Telur fjármálaráðherra grípa of seint til efnahagsaðgerða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2022 19:01 Kristrún Frostadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. einar árnason Þingmaður í stjórnarandstöðu segir efnahagsaðgerðir samhliða samkomutakmörkunum koma fram heldur seint og telur umhugsunavert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal aðgerða á meðan sakir standa. Hún veltir því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé nú þegar verið er að tilkynna íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið. Í hádegisfréttum Bylgjunnar kallaði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á samkomutakmörkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar þeim efnahagsaðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær samhliða hertum sóttvörnum en bendir á að sóttvarnaaðgerðir hafi verið harðar í töluverðan tíma. „Við fögnum því auðvitað að það komi einhverjar efnahagsaðgerðir samhliða hertum sóttvörnum en það hafa náttúrulega verið hertar sóttvarnaaðgerðir í svolítinn tíma. Við hefðum auðvitað viljað sjá til að mynda útfærslu á aðgerðum sem við samþykktum fjárheimild fyrir fyrir jól í fjárlaganefnd til veitingahúsageirans koma strax fram. Við höfum enn ekki séð neitt sérstakt fyrir menningargeirann, þannig að jú það er eitthvað þarna en okkur vantar fleiri smáatriði í tengslum við þetta og það eru auðvitað margir sem bíða í ofvæni eftir því hvað þau eru að fara að gera við sinn rekstur,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Harðar aðgerðir hafi varað lengi Þá varpar hún þeirri spurningu fram hvers vegna efnahagsaðgerðir séu boðaðar svo seint. „Það hefði kannski verið eðlilegra að hafa lengri aðdraganda til að mynda að efnahagsaðgerðunum því að við sjáum strax merki um það fyrir jól og svo kemur núna akút aðgerð.“ „Staðreyndin er þessi að það er að koma annar gjalddagi strax hjá veitingahúsageiranum og þjónustugeiranum og þess háttar í tryggingagjaldi og vaski strax á mánudaginn sem að Alþingi þarf að drífa að að leyfa frestun á. Við spyrjum okkur að því hvers vegna þetta komi svona seint? Gott og vel að þetta sé að koma en það þarf að svara ýmsum öðrum spurningum í millitíðinni.“ Saknar hlutabótaleiðarinnar Hún segir umhugsunarvert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal úrræða eins og sakir standa. „Við verðum að hafa það í huga að mikið af því fólki sem að starfar í þjónustugeiranum, sem að líða mest fyrir þessar aðgerðir, er fólk í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki hálaunafólk. Mikið til ungt fólk sem margt er ekki með sterkt bakland. Flestir af þessum stöðum, ef ekki allir, vilja reyna að halda sínu fólki í vinnu en eru bara búnir með púðrið í sinni tunnu eftir tvö ár í þessu ástandi.“ Þá finnst henni umhugsunarvert að stofnunin sem sóttvarnaaðgerðir snúa að því að verja sé ekki fullfjármagnaður. „Við sáum það núna í fjárlaganefnd fyrir jól að Landspítalinn er ekki fullfjármagnaður það er tveggja milljarða króna gat í rekstri Landspítalans. Við í minnihlutanum lögðum til að þetta yrði fullfjármagnað. Þetta er bagalegt ástand. Að þessi stofnun sem ber hitann og þungann og er í framlínunni sé ekki fullfjármagnaður undir núverandi kringumstæðum og það bitnar síðan á öðrum geirum fyrir vikið.“ Hvar er Bjarni? Þá veltir hún því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé? „Ég held að margir spyrji sig að því hvar fjármálaráðherra einfaldlega er þessa dagana? Það fór ekki mikið fyrir honum í fjárlagaumræðunni fyrir jól. Núna er verið að tilkynna mjög umfangsmiklar og íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið og fjármálaráðherra er hvergi til svara þannig að við lýsum eftir fjármálaráðherra eins og mjög margir aðrir til þess að bregðast við þessum aðstæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar kallaði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á samkomutakmörkunum. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar þeim efnahagsaðgerðum sem ríkisstjórnin boðaði í gær samhliða hertum sóttvörnum en bendir á að sóttvarnaaðgerðir hafi verið harðar í töluverðan tíma. „Við fögnum því auðvitað að það komi einhverjar efnahagsaðgerðir samhliða hertum sóttvörnum en það hafa náttúrulega verið hertar sóttvarnaaðgerðir í svolítinn tíma. Við hefðum auðvitað viljað sjá til að mynda útfærslu á aðgerðum sem við samþykktum fjárheimild fyrir fyrir jól í fjárlaganefnd til veitingahúsageirans koma strax fram. Við höfum enn ekki séð neitt sérstakt fyrir menningargeirann, þannig að jú það er eitthvað þarna en okkur vantar fleiri smáatriði í tengslum við þetta og það eru auðvitað margir sem bíða í ofvæni eftir því hvað þau eru að fara að gera við sinn rekstur,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Harðar aðgerðir hafi varað lengi Þá varpar hún þeirri spurningu fram hvers vegna efnahagsaðgerðir séu boðaðar svo seint. „Það hefði kannski verið eðlilegra að hafa lengri aðdraganda til að mynda að efnahagsaðgerðunum því að við sjáum strax merki um það fyrir jól og svo kemur núna akút aðgerð.“ „Staðreyndin er þessi að það er að koma annar gjalddagi strax hjá veitingahúsageiranum og þjónustugeiranum og þess háttar í tryggingagjaldi og vaski strax á mánudaginn sem að Alþingi þarf að drífa að að leyfa frestun á. Við spyrjum okkur að því hvers vegna þetta komi svona seint? Gott og vel að þetta sé að koma en það þarf að svara ýmsum öðrum spurningum í millitíðinni.“ Saknar hlutabótaleiðarinnar Hún segir umhugsunarvert að hlutabótaleiðin sé ekki á meðal úrræða eins og sakir standa. „Við verðum að hafa það í huga að mikið af því fólki sem að starfar í þjónustugeiranum, sem að líða mest fyrir þessar aðgerðir, er fólk í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki hálaunafólk. Mikið til ungt fólk sem margt er ekki með sterkt bakland. Flestir af þessum stöðum, ef ekki allir, vilja reyna að halda sínu fólki í vinnu en eru bara búnir með púðrið í sinni tunnu eftir tvö ár í þessu ástandi.“ Þá finnst henni umhugsunarvert að stofnunin sem sóttvarnaaðgerðir snúa að því að verja sé ekki fullfjármagnaður. „Við sáum það núna í fjárlaganefnd fyrir jól að Landspítalinn er ekki fullfjármagnaður það er tveggja milljarða króna gat í rekstri Landspítalans. Við í minnihlutanum lögðum til að þetta yrði fullfjármagnað. Þetta er bagalegt ástand. Að þessi stofnun sem ber hitann og þungann og er í framlínunni sé ekki fullfjármagnaður undir núverandi kringumstæðum og það bitnar síðan á öðrum geirum fyrir vikið.“ Hvar er Bjarni? Þá veltir hún því fyrir sér hvar fjármálaráðherra sé? „Ég held að margir spyrji sig að því hvar fjármálaráðherra einfaldlega er þessa dagana? Það fór ekki mikið fyrir honum í fjárlagaumræðunni fyrir jól. Núna er verið að tilkynna mjög umfangsmiklar og íþyngjandi aðgerðir fyrir efnahagslífið og fjármálaráðherra er hvergi til svara þannig að við lýsum eftir fjármálaráðherra eins og mjög margir aðrir til þess að bregðast við þessum aðstæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira