Yfirvöld segja 225 hafa fallið í óeirðum í Kasakstan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 21:08 Saksóknarar í Kasakstan segja að 225 hafi fallið í óeirðum þar í landi í byrjun mánaðar. Getty/Pavel Pavlov Yfirvöld í Kasakstan segja 225 hafa fallið í óeirðum í landinu í síðustu viku. Þar á meðal hafi verið 19 meðlimir öryggissveita. Líkamsleifar hinna föllnu voru fluttar í líkhús um landið allt í dag þar sem á að búa þau undir greftrun. Þetta tilkynnti Serik Shalabayev, saksóknari í Kasakstan í dag. Hann sagði í yfirlýsingu að meðal hinna föllnu hafi verið almennir borgarar og vopnaðir óeirðarseggir, sem hafi verið drepnir af öryggissveitum. Frekari upplýsingar um þá sem féllu voru ekki veittar. Miklar óeirðir brutust út í Kasakstan í byrjun janúarmánaðar eftir að eldsneytisverð var hækkað verulega í landinu. Kasakstan er á lista þeirra ríkja sem framleiða mest jarðefnaeldsneyti og vakti hækkun á eldsneytisverði því mikla reiði meðal almennings. Fréttastofa Reuters bendir á í umfjöllun sinni að samkvæmt þeim dánartölum sem Shalabayev tilkynnti hafi óeirðirnar verið þær mannskæðustu í þrjátíu ára sjálfstæðissögu landsins. Shalabayev tilkynnti jafnframt að um 50 þúsund manns hafi tekið þátt í óeirðunum á landsvísu þegar mest lét þann 5. janúar. Þann dag brutust mótmælendur inn í banka, búðir og opinberar byggingar og kveiktu víða í. Óeirðirnar voru kveðnar niður um síðustu helgi með aðstoð rússneska hersins, en Kassym-Jomart Tokayev, forseti landsins, óskaði eftir aðstoð Rússa. Það tók rússneskar hersveitir aðeins nokkra daga að kveða mótmælin niður. Tokayev greip einnig á það ráð að vísa forvera sínum og landsföður Nursultan Nazarbayev frá sem formanni öryggisráðs landsins og tók sjálfur við stöðunni. Þá hefur Tokayev gefið út fyrirskipun til löggæsluyfirvalda að forðast það að beita óeirðarseggi ofbeldi og vísað því til saksóknara að þyrma þeim sem ekki frömdu alvarlega glæpi. Þetta gerir hann eftir að kvartað var yfir ofbeldi og pyntingum í gæsluvarðhaldi. Kasakstan Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir yfirgefa Kasakstan á næstu dögum Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum. 11. janúar 2022 07:55 Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02 Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Þetta tilkynnti Serik Shalabayev, saksóknari í Kasakstan í dag. Hann sagði í yfirlýsingu að meðal hinna föllnu hafi verið almennir borgarar og vopnaðir óeirðarseggir, sem hafi verið drepnir af öryggissveitum. Frekari upplýsingar um þá sem féllu voru ekki veittar. Miklar óeirðir brutust út í Kasakstan í byrjun janúarmánaðar eftir að eldsneytisverð var hækkað verulega í landinu. Kasakstan er á lista þeirra ríkja sem framleiða mest jarðefnaeldsneyti og vakti hækkun á eldsneytisverði því mikla reiði meðal almennings. Fréttastofa Reuters bendir á í umfjöllun sinni að samkvæmt þeim dánartölum sem Shalabayev tilkynnti hafi óeirðirnar verið þær mannskæðustu í þrjátíu ára sjálfstæðissögu landsins. Shalabayev tilkynnti jafnframt að um 50 þúsund manns hafi tekið þátt í óeirðunum á landsvísu þegar mest lét þann 5. janúar. Þann dag brutust mótmælendur inn í banka, búðir og opinberar byggingar og kveiktu víða í. Óeirðirnar voru kveðnar niður um síðustu helgi með aðstoð rússneska hersins, en Kassym-Jomart Tokayev, forseti landsins, óskaði eftir aðstoð Rússa. Það tók rússneskar hersveitir aðeins nokkra daga að kveða mótmælin niður. Tokayev greip einnig á það ráð að vísa forvera sínum og landsföður Nursultan Nazarbayev frá sem formanni öryggisráðs landsins og tók sjálfur við stöðunni. Þá hefur Tokayev gefið út fyrirskipun til löggæsluyfirvalda að forðast það að beita óeirðarseggi ofbeldi og vísað því til saksóknara að þyrma þeim sem ekki frömdu alvarlega glæpi. Þetta gerir hann eftir að kvartað var yfir ofbeldi og pyntingum í gæsluvarðhaldi.
Kasakstan Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir yfirgefa Kasakstan á næstu dögum Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum. 11. janúar 2022 07:55 Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02 Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Rússneskar hersveitir yfirgefa Kasakstan á næstu dögum Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum. 11. janúar 2022 07:55
Pútín hampar sigri í Kasakstan Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa. 10. janúar 2022 16:02
Rússarnir mættir til Kasakstans og „röð og reglu aftur komið á“ Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu. 7. janúar 2022 07:43