Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. janúar 2022 13:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist enn bíða eftir gögnum frá spítalanum. Vísir/Vilhelm Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. Hlutfall þeirra sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu vegna Covid-19 hefur farið mjög niður á við síðustu vikur með tilkomu ómíkron-afbrigðisins. Samkvæmt tölum frá lækni Landspítalans, sem hann birti á Twitter í gær, hefur hlutfallið farið úr 2,5 prósentum í haust þegar delta-afbrigðið var ráðandi og niður í 0,2 prósent nú í ómíkron-bylgjunni. The most recent data we have collected suggests a reason for optimism. The proportion of all diagnosed SARS-CoV-2 cases in Iceland that required a hospital admission has gone from roughly 2.5% in mid September to 0.2% in the beginning of January 2022 pic.twitter.com/akiKi9tOBa— Elías Eyþórsson (@eliaseythorsson) January 16, 2022 Það er talsvert minna en menn töldu að innlagnahlutfall væri vegna ómíkron-afbrigðisins fyrst en þá var gert ráð fyrir að 0,7 prósent legðust inn á spítala. „Við vitum það að innlagnahlutfallið hefur verið milli 0,2 og 0,3 af ómíkron en það er hærra af delta þannig að þetta var svona í heildina á milli 0,5 og 0,7,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í dag séu um 10 prósent þeirra sem greinist með delta, þ.e.a.s. um 100 einstaklingar sem hafa greinst með það daglega síðustu vikur. Ekki enn kominn með upplýsingar frá spítalanum Hann segir að fyrst nú sé að koma góð reynsla á ómíkron-afbrigðið og hversu miklum og alvarlegum veikindum það valdi. Landspítalinn sé í vinnu við að greina það almennilega núna. „Við erum að vinna svona í rauntíma og ég veit að fólki finnst þetta ekki ganga nógu hratt en ég þarf að byggja mínar tillögur á okkar gögnum,“ segir Þórólfur. Staðan á spítalanum er allt önnur nú en í fyrri bylgjum faraldursins. Svo útbreidd er veiran í samfélaginu að reglulega greinast sjúklingar eða þeir sem eru að leggjast inn á spítalann vegna annarra kvilla með hana. Og þetta fer allt inn í tölulegar upplýsingar hjá spítalanum. Þannig er nú nokkuð stór hluti þeirra 45 sem liggja inni á spítalanum með Covid inni vegna annarra sjúkdóma eða meiðsla. Þórólfur vonast til að greiningar spítalans liggi fyrir í vikunni. „Ég vona það en þegar maður er háður upplýsingum annars staðar frá þá getur maður svo sem lítið sagt um það hvenær. Það fer eftir því hvenær maður fær þær upplýsingar. En auðvitað væri æskilegt að geta náð því bara sem fyrst,“ segir hann. Til skoðunar að létta aftur Þó er greinilega ljóst að afbrigðið sé margfalt vægara en delta. En er enn þá ósanngjarnt að bera veiruna saman við inflúensu eins og sumir vilja gera? Hversu mikið verra er Covid nú en flensa? „Það er ekkert hægt að segja nákvæmlega til um það núna. Eins og ég sagði áðan þá erum við fyrst núna að fá almennilegar upplýsingar sem geta greint hversu alvarlegt ómíkron afbrigðið er og það er það sem við erum að fara í,“ segir Þórólfur. Í sumar sagði hann að í árstíðabundinni flensu smitast um 30 þúsund manns, 50 til 100 leggjast inn á sjúkrahús og þeir sem látast eru kannski frá 0 og upp í 10. „Við vitum að ómíkron er vægara en delta-afbrigðið en hvort það sé alveg eins og inflúensan ég ætla nú að láta það liggja á milli hluta þangað til við erum með gögn þar sem við getum virkilega sagt betur til um það,“ segir hann. Þegar fréttastofa talaði við hann fyrir hádegi taldi hann góðar líkur á að nýjar og harðari samkomutakmarkanir hefðu góð áhrif á gang mála og myndu hemja útbreiðslu veirunnar. Í samtali við Ríkisútvarpið í hádeginu nefndi hann þó að það væri til skoðunar að slaka jafnvel á takmörkunum aftur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Hlutfall þeirra sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu vegna Covid-19 hefur farið mjög niður á við síðustu vikur með tilkomu ómíkron-afbrigðisins. Samkvæmt tölum frá lækni Landspítalans, sem hann birti á Twitter í gær, hefur hlutfallið farið úr 2,5 prósentum í haust þegar delta-afbrigðið var ráðandi og niður í 0,2 prósent nú í ómíkron-bylgjunni. The most recent data we have collected suggests a reason for optimism. The proportion of all diagnosed SARS-CoV-2 cases in Iceland that required a hospital admission has gone from roughly 2.5% in mid September to 0.2% in the beginning of January 2022 pic.twitter.com/akiKi9tOBa— Elías Eyþórsson (@eliaseythorsson) January 16, 2022 Það er talsvert minna en menn töldu að innlagnahlutfall væri vegna ómíkron-afbrigðisins fyrst en þá var gert ráð fyrir að 0,7 prósent legðust inn á spítala. „Við vitum það að innlagnahlutfallið hefur verið milli 0,2 og 0,3 af ómíkron en það er hærra af delta þannig að þetta var svona í heildina á milli 0,5 og 0,7,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í dag séu um 10 prósent þeirra sem greinist með delta, þ.e.a.s. um 100 einstaklingar sem hafa greinst með það daglega síðustu vikur. Ekki enn kominn með upplýsingar frá spítalanum Hann segir að fyrst nú sé að koma góð reynsla á ómíkron-afbrigðið og hversu miklum og alvarlegum veikindum það valdi. Landspítalinn sé í vinnu við að greina það almennilega núna. „Við erum að vinna svona í rauntíma og ég veit að fólki finnst þetta ekki ganga nógu hratt en ég þarf að byggja mínar tillögur á okkar gögnum,“ segir Þórólfur. Staðan á spítalanum er allt önnur nú en í fyrri bylgjum faraldursins. Svo útbreidd er veiran í samfélaginu að reglulega greinast sjúklingar eða þeir sem eru að leggjast inn á spítalann vegna annarra kvilla með hana. Og þetta fer allt inn í tölulegar upplýsingar hjá spítalanum. Þannig er nú nokkuð stór hluti þeirra 45 sem liggja inni á spítalanum með Covid inni vegna annarra sjúkdóma eða meiðsla. Þórólfur vonast til að greiningar spítalans liggi fyrir í vikunni. „Ég vona það en þegar maður er háður upplýsingum annars staðar frá þá getur maður svo sem lítið sagt um það hvenær. Það fer eftir því hvenær maður fær þær upplýsingar. En auðvitað væri æskilegt að geta náð því bara sem fyrst,“ segir hann. Til skoðunar að létta aftur Þó er greinilega ljóst að afbrigðið sé margfalt vægara en delta. En er enn þá ósanngjarnt að bera veiruna saman við inflúensu eins og sumir vilja gera? Hversu mikið verra er Covid nú en flensa? „Það er ekkert hægt að segja nákvæmlega til um það núna. Eins og ég sagði áðan þá erum við fyrst núna að fá almennilegar upplýsingar sem geta greint hversu alvarlegt ómíkron afbrigðið er og það er það sem við erum að fara í,“ segir Þórólfur. Í sumar sagði hann að í árstíðabundinni flensu smitast um 30 þúsund manns, 50 til 100 leggjast inn á sjúkrahús og þeir sem látast eru kannski frá 0 og upp í 10. „Við vitum að ómíkron er vægara en delta-afbrigðið en hvort það sé alveg eins og inflúensan ég ætla nú að láta það liggja á milli hluta þangað til við erum með gögn þar sem við getum virkilega sagt betur til um það,“ segir hann. Þegar fréttastofa talaði við hann fyrir hádegi taldi hann góðar líkur á að nýjar og harðari samkomutakmarkanir hefðu góð áhrif á gang mála og myndu hemja útbreiðslu veirunnar. Í samtali við Ríkisútvarpið í hádeginu nefndi hann þó að það væri til skoðunar að slaka jafnvel á takmörkunum aftur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira