handbolta sér sæti í millirðili með eins marks sigri gegn Ungverjum fyrr í kvöld. Ísland mætir Dönum í fyrsta leik í milliriðlinum, en Danir eru ríkjandi hemsmeistarar. 18. janúar 2022 19:01
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 31-30 | Ísland með fullt hús stiga áfram Ísland fer með fullt hús stiga í millriðla EM eftir þriðja sigur sinn. Spennan var svakaleg í Búdapest í dag þegar Ísland vann eins marks sigur á heimamönnum, 31-30. 18. janúar 2022 18:40