Franskur forsetaframbjóðandi sektaður vegna hatursorðræðu Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2022 07:36 Forsetaframbjóðandinn Eric Zemmour er umdeildur í heimalandinu. EPA Franski fjölmiðlamaðurinn Eric Zemmour, sem tilkynnt hefur um framboð sitt til forseta Frakklands í kosningunum í apríl, hefur verið sektaður vegna hatursorðræðu sem hann viðhafði um unga flóttamenn árið 2020. Sakaði hann þá almennt um að vera „þjófa, morðingja og nauðgara“. Dómstóll í París kvað upp úrskurð sinn í gær, en hægriöfgamaðurinn Zemmour var sektaður um 10 þúsund evrur, um 1,5 milljón króna. Zemmour hefur í tvígang áður veirð dæmdur fyrir hatursorðræðu, meðal annars fyrir orð sín um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“. Zemmour vonast til að hafa betur gegn Emmanuel Macron Frakklandsforseta í forsetakosningunum sem fram fara 10. og 24. apríl næstkomandi. Forstaframbjóðandinn lét orðin falla á sjónvarpsstöðinni CNews þar sem hann sagði unga flóttamenn, sem væru ekki í fylgd annarra, „hefðu enga ástæðu til að vera hérna: þeir eru þjófar, þeir eru morðingjar, þeir eru nauðgarar, þetta er það sem þeir gera og það ætti að senda þá til baka.“ Bætti hann svo við að þeir kostuðu franska skattgreiðendur háar fjárhæðir. Verið að reyna að þagga niður í sér Zemmour var ekki viðstaddur þegar dómari kvað upp sinn úrskurð en í yfirlýsingu fordæmdi hann það sem hann kallaði tilraun saksóknara og ákveðinna hópa til að þagga niður í sér. Sumar skoðanakannanir hafa bent til að Zemmour njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði þá líklegast kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þykir líklegt að hann muni í fyrri umferðinni kljást við Marine Le Pen og Þjóðfylkingu hennar um atkvæði þeirra sem vilja stöðva straum innflytjenda til Frakklands og sér í lagi múslíma. Hefur stýrt spjallþætti Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. Zemmour hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. 30. nóvember 2021 08:02 Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Dómstóll í París kvað upp úrskurð sinn í gær, en hægriöfgamaðurinn Zemmour var sektaður um 10 þúsund evrur, um 1,5 milljón króna. Zemmour hefur í tvígang áður veirð dæmdur fyrir hatursorðræðu, meðal annars fyrir orð sín um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“. Zemmour vonast til að hafa betur gegn Emmanuel Macron Frakklandsforseta í forsetakosningunum sem fram fara 10. og 24. apríl næstkomandi. Forstaframbjóðandinn lét orðin falla á sjónvarpsstöðinni CNews þar sem hann sagði unga flóttamenn, sem væru ekki í fylgd annarra, „hefðu enga ástæðu til að vera hérna: þeir eru þjófar, þeir eru morðingjar, þeir eru nauðgarar, þetta er það sem þeir gera og það ætti að senda þá til baka.“ Bætti hann svo við að þeir kostuðu franska skattgreiðendur háar fjárhæðir. Verið að reyna að þagga niður í sér Zemmour var ekki viðstaddur þegar dómari kvað upp sinn úrskurð en í yfirlýsingu fordæmdi hann það sem hann kallaði tilraun saksóknara og ákveðinna hópa til að þagga niður í sér. Sumar skoðanakannanir hafa bent til að Zemmour njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði þá líklegast kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þykir líklegt að hann muni í fyrri umferðinni kljást við Marine Le Pen og Þjóðfylkingu hennar um atkvæði þeirra sem vilja stöðva straum innflytjenda til Frakklands og sér í lagi múslíma. Hefur stýrt spjallþætti Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. Zemmour hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. 30. nóvember 2021 08:02 Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
„Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. 30. nóvember 2021 08:02
Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35