Fótbolti

Salah tryggði Egyptalandi sigur

Atli Arason skrifar
Mo Salah skoraði eina mark Egyptalands.
Mo Salah skoraði eina mark Egyptalands. EPA-EFE/GAVIN BARKER

Mohamed Salah og félagar í egypska landsliðinu eru skrefi nær 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar eftir sigur í dag.

Salah tryggði Egyptalandi 1-0 sigur gegn Gínea-Bissá í D-riðli Afríkukeppninnar í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Egyptalands en liðið er í öðru sæti D-riðils með 3 stig. Egyptaland tapaði 1-0 fyrir Nígeríu í fyrstu umferð en Nígería vann Súdan nokkuð þægilega í hinum leik riðilsins, 3-1. 

Samuel Chukwueze, Taiwo Awoniyi og Moses Simon gerðu mörk Nígeríu á meðan að Walieldin Khedr gerði mark Súdan úr vítaspyrnu. Nígería er með sigrinum búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitin. 

Lokaumferð D-riðils verður leikinn á miðvikudaginn næsta. Salah og félagar í Egyptalandi geta með sigri á Súdan tryggt sæti sitt í 16 liða úrslitum en á sama tíma eigast við Nígería og Gínea-Bissá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×