Óvissan er gríðarleg: „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2022 17:02 Jakob og Guðmundur Guðjónsson, veitingamenn á Matkránni. Aðsend Veitingamenn eru í mikilli óvissu varðandi hertar aðgerðir sem talið er líklegt að kynntar verða á morgun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag en hann hefur talað um að hertra aðgerða sé þörf. „Maður er sannarlega órólegur yfir því,“ segir Jakob Jakobsson, lengi kenndur við Jómfrúna, sem rekur Matkrána í Hveragerði þessi dægrin. Óvissan sé mikil og eitthvað sem þessi smærri fyrirtæki og veitingahús ráði ekkert við. Tilkynnt var á þriðjudag um framlengingu á núverandi takmörkunum sem miða við tuttugu manna hólf á veitingastöðum sem mega hleypa inn fólki til klukkan 21. Allir þurfa að yfirgefa svæðið fyrir klukkan 22. „Þetta dugar engan veginn. Í veitingabransanum eru það topparnir sem halda þessu gangandi,“ segir Jakob og vísar til þess að stóru kvöldin séu úr sögunni. Fullir veitingastaðir föstudagskvöld og laugardagskvöld virðast fjarlægur draumur sem stendur. Topparnir halda dæminu gangandi „Topparnir halda þessu gangandi. Það er ekkert mikið að gera mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.“ Menn velti fyrir sér hvað verði gert á morgun. Hvort verði hert og þá hvernig. „Ef það á að minnka þetta í tíu manna hólf eða eitthvað, þá er þetta bara búið á öllum veitingahúsum,“ segir Jakob. Alveg jafnslæmt væri ef opnunartími yrði styttur enn frekar. Til að fá styrk frá ríkinu þurfa fyrirtæki að sýna fram á 40-60% tekjufall. „Sonur inn benti á að ekkert lítið fyrirtæki lifi af slíkt tekjufall á einum mánuði. Hvað þá yfir heilt ár,“ segir Jakob. Sonur hans og nafni rekur Jómfrúna í dag. Jakob bendir á að litlu fyrirtækin, sem skipti hundruðum, virki sem ein heild þegar komi að því að taka á móti ferðamönnum. Fyrirtækin séu í vandræðum og standi frammi fyrir erfiðum spurningum. „Eigum við að halda áfram í 20 manns? Enginn þorir að koma. Við fáum engan styrk því ástandið er sagt óbreytt. Fyrirtæki sem annars eru tilbúin að taka á móti ferðamönnum eru nú í dauðateygjunum, jafnvel fyrirtæki sem ekki eru verulega skuldsett eins og mitt." Veitingafólkið tali sín á milli. Hvernig eigi að mæta þessu. „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki? Segja upp til að þurfa að ná í það aftur í vor? Það eru svo mikil verðmæti fólgin í því sem við erum búin að byggja upp. Við, þessir karlar á gólfinu sem erum búnir að búa þetta til. Við verðum að fá að lifa af. Af okkur koma tekjurnar sem ríkisstjórður sækist eftir.“ Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
„Maður er sannarlega órólegur yfir því,“ segir Jakob Jakobsson, lengi kenndur við Jómfrúna, sem rekur Matkrána í Hveragerði þessi dægrin. Óvissan sé mikil og eitthvað sem þessi smærri fyrirtæki og veitingahús ráði ekkert við. Tilkynnt var á þriðjudag um framlengingu á núverandi takmörkunum sem miða við tuttugu manna hólf á veitingastöðum sem mega hleypa inn fólki til klukkan 21. Allir þurfa að yfirgefa svæðið fyrir klukkan 22. „Þetta dugar engan veginn. Í veitingabransanum eru það topparnir sem halda þessu gangandi,“ segir Jakob og vísar til þess að stóru kvöldin séu úr sögunni. Fullir veitingastaðir föstudagskvöld og laugardagskvöld virðast fjarlægur draumur sem stendur. Topparnir halda dæminu gangandi „Topparnir halda þessu gangandi. Það er ekkert mikið að gera mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.“ Menn velti fyrir sér hvað verði gert á morgun. Hvort verði hert og þá hvernig. „Ef það á að minnka þetta í tíu manna hólf eða eitthvað, þá er þetta bara búið á öllum veitingahúsum,“ segir Jakob. Alveg jafnslæmt væri ef opnunartími yrði styttur enn frekar. Til að fá styrk frá ríkinu þurfa fyrirtæki að sýna fram á 40-60% tekjufall. „Sonur inn benti á að ekkert lítið fyrirtæki lifi af slíkt tekjufall á einum mánuði. Hvað þá yfir heilt ár,“ segir Jakob. Sonur hans og nafni rekur Jómfrúna í dag. Jakob bendir á að litlu fyrirtækin, sem skipti hundruðum, virki sem ein heild þegar komi að því að taka á móti ferðamönnum. Fyrirtækin séu í vandræðum og standi frammi fyrir erfiðum spurningum. „Eigum við að halda áfram í 20 manns? Enginn þorir að koma. Við fáum engan styrk því ástandið er sagt óbreytt. Fyrirtæki sem annars eru tilbúin að taka á móti ferðamönnum eru nú í dauðateygjunum, jafnvel fyrirtæki sem ekki eru verulega skuldsett eins og mitt." Veitingafólkið tali sín á milli. Hvernig eigi að mæta þessu. „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki? Segja upp til að þurfa að ná í það aftur í vor? Það eru svo mikil verðmæti fólgin í því sem við erum búin að byggja upp. Við, þessir karlar á gólfinu sem erum búnir að búa þetta til. Við verðum að fá að lifa af. Af okkur koma tekjurnar sem ríkisstjórður sækist eftir.“
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira