„Vorum aldrei að fara að tapa þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2022 21:35 Aron Pálmarsson sækir á vörn Portúgals í sigrinum frábæra í kvöld. EPA/Tamas Kovacs „Þetta var rock solid frammistaða hjá okkur. Í vörn og sókn. Við hikstuðum kannski smá þegar þeir fóru í 5-1 vörn. Ég er mjög sáttur með þetta,“ sagði fyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Portúgal á EM í kvöld. Aron skoraði fjögur mörk í öruggum og frábærum 28-24 sigri Íslands. Hann tók undir það að erfitt væri að spila gegn Portúgölum sem kjósa að spila afar hægan leik. „Við töluðum líka um það í hálfleik, 14-10 yfir, að 14 mörk í svona tempó leik væri bara mikið. Við máttum ekki láta hraðann blekkja okkur. Við skorum tæp 30 mörk í svona tempói. Við ætluðum reyndar að keyra aðeins upp hraðann í seinni hálfleik og mér fannst það ekki ganga alveg nógu vel, en við eigum það þá bara inni og það fór minni orka í þennan leik,“ sagði Aron. Þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon virtust njóta sín afar vel í kvöld og Aroni líst vel á sóknarleik íslenska liðsins: „Mjög vel. Ég held að þetta henti okkur gríðarlega vel og þetta virkaði alla vega mjög vel á þá. Mér fannst við alltaf vera í færum og það var aldrei eitthvað vesen sóknarlega. Það var þá bara í mesta lagi 1-2 sóknir. Mér fannst við eiga svör við þeirra varnarleik frá A til Ö.“ Ísland gaf svo engin færi á sér á lokakaflanum, þegar Portúgal reyndi að hleypa spennu í leikinn: „Við erum búnir að vera saman núna í nokkur ár, menn orðnir árinu eldri, og það er bara komin reynsla í þetta lið. Við sýndum það síðustu tíu mínúturnar að við vorum aldrei að fara að tapa þessu. Við vorum bara „cocky“ og þeir áttu ekki séns,“ sagði Aron við Vísi í Búdapest í kvöld. Klippa: Aron eftir sigurinn á Portúgal EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 24-28 | Hófu EM af fítonskrafti Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjaði Evrópumótið með besta mögulega hætti í Búdapest í kvöld þegar liðið vann sannfærandi sigur á Portúgal, 28-24. 14. janúar 2022 21:28 „Vorum með ákveðið plan sem við fylgdum eftir“ „Hún er frábær. Þetta var rosalega vel útfærður leikur hjá strákunum. Hann fór í raun alveg eins og við vorum búnir að planleggja,“ sagði hæstánægður Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, um tilfinninguna að loknum frábærum fjögurra marka sigri Íslands á Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM í handbolta. 14. janúar 2022 21:10 Ómar Ingi: Finn alveg pressuna en ég set líka pressu á sjálfan mig Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk þegar Ísland lagði Portúgal að velli, 28-24, í fyrsta leik sínum á EM 2022. 14. janúar 2022 21:20 Ýmir: Kveikir í mér að sjá þá pirraða og tuðandi „Við fengum langan tíma í þennan undirbúning svo við vissum alveg – höfum spilað við þá áður – að þeir voru að fara svæfa okkur. Byrja rólega, klippa inn hornin, ekkert að gerast, svo kemur kerfið og vona að við séum komnir á hælana og svo kemur árásin,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, um mótherja Íslands á EM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2022 21:31 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Réðust á portúgölsku vörnina Íslensku strákarnir voru frábærir maður á mann í óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 21:29 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Aron skoraði fjögur mörk í öruggum og frábærum 28-24 sigri Íslands. Hann tók undir það að erfitt væri að spila gegn Portúgölum sem kjósa að spila afar hægan leik. „Við töluðum líka um það í hálfleik, 14-10 yfir, að 14 mörk í svona tempó leik væri bara mikið. Við máttum ekki láta hraðann blekkja okkur. Við skorum tæp 30 mörk í svona tempói. Við ætluðum reyndar að keyra aðeins upp hraðann í seinni hálfleik og mér fannst það ekki ganga alveg nógu vel, en við eigum það þá bara inni og það fór minni orka í þennan leik,“ sagði Aron. Þeir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon virtust njóta sín afar vel í kvöld og Aroni líst vel á sóknarleik íslenska liðsins: „Mjög vel. Ég held að þetta henti okkur gríðarlega vel og þetta virkaði alla vega mjög vel á þá. Mér fannst við alltaf vera í færum og það var aldrei eitthvað vesen sóknarlega. Það var þá bara í mesta lagi 1-2 sóknir. Mér fannst við eiga svör við þeirra varnarleik frá A til Ö.“ Ísland gaf svo engin færi á sér á lokakaflanum, þegar Portúgal reyndi að hleypa spennu í leikinn: „Við erum búnir að vera saman núna í nokkur ár, menn orðnir árinu eldri, og það er bara komin reynsla í þetta lið. Við sýndum það síðustu tíu mínúturnar að við vorum aldrei að fara að tapa þessu. Við vorum bara „cocky“ og þeir áttu ekki séns,“ sagði Aron við Vísi í Búdapest í kvöld. Klippa: Aron eftir sigurinn á Portúgal
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Portúgal - Ísland 24-28 | Hófu EM af fítonskrafti Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjaði Evrópumótið með besta mögulega hætti í Búdapest í kvöld þegar liðið vann sannfærandi sigur á Portúgal, 28-24. 14. janúar 2022 21:28 „Vorum með ákveðið plan sem við fylgdum eftir“ „Hún er frábær. Þetta var rosalega vel útfærður leikur hjá strákunum. Hann fór í raun alveg eins og við vorum búnir að planleggja,“ sagði hæstánægður Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, um tilfinninguna að loknum frábærum fjögurra marka sigri Íslands á Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM í handbolta. 14. janúar 2022 21:10 Ómar Ingi: Finn alveg pressuna en ég set líka pressu á sjálfan mig Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk þegar Ísland lagði Portúgal að velli, 28-24, í fyrsta leik sínum á EM 2022. 14. janúar 2022 21:20 Ýmir: Kveikir í mér að sjá þá pirraða og tuðandi „Við fengum langan tíma í þennan undirbúning svo við vissum alveg – höfum spilað við þá áður – að þeir voru að fara svæfa okkur. Byrja rólega, klippa inn hornin, ekkert að gerast, svo kemur kerfið og vona að við séum komnir á hælana og svo kemur árásin,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, um mótherja Íslands á EM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2022 21:31 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Réðust á portúgölsku vörnina Íslensku strákarnir voru frábærir maður á mann í óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 21:29 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 24-28 | Hófu EM af fítonskrafti Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjaði Evrópumótið með besta mögulega hætti í Búdapest í kvöld þegar liðið vann sannfærandi sigur á Portúgal, 28-24. 14. janúar 2022 21:28
„Vorum með ákveðið plan sem við fylgdum eftir“ „Hún er frábær. Þetta var rosalega vel útfærður leikur hjá strákunum. Hann fór í raun alveg eins og við vorum búnir að planleggja,“ sagði hæstánægður Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, um tilfinninguna að loknum frábærum fjögurra marka sigri Íslands á Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM í handbolta. 14. janúar 2022 21:10
Ómar Ingi: Finn alveg pressuna en ég set líka pressu á sjálfan mig Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk þegar Ísland lagði Portúgal að velli, 28-24, í fyrsta leik sínum á EM 2022. 14. janúar 2022 21:20
Ýmir: Kveikir í mér að sjá þá pirraða og tuðandi „Við fengum langan tíma í þennan undirbúning svo við vissum alveg – höfum spilað við þá áður – að þeir voru að fara svæfa okkur. Byrja rólega, klippa inn hornin, ekkert að gerast, svo kemur kerfið og vona að við séum komnir á hælana og svo kemur árásin,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, um mótherja Íslands á EM í handbolta í kvöld. 14. janúar 2022 21:31
Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Réðust á portúgölsku vörnina Íslensku strákarnir voru frábærir maður á mann í óskabyrjun á Evrópumótinu í handbolta. 14. janúar 2022 21:29
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni