Sara hætti keppni í Miami en sagði ekki af hverju: Sóla á verðlaunapall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 09:01 Sara Sigmundsdóttir entist bara í þrjár greinar á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina. Instagram/@wodapalooza Sara Sigmundsdóttir kláraði ekki Wodapalooza CrossFit mótið í Miami um helgina en hún varð að hætta keppni eftir tvo daga af þessu fjögurra daga móti. Sólveig Sigurðardóttur komst aftur á móti á verðlaunapall í liðakeppni kvenna. Sólveig Sigurðardóttir átti mjög flotta helgi á Flórída en hún var að keppa með hinni sænsku Mia Hesketh og hinni dönsku Julie Hougård Nielsen í liðakeppninni. Þær kepptu undir merkjum GOWOD. Norðurlandaliðið stóð sig frábærlega og náði þriðja sætinu. Stelpurnar lentu í smá vandræðum fjórða og síðasta daginn en héldu sæti sínu á pallinum. View this post on Instagram A post shared by Julie Houga rd Nielsen (@julie.hn) Það voru ekki eins góðar fréttir af hinum Íslendingnum á mótinu. Sara Sigmundsdóttir hefur brunað til baka í alvöruna og virðist hafa verið að flýta sér aðeins of mikið. Hún hætti keppni á Wodapalooza eftir aðeins þrjár greinar. Sara sagði frá þessu í stuttri yfirlýsingu á samfélagsmiðlum en gaf þó ekkert upp um það af hverju hún þurftu að hætta keppni. „Það hefur verið svo gaman að vera aftur á keppnisgólfinu í Miami og ég er því leið yfir því að þurfa að tilkynna það að ég verði að hætta keppni á Wodapalooza. Ég mun segja meira frá því sem var í gangi hjá mér á næstu dögum. Takk allir fyrir ást og stuðning,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það lítur samt út fyrir álagið á hana hafi verið of mikið á Söru að keppa á tveimur stórum CrossFit mótum á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð. Hún byrjaði mótið í Miami ágætlega, varð fimmta í fyrstu grein og sjöunda í annarri grein. Í þriðju greininni náði hún aðeins þrítugasta sæti og það var hennar síðasta keppnisgrein á mótinu. Sara hafði endað í sjöunda sæti á mótinu í Dúbaí í desember þar sem hún leit mjög vel út á lokadeginum. Það var aftur á móti innan við mánuður á milli mótanna. Patrick Vellner vann karlakeppni mótsins en þeir Alexandre Caron og Samuel Cournoyer komust líka á pall. Emma Mcquaid tryggði sér sigurinn í lokin í kvennakeppninni en Bethany Shadburne varð önnur og Arielle Loewen þriðja. Ástralinn Ellie Turner, sem var í forystu nær allt mótið, féll niður um fimm sæti eftir hörmulega næstsíðustu grein og endaði að lokum sjötta. View this post on Instagram A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza) CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjá meira
Sólveig Sigurðardóttir átti mjög flotta helgi á Flórída en hún var að keppa með hinni sænsku Mia Hesketh og hinni dönsku Julie Hougård Nielsen í liðakeppninni. Þær kepptu undir merkjum GOWOD. Norðurlandaliðið stóð sig frábærlega og náði þriðja sætinu. Stelpurnar lentu í smá vandræðum fjórða og síðasta daginn en héldu sæti sínu á pallinum. View this post on Instagram A post shared by Julie Houga rd Nielsen (@julie.hn) Það voru ekki eins góðar fréttir af hinum Íslendingnum á mótinu. Sara Sigmundsdóttir hefur brunað til baka í alvöruna og virðist hafa verið að flýta sér aðeins of mikið. Hún hætti keppni á Wodapalooza eftir aðeins þrjár greinar. Sara sagði frá þessu í stuttri yfirlýsingu á samfélagsmiðlum en gaf þó ekkert upp um það af hverju hún þurftu að hætta keppni. „Það hefur verið svo gaman að vera aftur á keppnisgólfinu í Miami og ég er því leið yfir því að þurfa að tilkynna það að ég verði að hætta keppni á Wodapalooza. Ég mun segja meira frá því sem var í gangi hjá mér á næstu dögum. Takk allir fyrir ást og stuðning,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Það lítur samt út fyrir álagið á hana hafi verið of mikið á Söru að keppa á tveimur stórum CrossFit mótum á innan við mánuði eftir að hafa komið til baka átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð. Hún byrjaði mótið í Miami ágætlega, varð fimmta í fyrstu grein og sjöunda í annarri grein. Í þriðju greininni náði hún aðeins þrítugasta sæti og það var hennar síðasta keppnisgrein á mótinu. Sara hafði endað í sjöunda sæti á mótinu í Dúbaí í desember þar sem hún leit mjög vel út á lokadeginum. Það var aftur á móti innan við mánuður á milli mótanna. Patrick Vellner vann karlakeppni mótsins en þeir Alexandre Caron og Samuel Cournoyer komust líka á pall. Emma Mcquaid tryggði sér sigurinn í lokin í kvennakeppninni en Bethany Shadburne varð önnur og Arielle Loewen þriðja. Ástralinn Ellie Turner, sem var í forystu nær allt mótið, féll niður um fimm sæti eftir hörmulega næstsíðustu grein og endaði að lokum sjötta. View this post on Instagram A post shared by Wodapalooza (@wodapalooza)
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjá meira