Erlent

Tölvuþrjótar komu ógnandi skilaboðum fyrir í umfangsmikilli netárás

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skilaboðum þar sem Úkraínumönnum var sagt að undirbúa sig undir það versta var komið fyrir á vefsíðunum sem urðu fyrir árásnum.
Skilaboðum þar sem Úkraínumönnum var sagt að undirbúa sig undir það versta var komið fyrir á vefsíðunum sem urðu fyrir árásnum. Skjáskot

Fjölmargar opinberar vefsíður úkraínskra yfirvalda urðu fórnarlömb umfangsmiklar tölvuárásar, sem einnig beindist að vefsíðum sendiráða ríkisins. 

Vefsíður utanríkis og menntamálaráðuneytana lágu niðri, auk vefsíðna sendiráða Úkraínu í Bandaríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð.

Í frétt BBC segir að áður en síðurnar voru teknar niður af tölvuþrjótunum hafi skilaboð birst á síðunum þar sem Úkraínumenn voru beðnir um „undirbúa sig undir það versta“.

Sjá einnig: Viðræður strand og Rússar skoða hernaðaraðgerðir

Ekki liggur fyrir hver býr að baki árásinni en talsmaður úkraínska stjórnvalda segir að fyrri tölvuárásir á opinbera innviði hafi komið úr ranni Rússa.

Gríðarleg spenna er í samskiptum Rússa og Úkraínumanna þessa dagana. Greint  var frá því í gær að viðræður milli Bandaríkjamanna, Atlantshafsbandalagsins og Rússa um spennuna við landamæri Rússlands og Úkraínu hafi engum árangri skilað.

Sjá einnig: Pútín ítrekar kröfur gagnvart Austur-Evrópu

Rússar hafa komið fyrir gífurlegum fjölda hermanna, skriðdreka og annara hertóla við landamæri Úkraínu á undanförnum mánuðum og er óttast að þeir gætu gert aðra innrás í landið.

Á síðasta áratug réðust Rússar inn í Krímskaga og innlimuðu hann af Úkraínu. Þeir hafa einnig stutt aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins með vopnum og hermönnum, meðal annars


Tengdar fréttir

Viðræður strand og Rússar skoða hernaðaraðgerðir

Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands, varaði við því í dag að hætta væri á stríði í Evrópu. Viðræður milli Bandaríkjamanna, Atlantshafsbandalagsins og Rússa um spennuna við landamæri Rússlands og Úkraínu hafa engum árangri skilað og Rússar segjast vera að skoða mögulegar hernaðaraðgerðir.

Umfangsmiklar refsiaðgerðir það eina sem geti komið í veg fyrir innrás

Það verður að teljast afar líklegt að Rússland ráðist inn í Úkraínu og það eina sem gæti mögulega komið í veg fyrir það eru gríðarlega umfangsmiklar refsiaðgerðir. Þetta segir Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×