Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 09:46 Tekist hefur að fletja kúrfuna í Lundúnum og tilfellum hefur fækkað í New York. epa/Neil Hall Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. Hins vegar er enn einn af hverjum fimmtán íbúum Englands með Covid-19 og einn af hverjum 20 í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Innlögnum er ekki farið að fækka en hægt hefur á fjölgun þeirra. Fleiri en 2.000 leggjast inn vegna Covid-19 á hverjum degi. Sérfræðingar segja spítalana hafa getað útskrifað sjúklinga hraðar eftir að ómíkron varð ráðandi afbrigðið í landinu, þar sem það veldur vægari veikindum og skemmri legutíma. Álagið á heilbrigðiskerfið er hins vegar gríðarlegt og hefur haft áhrif á ýmsa þjónustu. Chris Smith, veirusérfræðingur við Cambridge University, segir þróun mála vekja með sér bjartsýni en þeim sé að fækka sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu og á öndunarvél. Linda Bauld, prófessor við Edinburgh University og ráðgjafi skosku stjórnarinnar, bendir á að á föstudag hafi nýgreiningar verið færri en 100 þúsund í fyrsta sinn í nokkurn tíma. Vísbendingar um jákvæða þróun í nokkrum ríkjum Um það bil 48 þúsund greindust með Covid-19 í New York á föstudaginn en um er að ræða nærri helmings fækkun frá því fyrir viku, þegar um 90 þúsund greindust með kórónuveiruna. Fjöldinn samsvarar 14,6 prósentum af teknum sýnum en hlutfallið var 23 prósent fyrir viku. Innlögnum fækkaði um 38 á föstudag frá því fyrir viku síðan. Teikn eru á lofti um að ómíkron-bylgjan sé einnig á niðurleið í New Jersey, Massachusetts, Connecticut og Rhode Island. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, sagði á föstudag að opinberum sýnatökustöðum í ríkinu yrði fjölgað úr 20 í 29. Aðgengi að sýnatöku hefur verið vandamál en stjórnvöld tilkynntu á dögunum að frá og með miðvikudeginum myndu Bandaríkjamenn óskað eftir að fá ókeypis heimapróf send heim. Það mun hins vegar taka prófin allt að tólf daga að berast. „Gerið það haldið áfram að láta bólusetja ykkur, fá örvunarskammt, láta bólusetja börnin og bera grímu. Látum ekki alla vinnuna við að ná tölunum niður fara fyrir lítið,“ sagði Hochul á föstudag. Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Hins vegar er enn einn af hverjum fimmtán íbúum Englands með Covid-19 og einn af hverjum 20 í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Innlögnum er ekki farið að fækka en hægt hefur á fjölgun þeirra. Fleiri en 2.000 leggjast inn vegna Covid-19 á hverjum degi. Sérfræðingar segja spítalana hafa getað útskrifað sjúklinga hraðar eftir að ómíkron varð ráðandi afbrigðið í landinu, þar sem það veldur vægari veikindum og skemmri legutíma. Álagið á heilbrigðiskerfið er hins vegar gríðarlegt og hefur haft áhrif á ýmsa þjónustu. Chris Smith, veirusérfræðingur við Cambridge University, segir þróun mála vekja með sér bjartsýni en þeim sé að fækka sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu og á öndunarvél. Linda Bauld, prófessor við Edinburgh University og ráðgjafi skosku stjórnarinnar, bendir á að á föstudag hafi nýgreiningar verið færri en 100 þúsund í fyrsta sinn í nokkurn tíma. Vísbendingar um jákvæða þróun í nokkrum ríkjum Um það bil 48 þúsund greindust með Covid-19 í New York á föstudaginn en um er að ræða nærri helmings fækkun frá því fyrir viku, þegar um 90 þúsund greindust með kórónuveiruna. Fjöldinn samsvarar 14,6 prósentum af teknum sýnum en hlutfallið var 23 prósent fyrir viku. Innlögnum fækkaði um 38 á föstudag frá því fyrir viku síðan. Teikn eru á lofti um að ómíkron-bylgjan sé einnig á niðurleið í New Jersey, Massachusetts, Connecticut og Rhode Island. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, sagði á föstudag að opinberum sýnatökustöðum í ríkinu yrði fjölgað úr 20 í 29. Aðgengi að sýnatöku hefur verið vandamál en stjórnvöld tilkynntu á dögunum að frá og með miðvikudeginum myndu Bandaríkjamenn óskað eftir að fá ókeypis heimapróf send heim. Það mun hins vegar taka prófin allt að tólf daga að berast. „Gerið það haldið áfram að láta bólusetja ykkur, fá örvunarskammt, láta bólusetja börnin og bera grímu. Látum ekki alla vinnuna við að ná tölunum niður fara fyrir lítið,“ sagði Hochul á föstudag.
Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent