Níu íbúar á Eir hjúkrunarheimili með Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 14. janúar 2022 11:34 Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993. Vísir/Vilhelm Níu íbúar á Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi hafa greinst með Covid-19. Íbúarnir eru sagðir vera með lítil eða engin einkenni en flestir þeirra hafa verið þríbólusettir. Fyrsta tilfellið greindist um helgina og í kjölfarið voru aðrir íbúar og starfsmenn sendir í skimun. Þá greindust átta heimilismenn til viðbótar á sunnudag. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdarstjóra hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, á von á því að allir íbúarnir verði lausir úr einangrun á mánudag. Hún segir að faraldurinn hafi reynst hjúkrunarheimilunum mikil áskorun og nú séu um tíu til tuttugu prósent starfsmanna ýmist í sóttkví eða einangrun. „Erfiðast hjá okkur er auðvitað hjá okkur að missa starfsmenn í einangrun og sóttkví. Íbúarnir fá nokkuð skerta þjónustu af því að við erum nánast undirmönnuð á hverri vakt. Það er nánast alltaf einhver í sóttkví eða einangrun, eða börn þeirra. Við finnum alveg verulega mikið álag á öllum vígstöðvum, við umönnun, í rekstrardeild og viðhaldi. Þetta er rosalega erfitt tímabil núna.“ Leyft að vinna í sóttkví Líkt og fleiri vinnustaðir hafa hjúkrunarheimilin nýtt nýja heimild í reglum um sóttkví og boðið þríbólusettum starfsmönnum að mæta til vinnu á meðan þeir eru í sóttkví. Þeir starfsmenn þurfa að nota andlitsgrímu öllum stundum, eru með sér salerni og kaffiaðstöðu og draga úr umgengni við aðra eins og mögulegt er. „Það hefur gegnið vel en það auðvitað eykur álagið á viðkomandi starfsmann og samstarfsfólk, þetta er erfiðara,“ segir Þórdís Hulda. Hún segir stjórnendur hafi eðlilega þurft að draga verulega úr sameiginlegum viðburðum á heimilunum í sóttvarnaskyni sem hafi haft nokkur áhrif á íbúana. Þó sé enn boðið upp á iðju- og sjúkraþjálfun. „Það starfsfólk sem kemst til vinnu er ótrúlega duglegt og jákvætt, það er mikill liðsandi meðal starfsmanna sem maður er mjög þakklátur fyrir. Við höfum ekki lokað fyrir heimsóknir en við upplifum samt að aðstandendur séu aðeins að draga sig í hlé og er kannski að koma sjaldnar, styttra og færri í einu. Fyrir það erum við mjög þakklát.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Fyrsta tilfellið greindist um helgina og í kjölfarið voru aðrir íbúar og starfsmenn sendir í skimun. Þá greindust átta heimilismenn til viðbótar á sunnudag. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdarstjóra hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, á von á því að allir íbúarnir verði lausir úr einangrun á mánudag. Hún segir að faraldurinn hafi reynst hjúkrunarheimilunum mikil áskorun og nú séu um tíu til tuttugu prósent starfsmanna ýmist í sóttkví eða einangrun. „Erfiðast hjá okkur er auðvitað hjá okkur að missa starfsmenn í einangrun og sóttkví. Íbúarnir fá nokkuð skerta þjónustu af því að við erum nánast undirmönnuð á hverri vakt. Það er nánast alltaf einhver í sóttkví eða einangrun, eða börn þeirra. Við finnum alveg verulega mikið álag á öllum vígstöðvum, við umönnun, í rekstrardeild og viðhaldi. Þetta er rosalega erfitt tímabil núna.“ Leyft að vinna í sóttkví Líkt og fleiri vinnustaðir hafa hjúkrunarheimilin nýtt nýja heimild í reglum um sóttkví og boðið þríbólusettum starfsmönnum að mæta til vinnu á meðan þeir eru í sóttkví. Þeir starfsmenn þurfa að nota andlitsgrímu öllum stundum, eru með sér salerni og kaffiaðstöðu og draga úr umgengni við aðra eins og mögulegt er. „Það hefur gegnið vel en það auðvitað eykur álagið á viðkomandi starfsmann og samstarfsfólk, þetta er erfiðara,“ segir Þórdís Hulda. Hún segir stjórnendur hafi eðlilega þurft að draga verulega úr sameiginlegum viðburðum á heimilunum í sóttvarnaskyni sem hafi haft nokkur áhrif á íbúana. Þó sé enn boðið upp á iðju- og sjúkraþjálfun. „Það starfsfólk sem kemst til vinnu er ótrúlega duglegt og jákvætt, það er mikill liðsandi meðal starfsmanna sem maður er mjög þakklátur fyrir. Við höfum ekki lokað fyrir heimsóknir en við upplifum samt að aðstandendur séu aðeins að draga sig í hlé og er kannski að koma sjaldnar, styttra og færri í einu. Fyrir það erum við mjög þakklát.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira