Fred: Falskar fréttir úr búningsklefa Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 10:00 Cristiano Ronaldo faðmar Fred eftir leik Manchester United á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. EPA-EFE/PETER POWELL Brasilíski knattspyrnumaðurinn Fred segir ekkert til í þeim fréttum að einhver óeining sé meðal leikmanna Manchester United eins og hefur verið skrifað talsvert um í enskum miðlum að undanförnu. Það hefur lítið gengið hjá United á tímabilinu og liðið hefur gefið á sér höggstað með ástríðulitlum og ósannfærandi leik að undanförnu. Allt fór síðan á flug um slæma stöðu á bak við tjöldin eftir ummæli Luke Shaw í viðtali eftir tapleik á móti Úlfunum. Luke Shaw talaði þar um að leikmenn liðsins væru ekki allir að vinna saman. Miðjumaðurinn Fred sendir þær fréttir til föðurhúsanna um að það séu klíkur innan Manchester United hópsins. Fred says there are no cliques in the Man United dressing room and insists English and Portuguese speakers get on well https://t.co/UQ3b0ncKG8 @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) January 17, 2022 Fred telur að það sé bara eðlilegt að leikmenn, sem tali saman tungumál, verði góðir félagar en segir að andrúmsloftið í búningsklefanum sé frábært. „Við sem tölum portúgölsku, við tölum saman og erum góðir vinir,“ sagði Fred við ESPN í Brasilíu. „Ég hef verið góður vinur Alex Telles innan sem utan vallar í mörg ár. Ég er því nánari honum en það þýðir ekki að ég tali ekki við [Jesse] Lingard, [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood eða [Harry] Maguire og hina ensku leikmennina,“ sagði Fred. „Við eigum mjög góðan vinskap og það er frábært andrúmsloft í búningsklefanum. Við erum góðir vinir og erum alltaf að hafa gaman saman,“ sagði Fred. „Í hvert skipti sem það er mögulegt þá borðum við saman. Það hefur ekki gerst upp á síðkastið út af COVID-19 en við reynum alltaf að vera saman,“ sagði Fred. „Þetta er risastór klúbbur og fólk mun alltaf reyna að segja eitthvað um okkur. Cristiano Ronaldo er frábær leikmaður sem allir vilja tala um og því miður fara falskar fréttir að koma út. Þetta er bara því miður hluti af þessu,“ sagði Fred. Enski boltinn Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Sjá meira
Það hefur lítið gengið hjá United á tímabilinu og liðið hefur gefið á sér höggstað með ástríðulitlum og ósannfærandi leik að undanförnu. Allt fór síðan á flug um slæma stöðu á bak við tjöldin eftir ummæli Luke Shaw í viðtali eftir tapleik á móti Úlfunum. Luke Shaw talaði þar um að leikmenn liðsins væru ekki allir að vinna saman. Miðjumaðurinn Fred sendir þær fréttir til föðurhúsanna um að það séu klíkur innan Manchester United hópsins. Fred says there are no cliques in the Man United dressing room and insists English and Portuguese speakers get on well https://t.co/UQ3b0ncKG8 @ESPNFC— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) January 17, 2022 Fred telur að það sé bara eðlilegt að leikmenn, sem tali saman tungumál, verði góðir félagar en segir að andrúmsloftið í búningsklefanum sé frábært. „Við sem tölum portúgölsku, við tölum saman og erum góðir vinir,“ sagði Fred við ESPN í Brasilíu. „Ég hef verið góður vinur Alex Telles innan sem utan vallar í mörg ár. Ég er því nánari honum en það þýðir ekki að ég tali ekki við [Jesse] Lingard, [Marcus] Rashford, [Mason] Greenwood eða [Harry] Maguire og hina ensku leikmennina,“ sagði Fred. „Við eigum mjög góðan vinskap og það er frábært andrúmsloft í búningsklefanum. Við erum góðir vinir og erum alltaf að hafa gaman saman,“ sagði Fred. „Í hvert skipti sem það er mögulegt þá borðum við saman. Það hefur ekki gerst upp á síðkastið út af COVID-19 en við reynum alltaf að vera saman,“ sagði Fred. „Þetta er risastór klúbbur og fólk mun alltaf reyna að segja eitthvað um okkur. Cristiano Ronaldo er frábær leikmaður sem allir vilja tala um og því miður fara falskar fréttir að koma út. Þetta er bara því miður hluti af þessu,“ sagði Fred.
Enski boltinn Mest lesið Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Enski boltinn Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fótbolti Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Enski boltinn Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Handbolti Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Handbolti Fleiri fréttir Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Sjá meira