Franskur forsetaframbjóðandi sektaður vegna hatursorðræðu Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2022 07:36 Forsetaframbjóðandinn Eric Zemmour er umdeildur í heimalandinu. EPA Franski fjölmiðlamaðurinn Eric Zemmour, sem tilkynnt hefur um framboð sitt til forseta Frakklands í kosningunum í apríl, hefur verið sektaður vegna hatursorðræðu sem hann viðhafði um unga flóttamenn árið 2020. Sakaði hann þá almennt um að vera „þjófa, morðingja og nauðgara“. Dómstóll í París kvað upp úrskurð sinn í gær, en hægriöfgamaðurinn Zemmour var sektaður um 10 þúsund evrur, um 1,5 milljón króna. Zemmour hefur í tvígang áður veirð dæmdur fyrir hatursorðræðu, meðal annars fyrir orð sín um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“. Zemmour vonast til að hafa betur gegn Emmanuel Macron Frakklandsforseta í forsetakosningunum sem fram fara 10. og 24. apríl næstkomandi. Forstaframbjóðandinn lét orðin falla á sjónvarpsstöðinni CNews þar sem hann sagði unga flóttamenn, sem væru ekki í fylgd annarra, „hefðu enga ástæðu til að vera hérna: þeir eru þjófar, þeir eru morðingjar, þeir eru nauðgarar, þetta er það sem þeir gera og það ætti að senda þá til baka.“ Bætti hann svo við að þeir kostuðu franska skattgreiðendur háar fjárhæðir. Verið að reyna að þagga niður í sér Zemmour var ekki viðstaddur þegar dómari kvað upp sinn úrskurð en í yfirlýsingu fordæmdi hann það sem hann kallaði tilraun saksóknara og ákveðinna hópa til að þagga niður í sér. Sumar skoðanakannanir hafa bent til að Zemmour njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði þá líklegast kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þykir líklegt að hann muni í fyrri umferðinni kljást við Marine Le Pen og Þjóðfylkingu hennar um atkvæði þeirra sem vilja stöðva straum innflytjenda til Frakklands og sér í lagi múslíma. Hefur stýrt spjallþætti Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. Zemmour hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. 30. nóvember 2021 08:02 Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Dómstóll í París kvað upp úrskurð sinn í gær, en hægriöfgamaðurinn Zemmour var sektaður um 10 þúsund evrur, um 1,5 milljón króna. Zemmour hefur í tvígang áður veirð dæmdur fyrir hatursorðræðu, meðal annars fyrir orð sín um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“. Zemmour vonast til að hafa betur gegn Emmanuel Macron Frakklandsforseta í forsetakosningunum sem fram fara 10. og 24. apríl næstkomandi. Forstaframbjóðandinn lét orðin falla á sjónvarpsstöðinni CNews þar sem hann sagði unga flóttamenn, sem væru ekki í fylgd annarra, „hefðu enga ástæðu til að vera hérna: þeir eru þjófar, þeir eru morðingjar, þeir eru nauðgarar, þetta er það sem þeir gera og það ætti að senda þá til baka.“ Bætti hann svo við að þeir kostuðu franska skattgreiðendur háar fjárhæðir. Verið að reyna að þagga niður í sér Zemmour var ekki viðstaddur þegar dómari kvað upp sinn úrskurð en í yfirlýsingu fordæmdi hann það sem hann kallaði tilraun saksóknara og ákveðinna hópa til að þagga niður í sér. Sumar skoðanakannanir hafa bent til að Zemmour njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði þá líklegast kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Þykir líklegt að hann muni í fyrri umferðinni kljást við Marine Le Pen og Þjóðfylkingu hennar um atkvæði þeirra sem vilja stöðva straum innflytjenda til Frakklands og sér í lagi múslíma. Hefur stýrt spjallþætti Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. Zemmour hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. 30. nóvember 2021 08:02 Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
„Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. 30. nóvember 2021 08:02
Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35