Metfjöldi látinna í Ástralíu og álagið eykst víða Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 10:19 Skimað fyrir Covid-19 í Sydney í Ástralíu. EPA/FLAVIO BRANCALEONE Aldrei hafa fleiri Ástralar dáið vegna Covid-19 en gerðu í dag. Alls dóu 77 vegna faraldursins en það er nýtt met. Gamla metið var 57 og var það sett á síðasta fimmtudag. Faraldurinn er í töluverðri uppsveiflu víða um heim en mikil fjölgun smitaðra vegna ómíkorn-afbrigðisins hefur aukið álag á heilbrigðiskerfi. Innlagnir á sjúkrahús í Ástralíu hafa sömuleiðis aldrei verið fleiri. Ríkisstjórn landsins hefur minnt forsvarsmenn ríkja landsins á samkomulag sem gert var í upphafi faraldursins um að einkarekin sjúkrahús geti létt undir álagið á heilbrigðiskerfið, samkvæmt frétt ABC. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra, segir þau sjúkrahús búa yfir fjölmörgu hæfu starfsfólki sem hægt sé að nota í faraldrinum. Samkvæmt frétt Reuters greindust 73 þúsund nýsmitaðir undanfarinn sólarhring en á fimmtudaginn var fjöldi nýsmitaðra í 150 þúsund. Frá upphafi faraldursins hafa um 1,6 milljónir Ástrala greinst smitaðir af Covid-19 og þar af um 1,3 milljónir á síðustu tveimur vikum. 2.776 hafa dáið í Ástralíu. Mikið álag á sjúkrahúsum í Frakklandi Álag á heilbrigðiskerfi hefur einnig aukist verulega í Frakklandi. Heilbrigðisráðuneytið sagði í gær að 888 hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús þann daginn og í heildina væru þeir 25.775. Það er mesta dagsaukning frá því í nóvember 2020, áður en bólusetningar hófust í landinu. Alls eru 3.913 á gjörgæslu og fjölgaði þeim um 61, samkvæmt frétt Reuters. Heilbrigðisyfirvöld búast við því að fjöldi nýsmitaðra hafa mögulega náð hámarki og að innlagnir og veikindi nái hámarki á næstu misserum. Sjá einnig: Lög til að gera óbólusettum lífið leitt taka gildi á næstu dögum Fyrstu samkomutakmarkanirnar í Japan Í Japan eru ráðamann að íhuga að grípa til samkomutakmarkana vegna mikillar dreifingar kóronuveirunnar. AP fréttaveitan segir að hingað til hafi slíkum aðgerðum aldrei verið beitt þar og þess í stað hafa yfirvöld beðið eigendur veitinga- og skemmtistaða um að loka snemma. Búist er við því að samkomutakmörkunum verði komið á á föstudaginn. „Smituðum fjölgar á fordæmalausum hraða,“ hefur fréttaveitan eftir Hirokazou Matsuno, heilbrigðisráðherra. Í Japan hafa um áttatíu prósent íbúa fengið tvo skammta bóluefnis en einungis eitt prósent hafa fengið aukaskammt. Ríkisstjórnin hefur heitið því að gefið verði í við dreifingu aukaskammta en það verði ekki fyrr en eftir mars. Búast við mikilli fjölgun smitaðra á næstu vikum Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra Póllands, varaði við því í gær að fimmta bylgja Covid-19 væri skollin á landinu. Hann býst við því að um miðjan febrúar nái fjöldi nýsmitaðra um 60 þúsund á dag. Þann 1. apríl 2021 greindust 35.251 smitaðir í Póllandi og það er hæsti fjöldi nýsmitaðra sem greinst hefur á einum degi í Póllandi. Reuters segir frá því að á föstudaginn hafi þrettán af sautján meðlimum í ráðgjafaráði forsætisráðherra Póllands sagt af sér. Þeir fordæmdu skort á undirbúningi og vöruðu við því að þessi fimmta bylgja myndi valda gífurlegu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. Dr. Konstanty Szuldrzynski, sagði í gær að það væri ekki bara vegna lágs hlutfalls bólusettra að rúmlega hundrað þúsund manns hefðu dáið í Póllandi. Það væri líka vegna þess að heilbrigðiskerfi landsins væri úr sér gengið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Frakkland Japan Pólland Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri inflúensu og Covid-19 Inflúensan er snúin aftur til Evrópu og dreifist á ógnarhraða um álfuna, eftir heilt ár í hýði. Áhyggjur eru uppi um að faraldur innflúensu muni auka álag á heilbrigðiskerfi á meðan hann geisar á sama tíma og heimsfaraldur kórónuveiru. 17. janúar 2022 14:00 Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. 16. janúar 2022 09:46 Bretar stytta einangrun úr sjö dögum í fimm Fólk sem greinist með Covid-19 á Englandi þarf einungis að sæta einangrun í fimm daga að lágmarki í stað sjö frá og með næsta mánudegi. Þetta tilkynnti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Breta, í neðri málstofu breska þingsins í dag. 13. janúar 2022 12:44 Québec hyggst skattleggja óbólusetta íbúa sérstaklega Stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa ákveðið að koma á sérstökum skatti fyrir óbólusetta íbúa. Reiknað er með að skattheimtan hefjist á næstu vikum. 12. janúar 2022 07:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Innlagnir á sjúkrahús í Ástralíu hafa sömuleiðis aldrei verið fleiri. Ríkisstjórn landsins hefur minnt forsvarsmenn ríkja landsins á samkomulag sem gert var í upphafi faraldursins um að einkarekin sjúkrahús geti létt undir álagið á heilbrigðiskerfið, samkvæmt frétt ABC. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra, segir þau sjúkrahús búa yfir fjölmörgu hæfu starfsfólki sem hægt sé að nota í faraldrinum. Samkvæmt frétt Reuters greindust 73 þúsund nýsmitaðir undanfarinn sólarhring en á fimmtudaginn var fjöldi nýsmitaðra í 150 þúsund. Frá upphafi faraldursins hafa um 1,6 milljónir Ástrala greinst smitaðir af Covid-19 og þar af um 1,3 milljónir á síðustu tveimur vikum. 2.776 hafa dáið í Ástralíu. Mikið álag á sjúkrahúsum í Frakklandi Álag á heilbrigðiskerfi hefur einnig aukist verulega í Frakklandi. Heilbrigðisráðuneytið sagði í gær að 888 hefðu verið lagðir inn á sjúkrahús þann daginn og í heildina væru þeir 25.775. Það er mesta dagsaukning frá því í nóvember 2020, áður en bólusetningar hófust í landinu. Alls eru 3.913 á gjörgæslu og fjölgaði þeim um 61, samkvæmt frétt Reuters. Heilbrigðisyfirvöld búast við því að fjöldi nýsmitaðra hafa mögulega náð hámarki og að innlagnir og veikindi nái hámarki á næstu misserum. Sjá einnig: Lög til að gera óbólusettum lífið leitt taka gildi á næstu dögum Fyrstu samkomutakmarkanirnar í Japan Í Japan eru ráðamann að íhuga að grípa til samkomutakmarkana vegna mikillar dreifingar kóronuveirunnar. AP fréttaveitan segir að hingað til hafi slíkum aðgerðum aldrei verið beitt þar og þess í stað hafa yfirvöld beðið eigendur veitinga- og skemmtistaða um að loka snemma. Búist er við því að samkomutakmörkunum verði komið á á föstudaginn. „Smituðum fjölgar á fordæmalausum hraða,“ hefur fréttaveitan eftir Hirokazou Matsuno, heilbrigðisráðherra. Í Japan hafa um áttatíu prósent íbúa fengið tvo skammta bóluefnis en einungis eitt prósent hafa fengið aukaskammt. Ríkisstjórnin hefur heitið því að gefið verði í við dreifingu aukaskammta en það verði ekki fyrr en eftir mars. Búast við mikilli fjölgun smitaðra á næstu vikum Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra Póllands, varaði við því í gær að fimmta bylgja Covid-19 væri skollin á landinu. Hann býst við því að um miðjan febrúar nái fjöldi nýsmitaðra um 60 þúsund á dag. Þann 1. apríl 2021 greindust 35.251 smitaðir í Póllandi og það er hæsti fjöldi nýsmitaðra sem greinst hefur á einum degi í Póllandi. Reuters segir frá því að á föstudaginn hafi þrettán af sautján meðlimum í ráðgjafaráði forsætisráðherra Póllands sagt af sér. Þeir fordæmdu skort á undirbúningi og vöruðu við því að þessi fimmta bylgja myndi valda gífurlegu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. Dr. Konstanty Szuldrzynski, sagði í gær að það væri ekki bara vegna lágs hlutfalls bólusettra að rúmlega hundrað þúsund manns hefðu dáið í Póllandi. Það væri líka vegna þess að heilbrigðiskerfi landsins væri úr sér gengið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Frakkland Japan Pólland Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri inflúensu og Covid-19 Inflúensan er snúin aftur til Evrópu og dreifist á ógnarhraða um álfuna, eftir heilt ár í hýði. Áhyggjur eru uppi um að faraldur innflúensu muni auka álag á heilbrigðiskerfi á meðan hann geisar á sama tíma og heimsfaraldur kórónuveiru. 17. janúar 2022 14:00 Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. 16. janúar 2022 09:46 Bretar stytta einangrun úr sjö dögum í fimm Fólk sem greinist með Covid-19 á Englandi þarf einungis að sæta einangrun í fimm daga að lágmarki í stað sjö frá og með næsta mánudegi. Þetta tilkynnti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Breta, í neðri málstofu breska þingsins í dag. 13. janúar 2022 12:44 Québec hyggst skattleggja óbólusetta íbúa sérstaklega Stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa ákveðið að koma á sérstökum skatti fyrir óbólusetta íbúa. Reiknað er með að skattheimtan hefjist á næstu vikum. 12. janúar 2022 07:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri inflúensu og Covid-19 Inflúensan er snúin aftur til Evrópu og dreifist á ógnarhraða um álfuna, eftir heilt ár í hýði. Áhyggjur eru uppi um að faraldur innflúensu muni auka álag á heilbrigðiskerfi á meðan hann geisar á sama tíma og heimsfaraldur kórónuveiru. 17. janúar 2022 14:00
Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. 16. janúar 2022 09:46
Bretar stytta einangrun úr sjö dögum í fimm Fólk sem greinist með Covid-19 á Englandi þarf einungis að sæta einangrun í fimm daga að lágmarki í stað sjö frá og með næsta mánudegi. Þetta tilkynnti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Breta, í neðri málstofu breska þingsins í dag. 13. janúar 2022 12:44
Québec hyggst skattleggja óbólusetta íbúa sérstaklega Stjórnvöld í kanadíska fylkinu Québec hafa ákveðið að koma á sérstökum skatti fyrir óbólusetta íbúa. Reiknað er með að skattheimtan hefjist á næstu vikum. 12. janúar 2022 07:45