Handbolti

Alfreð þurfti að hafa hraðar hendur eftir að fimm Þjóðverjar greindust með veiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð Gíslason er á sínu þriðja stórmóti með þýska landsliðið.
Alfreð Gíslason er á sínu þriðja stórmóti með þýska landsliðið. epa/MARTIN DIVISEK

Alfreð Gíslason þurfti að kalla í fimm leikmenn inn í þýska landsliðshópinn í stað þeirra fimm sem greindust með kórónuveiruna í gær.

Alls hafa sjö leikmenn Þýskalands greinst með veiruna eftir að EM hófst. Julius Kühn greindist fyrstur, svo Hendrik Wagner og í gær fengu Andreas Wolff, Kai Häfner, Timo Kastening, Lukas Mertens og Luca Witzke allir jákvæða niðurstöðu út úr sínu prófi.

Alfreð þurfti því að hafa hraðar hendur og hóaði í fimm leikmenn, þá Johannes Bitter, Rune Dahmke, Sebastian Firnhaber, Paul Drux og Fabian Wiede. Þeir verða klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Póllandi í lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld. 

Bitter, Drux, Dahmke og Wiede eru reyndir leikmenn, sá fyrstnefndi þó sínu reyndasti en hann lék sinn fyrsta landsleik 2002 og var í heimsmeistaraliði Þjóðverja á heimavelli 2007.

Þýskaland hefur unnið báða leiki sína á EM til þessa en þarf sigur á Póllandi til að fara með tvö stig í milliriðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×