„Aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2022 12:21 Guðjón Helgason er upplýsingafulltrúi Isavia. Isavia hefur fjölgað veðurmælum sem mæla vindhraða á Keflavíkurflugvelli. Þetta er gert til þess að skapa þann möguleika að í einhverjum tilfellum sé hægt sé að hleypa fólki frá borði í vonskuveðri með því að færa flugvélar um stæði. Nokkrum sinnum á ári yfir vetrartímann berast fréttir af flugfarþegum sem þurfa að bíða um borð í flugvélum eftir lendingu þar sem ekki er hægt að hleypa þeim frá borði vegna veðurs. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða klukkutímum saman, en síðast gerðist þetta í gær þegar ferðalangar sem komu frá Tenerife þurftu að bíða í um tvo klukkutíma um borð vegna roks. Sömuleiðis á sunnudagskvöldið en í báðum tilvikum hélt hluti farþega heim á leið í stað þess að bíða eftir töskum sínum enda leit út fyrir langa bið eftir þeim þar sem ekki var hægt að afferma vélina vegna mikils vinds. Keflavíkurflugvelli er aldrei lokað þó að á Íslandi sé allra veðra von. Flugvélar geta því alltaf lent á vellinum, en vandræði geta skapast eftir lendingu. Svokölluð veðuröryggisnefnd starfar á vegum Isavia, en hún setur ákveðnar aðgerðarreglur vegna óveðurs og tryggir að þeim sé fylgt. Flugfélög og aðrir hagsmunaaðilar eru upplýstir um það veður sem sé í vændum ef fyrirvari er á. Það er síðan í höndum flugfélaganna að taka ákvörðun um hvort að þau ætli að halda flugáætlun þrátt fyrir veður og þau vandræði sem geta skapast eftir að lent er á vellinum. „Það er vitað að ef vindhraðinn fer yfir ákveðin mörk þá er það öryggisatriði að taka landgangana úr notkun og það eru viðmiðin líka fyrir stigabíla sem eru reknir af flugþjónustuaðilum á flugvellinum,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Veðurmælum hefur verið fjölgað á vellinum, en þeir mæla vindhraða á svæðinu. „Það hjálpar okkur í því að athuga ef sú staða er uppi að hægt sé að færa vélar á ákveðin stæði á vellinum þar sem hægt yrði að nota til dæmis stigabíla til þess að hleypa fólki frá borði. Þannig að aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn.“ Keflavíkurflugvöllur Veður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45 Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Nokkrum sinnum á ári yfir vetrartímann berast fréttir af flugfarþegum sem þurfa að bíða um borð í flugvélum eftir lendingu þar sem ekki er hægt að hleypa þeim frá borði vegna veðurs. Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða klukkutímum saman, en síðast gerðist þetta í gær þegar ferðalangar sem komu frá Tenerife þurftu að bíða í um tvo klukkutíma um borð vegna roks. Sömuleiðis á sunnudagskvöldið en í báðum tilvikum hélt hluti farþega heim á leið í stað þess að bíða eftir töskum sínum enda leit út fyrir langa bið eftir þeim þar sem ekki var hægt að afferma vélina vegna mikils vinds. Keflavíkurflugvelli er aldrei lokað þó að á Íslandi sé allra veðra von. Flugvélar geta því alltaf lent á vellinum, en vandræði geta skapast eftir lendingu. Svokölluð veðuröryggisnefnd starfar á vegum Isavia, en hún setur ákveðnar aðgerðarreglur vegna óveðurs og tryggir að þeim sé fylgt. Flugfélög og aðrir hagsmunaaðilar eru upplýstir um það veður sem sé í vændum ef fyrirvari er á. Það er síðan í höndum flugfélaganna að taka ákvörðun um hvort að þau ætli að halda flugáætlun þrátt fyrir veður og þau vandræði sem geta skapast eftir að lent er á vellinum. „Það er vitað að ef vindhraðinn fer yfir ákveðin mörk þá er það öryggisatriði að taka landgangana úr notkun og það eru viðmiðin líka fyrir stigabíla sem eru reknir af flugþjónustuaðilum á flugvellinum,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Veðurmælum hefur verið fjölgað á vellinum, en þeir mæla vindhraða á svæðinu. „Það hjálpar okkur í því að athuga ef sú staða er uppi að hægt sé að færa vélar á ákveðin stæði á vellinum þar sem hægt yrði að nota til dæmis stigabíla til þess að hleypa fólki frá borði. Þannig að aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn.“
Keflavíkurflugvöllur Veður Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45 Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. 11. janúar 2022 23:45
Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. 10. janúar 2022 00:53