Gísli Þorgeir: Sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. janúar 2022 21:36 Gísli Þorgeir Kristjánsson í fanginu á hollenskum varnarmönnum. epa/Tamas Kovacs Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, var hæstánægður með sigurinn á Hollandi, 29-28, í B-riðli Evrópumótsins í kvöld. Ísland var komið í góða stöðu, fimm mörkum yfir, en hikstaði verulega þegar Holland fór að spila 5-1 vörn. Íslensku strákarnir náðu þó að landa sigri og eru með fullt hús eftir fyrstu tvo leiki sína á EM. Gísli mætti með skurð á enni í viðtal til Henrys Birgis Gunnarssonar eftir leikinn í kvöld. „Ég var bara laminn í fyrri hálfleik. Ég fattaði ekki að það væri komið blóð fyrr en það var sagt við mig á bekknum. En þetta fylgir þessu,“ sagði Gísli sem skoraði fjögur mörk í leiknum. Hafnfirðingurinn segir sigurinn til marks um framfarirnar sem hafa orðið á íslenska liðinu. „Tilfinningin eftir þennan leik er svolítið skrítin. Auðvitað er maður ótrúlega glaður. Þetta er sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum. Þetta er jákvætt skref. Þetta var helvítis rússíbani þessi leikur en við lönduðum þessu og mér finnst það stór plús,“ sagði Gísli. „Við hikstuðum alveg svakalega þegar þeir fóru í 5-1 vörn og komumst aldrei í þennan takt. Við gerðum okkur of erfitt fyrir og þeir stoppuðu okkur of mikið. Boltinn flaut ekki nógu vel. En Janus kom með frábæra innkomu af bekknum. Það er sama hver, allir skiluðu sína. Ég hefði viljað loka þessum leik fyrr, við vorum komnir fimm mörkum yfir en það vantaði kannski smá drápseðli.“ Íslendingarnir í höllinni í Búdapest létu vel í sér heyra og Gísli var afar ánægður með stuðninginn. „Stuðningsmennirnir okkar eru geggjaðir. Það er hrikalega gaman að spila í svona höll. Maður verður líka að njóta. Það er klisja en það er svoleiðis,“ sagði Gísli að lokum. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29 Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Ísland var komið í góða stöðu, fimm mörkum yfir, en hikstaði verulega þegar Holland fór að spila 5-1 vörn. Íslensku strákarnir náðu þó að landa sigri og eru með fullt hús eftir fyrstu tvo leiki sína á EM. Gísli mætti með skurð á enni í viðtal til Henrys Birgis Gunnarssonar eftir leikinn í kvöld. „Ég var bara laminn í fyrri hálfleik. Ég fattaði ekki að það væri komið blóð fyrr en það var sagt við mig á bekknum. En þetta fylgir þessu,“ sagði Gísli sem skoraði fjögur mörk í leiknum. Hafnfirðingurinn segir sigurinn til marks um framfarirnar sem hafa orðið á íslenska liðinu. „Tilfinningin eftir þennan leik er svolítið skrítin. Auðvitað er maður ótrúlega glaður. Þetta er sigur sem við hefðum ekkert endilega unnið fyrir þremur árum. Þetta er jákvætt skref. Þetta var helvítis rússíbani þessi leikur en við lönduðum þessu og mér finnst það stór plús,“ sagði Gísli. „Við hikstuðum alveg svakalega þegar þeir fóru í 5-1 vörn og komumst aldrei í þennan takt. Við gerðum okkur of erfitt fyrir og þeir stoppuðu okkur of mikið. Boltinn flaut ekki nógu vel. En Janus kom með frábæra innkomu af bekknum. Það er sama hver, allir skiluðu sína. Ég hefði viljað loka þessum leik fyrr, við vorum komnir fimm mörkum yfir en það vantaði kannski smá drápseðli.“ Íslendingarnir í höllinni í Búdapest létu vel í sér heyra og Gísli var afar ánægður með stuðninginn. „Stuðningsmennirnir okkar eru geggjaðir. Það er hrikalega gaman að spila í svona höll. Maður verður líka að njóta. Það er klisja en það er svoleiðis,“ sagði Gísli að lokum.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29 Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
„Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin“ „Það er ógeðslega gaman að vinna og sérstaklega fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson sem valinn var maður leiksins annan leikinn í röð, í sigri Íslands gegn Hollandi á EM í kvöld. 16. janúar 2022 21:29
Leik lokið: Ísland - Holland 29-28 | Sluppu með skrekkinn gegn strákunum hans Erlings Ísland vann Holland, 29-28, í öðrum leik sínum í B-riðli Evrópumóts karla í handbolta í kvöld. Íslendingar eru því með fjögur stig, fullt hús stiga, á meðan Hollendingarnir hans Erlings Richardssonar eru með tvö stig. 16. janúar 2022 21:10
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni