Skýrsla Henrys: Draumabyrjun sem bætti geðheilsu landans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. janúar 2022 23:01 Það var heldur betur kátt í höllinni í kvöld. vísir/getty Viðbjóðslegt veður, covid og janúar. Íslendingar hafa fengið nóg og þurftu sárlega á því að halda að strákarnir okkar myndu skemmta þeim gegn Portúgal. Það gerðu þeir eins og sannir listamenn. Þó svo það vanti sterka menn í þetta lið Portúgals þá var gefið að þetta yrði snúið. Liðið spilar einn hægasta og leiðinlegasta handbolta heims en gerir það alla jafna hrikalega vel. Sem er auðvitað óþolandi. Það tók tíma að brjóta þetta portúgalska lið niður en maður sá fljótt að gæðamunur var á liðunum. Það var spurning hvenær gæðin myndu skína í gegn. Það gerðu þau svo sannarlega á endanum. Varnarleikurinn var heilt yfir geggjaður. Ýmir Örn fór fyrir honum með stoppum, vörðum skotum og fráköstum í bland við smá brjálæði. Yndislegt að horfa á hann í þessum ham. Hið frábæra samstarf hans og Elvars Arnar hélt áfram. Elvar er naut að burðum og spilar oft á tíðum eins og maður sem er 20 sentimetrum hærri og 20 kílóum þyngri. Magnaður. Sóknarleikurinn hefur fengið smá yfirhalningu hjá Guðmundi og lofar góðu. Gísli Þorgeir stýrði umferðinni eins og höfðingi. Aron skoraði sín mörk og bjó til hlaðborð fyrir félaga sína eins og venjulega. Það var pressa á íþróttamanni ársins, Ómari Inga, en hann sýndi loksins gæðin með landsliðinu. Og þvílík gæði. Nú er hann vonandi búinn að kasta þessum „hefur aldrei getað neitt með landsliðinu“ bagga af sér og blómstrar í kjölfarið. Hornamennirnir okkar eru í heimsklassa og fínt að fá smá áminningu um það. Auðvitað er smá veikleiki hvað koma fá mörk af línu en það kom ekki að sök núna. Viktor Gísli átti svo flotta innkomu í markið. Liðsheildin fræga var einfaldlega geggjuð í dag. Það voru allir að leggja lóð á vogarskálarnir. Liðið var agað, lítið um mistök og það kom ekki einu sinni slæmur kafli. Hvað viljið þið hafa það betra? Liðið er búið að æfa vel og virðist ekki bara hafa sjálfstraust heldur líka tröllatrú á því leikplani sem fyrir það er lagt. Frumsýningu er lokið. Hún tókst ljómandi vel og færir okkur von um bjartari tíma hjá liðinu. Það er aftur á móti stutt í skítinn eins og góður maður sagði um árið og þessu verður að fylgja eftir á sunnudag. Ég er bjartsýnni á gott gengi eftir að hafa séð þessa frammistöðu í einhverri 300 metra hæð þar sem blaðamenn sitja. Það hefur verið vinna að rækta þetta lið síðustu ár og uppskeran er að koma. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið sem á vonandi eftir að bæta geðheilsu íslensku þjóðarinnar heilmikið í þessum mánuði. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Sjá meira
Þó svo það vanti sterka menn í þetta lið Portúgals þá var gefið að þetta yrði snúið. Liðið spilar einn hægasta og leiðinlegasta handbolta heims en gerir það alla jafna hrikalega vel. Sem er auðvitað óþolandi. Það tók tíma að brjóta þetta portúgalska lið niður en maður sá fljótt að gæðamunur var á liðunum. Það var spurning hvenær gæðin myndu skína í gegn. Það gerðu þau svo sannarlega á endanum. Varnarleikurinn var heilt yfir geggjaður. Ýmir Örn fór fyrir honum með stoppum, vörðum skotum og fráköstum í bland við smá brjálæði. Yndislegt að horfa á hann í þessum ham. Hið frábæra samstarf hans og Elvars Arnar hélt áfram. Elvar er naut að burðum og spilar oft á tíðum eins og maður sem er 20 sentimetrum hærri og 20 kílóum þyngri. Magnaður. Sóknarleikurinn hefur fengið smá yfirhalningu hjá Guðmundi og lofar góðu. Gísli Þorgeir stýrði umferðinni eins og höfðingi. Aron skoraði sín mörk og bjó til hlaðborð fyrir félaga sína eins og venjulega. Það var pressa á íþróttamanni ársins, Ómari Inga, en hann sýndi loksins gæðin með landsliðinu. Og þvílík gæði. Nú er hann vonandi búinn að kasta þessum „hefur aldrei getað neitt með landsliðinu“ bagga af sér og blómstrar í kjölfarið. Hornamennirnir okkar eru í heimsklassa og fínt að fá smá áminningu um það. Auðvitað er smá veikleiki hvað koma fá mörk af línu en það kom ekki að sök núna. Viktor Gísli átti svo flotta innkomu í markið. Liðsheildin fræga var einfaldlega geggjuð í dag. Það voru allir að leggja lóð á vogarskálarnir. Liðið var agað, lítið um mistök og það kom ekki einu sinni slæmur kafli. Hvað viljið þið hafa það betra? Liðið er búið að æfa vel og virðist ekki bara hafa sjálfstraust heldur líka tröllatrú á því leikplani sem fyrir það er lagt. Frumsýningu er lokið. Hún tókst ljómandi vel og færir okkur von um bjartari tíma hjá liðinu. Það er aftur á móti stutt í skítinn eins og góður maður sagði um árið og þessu verður að fylgja eftir á sunnudag. Ég er bjartsýnni á gott gengi eftir að hafa séð þessa frammistöðu í einhverri 300 metra hæð þar sem blaðamenn sitja. Það hefur verið vinna að rækta þetta lið síðustu ár og uppskeran er að koma. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið sem á vonandi eftir að bæta geðheilsu íslensku þjóðarinnar heilmikið í þessum mánuði.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Sjá meira