„Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2022 11:01 Aron Pálmarsson er mættur á sitt tólfta stórmót með landsliðinu. vísir/vilhelm Öll ábyrgðin í sóknarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta má ekki vera á herðum Arons Pálmarssonar. Þetta segja Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson. Aron missti af HM í Egyptalandi í fyrra vegna meiðsla en er nú mættur aftur í landsliðið sem hefur leik á EM í kvöld. Ísland mætir þá Portúgal í B-riðli. Aron er fyrirliði íslenska liðsins og án vafa besti og mikilvægasti leikmaður þess. „Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur,“ sagði Ásgeir Örn í EM-hlaðvarpinu þar sem þeir Róbert ræddu við Stefán Árna Pálsson um möguleika Íslands á Evrópumótinu. „Hann er klárlega fyrsta val [í stöðu vinstri skyttu] og langt fyrir framan alla hina en við höfum alveg séð fína frammistöðu frá Ólafi Guðmundssyni á síðasta móti, Elvar [Örn Jónsson] hefur komið inn með ágætis spretti. Við höfum alveg möguleika til að setja ekki allt á herðarnar á Aroni.“ Ásgeir Örn segir nauðsynlegt að fleiri en Aron taki af skarið í sókninni. „Það verður ákveðinn lykill að breyta því að hann þurfi að gera allt, bæði skora mörkin og gefa stoðsendingarnar. Tökum aðeins byrðina af honum og fáum mega góðar fimmtán mínútur í hverjum hálfleik frá honum og leyfum honum svo aðeins að anda. Svo þetta sé ekki bara Aron númer 1, 2 og 3 alltaf.“ Róbert er á sömu skoðun og sinn gamli félagi í landsliðinu. „Hann þarf á því að halda að hinir stígi upp þannig að honum finnist hann ekki þurfa að gera allt. Liðið þarf að skynja það að þetta er ekki eins manns sýning. Ég er sammála því að við erum með fína menn sem geta komið inn.“ Róbert er á því að Guðmundur Guðmundsson finni sitt besta lið og spili sem mest á því eins og hann hefur oft gert með góðum árangri. „Ég held að lykilinn sé að fara svolítið í gamla farið og spila þetta mest megnis á sömu mönnunum en kunna að hvíla mikilvægustu mennina á réttu tímunum,“ sagði Róbert. Stefán Árni spurði hann í kjölfarið hvort það væri ekki mikilvægt að dreifa álaginu og hvíla menn. „Þú getur líka horft á þetta þannig að þú græðir ekkert á því að hvíla hálft liðið ef þú ert ekki búinn að vinna neinn leik. Við eigum bara að vaða í alla leikina og sjá hverju það skilar okkur. Við verðum að kreista allt út og vera klókir að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ Ásgeir Örn benti einnig á að þegar vel gengi finndu leikmenn minna fyrir þreytu en þegar verr gengur. „Þú verður minna þreyttur. Þetta er líka andlegt. Þú nærð að kreista meira úr þér þegar meira er undir,“ sagði Ásgeir Örn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Aron missti af HM í Egyptalandi í fyrra vegna meiðsla en er nú mættur aftur í landsliðið sem hefur leik á EM í kvöld. Ísland mætir þá Portúgal í B-riðli. Aron er fyrirliði íslenska liðsins og án vafa besti og mikilvægasti leikmaður þess. „Aron er frábær leikmaður en hann hefur samt ekki alltaf spilað frábærlega fyrir okkur,“ sagði Ásgeir Örn í EM-hlaðvarpinu þar sem þeir Róbert ræddu við Stefán Árna Pálsson um möguleika Íslands á Evrópumótinu. „Hann er klárlega fyrsta val [í stöðu vinstri skyttu] og langt fyrir framan alla hina en við höfum alveg séð fína frammistöðu frá Ólafi Guðmundssyni á síðasta móti, Elvar [Örn Jónsson] hefur komið inn með ágætis spretti. Við höfum alveg möguleika til að setja ekki allt á herðarnar á Aroni.“ Ásgeir Örn segir nauðsynlegt að fleiri en Aron taki af skarið í sókninni. „Það verður ákveðinn lykill að breyta því að hann þurfi að gera allt, bæði skora mörkin og gefa stoðsendingarnar. Tökum aðeins byrðina af honum og fáum mega góðar fimmtán mínútur í hverjum hálfleik frá honum og leyfum honum svo aðeins að anda. Svo þetta sé ekki bara Aron númer 1, 2 og 3 alltaf.“ Róbert er á sömu skoðun og sinn gamli félagi í landsliðinu. „Hann þarf á því að halda að hinir stígi upp þannig að honum finnist hann ekki þurfa að gera allt. Liðið þarf að skynja það að þetta er ekki eins manns sýning. Ég er sammála því að við erum með fína menn sem geta komið inn.“ Róbert er á því að Guðmundur Guðmundsson finni sitt besta lið og spili sem mest á því eins og hann hefur oft gert með góðum árangri. „Ég held að lykilinn sé að fara svolítið í gamla farið og spila þetta mest megnis á sömu mönnunum en kunna að hvíla mikilvægustu mennina á réttu tímunum,“ sagði Róbert. Stefán Árni spurði hann í kjölfarið hvort það væri ekki mikilvægt að dreifa álaginu og hvíla menn. „Þú getur líka horft á þetta þannig að þú græðir ekkert á því að hvíla hálft liðið ef þú ert ekki búinn að vinna neinn leik. Við eigum bara að vaða í alla leikina og sjá hverju það skilar okkur. Við verðum að kreista allt út og vera klókir að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ Ásgeir Örn benti einnig á að þegar vel gengi finndu leikmenn minna fyrir þreytu en þegar verr gengur. „Þú verður minna þreyttur. Þetta er líka andlegt. Þú nærð að kreista meira úr þér þegar meira er undir,“ sagði Ásgeir Örn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira