Arteta: Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. janúar 2022 23:31 Mikel Arteta var ánægður með sína menn í kvöld. Michael Regan/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði leikmönnum liðsins eftir markalaust jafntefli gegn Liverpool í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld þar sem hans menn þurftu að leika manni færri seinustu 65 mínútur leiksins. Granit Xhaka fékk að líta beint rautt spjald eftir tæplega 25 mínútna leik, en Arsenal-liðið spilaði þéttan varnarleik og án Mohamed Salah og Sadio Mane áttu leikmenn Liverpool í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi. „Við gleðjumst yfir úrslitunum. Leikmennirnir sýndu mikla baráttu, ákveðni og bræðralag,“ sagði Arteta að leik loknum. „Þú sást hvað þetta þýddi fyrir þá. Við gáfumst aldrei upp og strákarnir eiga hrós skilið.“ Arteta segist ekki hafa séð atvikið sem leiddi til þess að Xhaka var sendur af velli nægilega vel, en viðurkennir þó að líklega hafi þetta verið rétt ákvörðun. „Ég veit ekki hvort að rauða spjaldið þjappaði hópnum saman en við sýndum mikla baráttu. Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki og strákarnir höfðu það. Við spiluðum þann leik sem við þurftum að spila, en ekki endilega okkar leik. Ég er ekki búinn að horfa á atvikið aftur, en þeir skoðuðu þetta þannig að líklega var þetta rautt spjald.“ Nokkrir leikmenn Arsenal eru fjarverandi vegna kórónuveirunnar, meiðsla og þá eru nokkrir að taka þátt í Afríkumótinu og Arteta segir það erfitt að stilla upp liði við þessar aðstæður. Arsenal mætir hins vegar Tottenham á sunnudaginn í Lundúnaslag og Arteta segir að liðið verði að mæta í þann leik. „Að skipuleggja liðið með þann fjölda leikmanna sem við höfum er mjög flókið. Við höfum enga miðjumenn þannig að hvað sem við gerum, þá er það ekki eðlilegt.“ „Það er samt auka hvatning að vera að fara að spila nágrannaslag á sunnudaginn og það veitir okkur aukna orku. Það eru engar afsakanir, við verðum að spila þann leik,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Granit Xhaka fékk að líta beint rautt spjald eftir tæplega 25 mínútna leik, en Arsenal-liðið spilaði þéttan varnarleik og án Mohamed Salah og Sadio Mane áttu leikmenn Liverpool í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi. „Við gleðjumst yfir úrslitunum. Leikmennirnir sýndu mikla baráttu, ákveðni og bræðralag,“ sagði Arteta að leik loknum. „Þú sást hvað þetta þýddi fyrir þá. Við gáfumst aldrei upp og strákarnir eiga hrós skilið.“ Arteta segist ekki hafa séð atvikið sem leiddi til þess að Xhaka var sendur af velli nægilega vel, en viðurkennir þó að líklega hafi þetta verið rétt ákvörðun. „Ég veit ekki hvort að rauða spjaldið þjappaði hópnum saman en við sýndum mikla baráttu. Þú þarft að hafa ákveðið hugarfar til að spila svona leiki og strákarnir höfðu það. Við spiluðum þann leik sem við þurftum að spila, en ekki endilega okkar leik. Ég er ekki búinn að horfa á atvikið aftur, en þeir skoðuðu þetta þannig að líklega var þetta rautt spjald.“ Nokkrir leikmenn Arsenal eru fjarverandi vegna kórónuveirunnar, meiðsla og þá eru nokkrir að taka þátt í Afríkumótinu og Arteta segir það erfitt að stilla upp liði við þessar aðstæður. Arsenal mætir hins vegar Tottenham á sunnudaginn í Lundúnaslag og Arteta segir að liðið verði að mæta í þann leik. „Að skipuleggja liðið með þann fjölda leikmanna sem við höfum er mjög flókið. Við höfum enga miðjumenn þannig að hvað sem við gerum, þá er það ekki eðlilegt.“ „Það er samt auka hvatning að vera að fara að spila nágrannaslag á sunnudaginn og það veitir okkur aukna orku. Það eru engar afsakanir, við verðum að spila þann leik,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira
Tíu leikmenn Arsenal héldu út gegn Liverpool Liverpool og Arsenal gerðu markalaust jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. 13. janúar 2022 21:42