Um einn af hverjum hundrað fær óljósa niðurstöðu Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2022 21:50 Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku hjá heilsugæslunni. Vísir/vilhelm Um tíu prósent þeirra sem fá jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi hjá heilsugæslunni fá annað svar úr PCR-prófi strax í kjölfarið. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi en í upphafi voru um það bil helmingur PCR-prófa neikvæður eftir jákvætt hraðpróf. Þetta kemur fram í svari frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en tölurnar ná ekki til einkaaðila sem bjóða upp á hraðpróf. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hlutfall jákvæðra PCR-prófa eftir neikvætt hraðpróf hjá heilsugæslunni þar sem fáir fara strax í PCR eftir að hafa fengið neikvætt hraðpróf. Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í síðustu viku að í ljós hafi komið á mörgum vinnustöðum að áreiðanleiki hraðgreiningaprófa sé undir væntingum. „Í mörgum óformlegum könnunum hefur fjöldi falsk neikvæðra og falsk jákvæðra niðurstaðna verið óásættanlegur sem sýnir hversu óáreiðanleg mörg þessi próf eru,“ segir í minnisblaðinu. Samkvæmt gildandi samkomutakmörkunum er nú óheimilt að nota hrað- eða PCR-próf til að taka á móti fleiri gestum í svæði á viðburðum. Heimilt er að taka á móti 50 manns á sitjandi viðburðum að uppfylltum skilyrðum. Óljóst svar fæst úr um einu prósenti PCR-prófa Hlutfall svokallaðra vafasvara hefur sveiflast frá um það bil 0,3 til 1,0 prósents af heildarfjölda PCR-sýna í faraldrinum en hefur verið nær 1,0 prósenti undanfarna tvo mánuði, að sögn almannavarna. Vafasvar eða óvissusvar á við það þegar niðurstaða rannsóknar á sýni sem tekið var til greiningar á kórónuveirunni gefur ekki afgerandi svar. Veiran finnst þá ekki með vissu en það er heldur ekki hægt að fullyrða með sýninu að hún sé ekki til staðar. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari niðurstöðu en PCR-próf gefa ekki einfalt já eða nei svar líkt og hraðpróf heldur er miðað við ákveðin viðmiðunarmörk fyrir hvað telst jákvætt og hvað neikvætt. Ein algeng skýring á vafasvari er að lítið magn af erfðaefni veirunnar fannst í sýninu. „Þannig er rétt að líta á vafasvar sem líklega jákvæða niðurstöðu þar til sýnt er fram á annað. Covid göngudeild annast þá sem fá vafasvar og ákveður hvort og hvaða aðrar rannsóknir eru þá gerðar til staðfestingar,“ segir í svari almannavarna en dæmi eru um að fólk endurtaki PCR-sýnatöku til að fá úr þessu skorið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Þetta kemur fram í svari frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en tölurnar ná ekki til einkaaðila sem bjóða upp á hraðpróf. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hlutfall jákvæðra PCR-prófa eftir neikvætt hraðpróf hjá heilsugæslunni þar sem fáir fara strax í PCR eftir að hafa fengið neikvætt hraðpróf. Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í síðustu viku að í ljós hafi komið á mörgum vinnustöðum að áreiðanleiki hraðgreiningaprófa sé undir væntingum. „Í mörgum óformlegum könnunum hefur fjöldi falsk neikvæðra og falsk jákvæðra niðurstaðna verið óásættanlegur sem sýnir hversu óáreiðanleg mörg þessi próf eru,“ segir í minnisblaðinu. Samkvæmt gildandi samkomutakmörkunum er nú óheimilt að nota hrað- eða PCR-próf til að taka á móti fleiri gestum í svæði á viðburðum. Heimilt er að taka á móti 50 manns á sitjandi viðburðum að uppfylltum skilyrðum. Óljóst svar fæst úr um einu prósenti PCR-prófa Hlutfall svokallaðra vafasvara hefur sveiflast frá um það bil 0,3 til 1,0 prósents af heildarfjölda PCR-sýna í faraldrinum en hefur verið nær 1,0 prósenti undanfarna tvo mánuði, að sögn almannavarna. Vafasvar eða óvissusvar á við það þegar niðurstaða rannsóknar á sýni sem tekið var til greiningar á kórónuveirunni gefur ekki afgerandi svar. Veiran finnst þá ekki með vissu en það er heldur ekki hægt að fullyrða með sýninu að hún sé ekki til staðar. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari niðurstöðu en PCR-próf gefa ekki einfalt já eða nei svar líkt og hraðpróf heldur er miðað við ákveðin viðmiðunarmörk fyrir hvað telst jákvætt og hvað neikvætt. Ein algeng skýring á vafasvari er að lítið magn af erfðaefni veirunnar fannst í sýninu. „Þannig er rétt að líta á vafasvar sem líklega jákvæða niðurstöðu þar til sýnt er fram á annað. Covid göngudeild annast þá sem fá vafasvar og ákveður hvort og hvaða aðrar rannsóknir eru þá gerðar til staðfestingar,“ segir í svari almannavarna en dæmi eru um að fólk endurtaki PCR-sýnatöku til að fá úr þessu skorið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira