Franskur forsetaframbjóðandi sektaður vegna hatursorðræðu Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2022 07:36 Forsetaframbjóðandinn Eric Zemmour er umdeildur í heimalandinu. EPA Franski fjölmiðlamaðurinn Eric Zemmour, sem tilkynnt hefur um framboð sitt til forseta Frakklands í kosningunum í apríl, hefur verið sektaður vegna hatursorðræðu sem hann viðhafði um unga flóttamenn árið 2020. Sakaði hann þá almennt um að vera „þjófa, morðingja og nauðgara“. Dómstóll í París kvað upp úrskurð sinn í gær, en hægriöfgamaðurinn Zemmour var sektaður um 10 þúsund evrur, um 1,5 milljón króna. Zemmour hefur í tvígang áður veirð dæmdur fyrir hatursorðræðu, meðal annars fyrir orð sín um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“. Zemmour vonast til að hafa betur gegn Emmanuel Macron Frakklandsforseta í forsetakosningunum sem fram fara 10. og 24. apríl næstkomandi. Forstaframbjóðandinn lét orðin falla á sjónvarpsstöðinni CNews þar sem hann sagði unga flóttamenn, sem væru ekki í fylgd annarra, „hefðu enga ástæðu til að vera hérna: þeir eru þjófar, þeir eru morðingjar, þeir eru nauðgarar, þetta er það sem þeir gera og það ætti að senda þá til baka.“ Bætti hann svo við að þeir kostuðu franska skattgreiðendur háar fjárhæðir. Verið að reyna að þagga niður í sér Zemmour var ekki viðstaddur þegar dómari kvað upp sinn úrskurð en í yfirlýsingu fordæmdi hann það sem hann kallaði tilraun saksóknara og ákveðinna hópa til að þagga niður í sér. Sumar skoðanakannanir hafa bent til að Zemmour njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði þá líklegast kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þykir líklegt að hann muni í fyrri umferðinni kljást við Marine Le Pen og Þjóðfylkingu hennar um atkvæði þeirra sem vilja stöðva straum innflytjenda til Frakklands og sér í lagi múslíma. Hefur stýrt spjallþætti Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. Zemmour hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. 30. nóvember 2021 08:02 Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Dómstóll í París kvað upp úrskurð sinn í gær, en hægriöfgamaðurinn Zemmour var sektaður um 10 þúsund evrur, um 1,5 milljón króna. Zemmour hefur í tvígang áður veirð dæmdur fyrir hatursorðræðu, meðal annars fyrir orð sín um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“. Zemmour vonast til að hafa betur gegn Emmanuel Macron Frakklandsforseta í forsetakosningunum sem fram fara 10. og 24. apríl næstkomandi. Forstaframbjóðandinn lét orðin falla á sjónvarpsstöðinni CNews þar sem hann sagði unga flóttamenn, sem væru ekki í fylgd annarra, „hefðu enga ástæðu til að vera hérna: þeir eru þjófar, þeir eru morðingjar, þeir eru nauðgarar, þetta er það sem þeir gera og það ætti að senda þá til baka.“ Bætti hann svo við að þeir kostuðu franska skattgreiðendur háar fjárhæðir. Verið að reyna að þagga niður í sér Zemmour var ekki viðstaddur þegar dómari kvað upp sinn úrskurð en í yfirlýsingu fordæmdi hann það sem hann kallaði tilraun saksóknara og ákveðinna hópa til að þagga niður í sér. Sumar skoðanakannanir hafa bent til að Zemmour njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði þá líklegast kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þykir líklegt að hann muni í fyrri umferðinni kljást við Marine Le Pen og Þjóðfylkingu hennar um atkvæði þeirra sem vilja stöðva straum innflytjenda til Frakklands og sér í lagi múslíma. Hefur stýrt spjallþætti Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. Zemmour hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. 30. nóvember 2021 08:02 Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
„Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. 30. nóvember 2021 08:02
Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35