Stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins þrátt fyrir færri sjúklinga Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2022 17:00 Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir að heilbrigðiskerfið sé að takast á við sína stærstu áskorun frá því að faraldurinn hófst. Þó færri Covid-sjúklingar séu á sjúkrahúsi nú en þegar mest lét árið 2020 séu aðstæður að mörgu leyti óhliðhollari en áður. Til að mynda sé erfiðara að eiga við sjúklingafjöldann þegar fleiri starfsmenn eru komnir í einangrun og sóttkví og margir búnir að vera undir langvarandi álagi. 150 starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun og 95 í sóttkví. „Við búumst við miklum erfiðleikum núna og í fyrstu bylgju þá var samfélagið líka allt í hægagangi, það voru færri slys og minna um veikindi og þess vegna færri innlagnir, til dæmis á gjörgæslu. Nú er samfélagið á miklu meiri snúningi og þessar tölur sem við erum að vísa til, eins og fjöldi gjörgæslusjúklinga, kemur ofan á þá sem fyrir eru vegna ýmissa annarra orsaka. Svo það er mjög mikilvægur munur,“ sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19. Staðan fari líka heldur versnandi á bráðamóttökunni. 45 á spítalanum með Covid-19 Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi frá 28. desember sem er hæsta viðbúnaðarstig spítalans. 45 sjúklingar liggja inni á spítalanum með Covid-19. 39 eru með virkt smit og sex glíma við eftirköst. Sjö eru á gjörgæsludeildum og fjórir í öndunarvélum. Hefur fjöldi Covid-sjúklinga á spítalanum nær tvöfaldast síðan á nýársdag þegar þeir voru 23 talsins. Af þeim 45 sem liggja núna inni á spítalanum eru 29 þar vegna Covid-19, óvissa er um fimm og ellefu liggja inni vegna annarra veikinda. Fjórar innlagnir voru í gær vegna Covid-19. Til samanburðar voru 75 sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum þann 6. nóvember 2020. Þar af voru fjórir á gjörgæslu. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundinum að þegar tekið er tekið er tillit til þess hlutfalls greindra sem lendir á spítala sýni spálíkön að um 70 verði á sjúkrahúsi áður en langt um líður og 20 á gjörgæslu. Um sé að ræða svokallaða meðalspá og fjöldinn geti því reynst verða meiri eða minni. Um 0,5% þeirra sem greinast með Covid-19 hér á landi leggjast inn á spítala. Hlutfallið er lægra ef bara er miðað við ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Líka mikið álag á öðrum heilbrigðisstofnunum Alma sagði að álag hafi sömuleiðis aukist á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni að undanförnu. Staðan á sjúkrahúsinu á Akureyri sé viðráðanleg en þó hafi þurft að fresta skurðaðgerðum sem þola bið. Faraldurinn hafi sömuleiðis haft mikil áhrif á heilsugæsluna en um 10% starfsmanna heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru til að mynda í einangrun eða sóttkví. Einnig eru dæmi um að heimilismenn á hjúkrunarheimilum hafi greinst með Covid-19 þar sem starfsfólk er gjarnan frá vegna sóttkvíar eða einangrunar, að sögn Ölmu. Hvatti hún fólk til að skrá sig á lista bakvarðasveita heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Til að mynda sé erfiðara að eiga við sjúklingafjöldann þegar fleiri starfsmenn eru komnir í einangrun og sóttkví og margir búnir að vera undir langvarandi álagi. 150 starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun og 95 í sóttkví. „Við búumst við miklum erfiðleikum núna og í fyrstu bylgju þá var samfélagið líka allt í hægagangi, það voru færri slys og minna um veikindi og þess vegna færri innlagnir, til dæmis á gjörgæslu. Nú er samfélagið á miklu meiri snúningi og þessar tölur sem við erum að vísa til, eins og fjöldi gjörgæslusjúklinga, kemur ofan á þá sem fyrir eru vegna ýmissa annarra orsaka. Svo það er mjög mikilvægur munur,“ sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi vegna Covid-19. Staðan fari líka heldur versnandi á bráðamóttökunni. 45 á spítalanum með Covid-19 Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi frá 28. desember sem er hæsta viðbúnaðarstig spítalans. 45 sjúklingar liggja inni á spítalanum með Covid-19. 39 eru með virkt smit og sex glíma við eftirköst. Sjö eru á gjörgæsludeildum og fjórir í öndunarvélum. Hefur fjöldi Covid-sjúklinga á spítalanum nær tvöfaldast síðan á nýársdag þegar þeir voru 23 talsins. Af þeim 45 sem liggja núna inni á spítalanum eru 29 þar vegna Covid-19, óvissa er um fimm og ellefu liggja inni vegna annarra veikinda. Fjórar innlagnir voru í gær vegna Covid-19. Til samanburðar voru 75 sjúklingar með Covid-19 á Landspítalanum þann 6. nóvember 2020. Þar af voru fjórir á gjörgæslu. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundinum að þegar tekið er tekið er tillit til þess hlutfalls greindra sem lendir á spítala sýni spálíkön að um 70 verði á sjúkrahúsi áður en langt um líður og 20 á gjörgæslu. Um sé að ræða svokallaða meðalspá og fjöldinn geti því reynst verða meiri eða minni. Um 0,5% þeirra sem greinast með Covid-19 hér á landi leggjast inn á spítala. Hlutfallið er lægra ef bara er miðað við ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Líka mikið álag á öðrum heilbrigðisstofnunum Alma sagði að álag hafi sömuleiðis aukist á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni að undanförnu. Staðan á sjúkrahúsinu á Akureyri sé viðráðanleg en þó hafi þurft að fresta skurðaðgerðum sem þola bið. Faraldurinn hafi sömuleiðis haft mikil áhrif á heilsugæsluna en um 10% starfsmanna heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru til að mynda í einangrun eða sóttkví. Einnig eru dæmi um að heimilismenn á hjúkrunarheimilum hafi greinst með Covid-19 þar sem starfsfólk er gjarnan frá vegna sóttkvíar eða einangrunar, að sögn Ölmu. Hvatti hún fólk til að skrá sig á lista bakvarðasveita heilbrigðis- og velferðarþjónustu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29
45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43