Þetta kemur fram á vef Landspítala. Á sama tíma í gær var staðan sú að 43 sjúklingar voru inniliggjandi með Covid-19. Sex þeirra voru á gjörgæslu og fjórir í öndunarvél.
Af þeim átta sem eru nú á gjörgæslu eru fimm óbólusettir og þrír bólusettir.
8.076 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.621 barn. í gær voru 8.284 sjúklingur á Covid-göngudeild spítalans, og þar af 2.588 börn.
Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 327 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.
140 starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun samanborið við 133 í gær.