Leggur mögulega til hertar aðgerðir fyrir helgi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2022 11:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á jafn vel von á því að skila tillögum að hertum aðgerðum inn í vikunni. Vísir/ Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt stefna í það að hann þurfi að leggja til að að sóttvarnarreglur verði hertar innanlands til að draga úr daglegum fjölda þeirra sem greinist með Covid-19. Hann segist jafn vel reikna með að skila tillögum um hertar aðgerðir fyrir helgi. Þetta var á meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var Þórólfur spurður um það af hverju hann hafi ekki lagt til við heilbrigðisráðherra að aðgerðir yrðu hertar. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að framlengja innanlandsaðgerðir óbreyttar til næstu þriggja vikna. Var þetta gert á grundvelli minnisblaðs Þórólfs sem hann skilaði inn 5. janúar síðastliðinn. Þórólfur og Alma Möller landlæknir skiluðu einnig minnisblaði í fyrradag þar sem athygli var vakin á þungri stöðu á Landspítalanum vegna faraldursins. Sameiginlega minnisblaðinu ætlað að benda stjórnvöldum á alvarlega stöðu Í máli Þórólfs á fundinum kom fram að hann teldi brýnt að koma daglegum fjölda þeirra sem greinast með Covid-19 niður í um 500, það væri tala sem Landspítalinn gæti ráðið við. Um og yfir þúsund greinast á degi hverjum þessa dagana. Var Þórólfur spurður að því af hverju hann hafi ekki lagt harðari aðgerðir til í minnisblaðinu sem hann skilaði inn í fyrradag með Ölmu landlækni. „Þetta sameiginlega minnisblað var bara til að brýna í raun og veru stjórnvöld og benda þeim á alvarlega stöðu,“ sagði Þórólfur. Aðspurður um hvort ekki þyrfti að herða aðgerðir til að koma tölunum niður í 500 sagði Þórólfur að honum sýndist allt stefna í að setja þyrfti harðari takmarkanir á. „Það er greinilegt og ég held að það sé nokkuð ljóst að ég þurfi ef á eigi að herða aðgerðir þá þarf ég að koma með tillögur um og ég verð fljótur að koma þeim á borðið ef á þarf að halda og mér sýnist stefna allt í það,“ sagði Þórólfur. Síðar á fundinum var Þórólfur spurður að því hvort að von væri á nýju minnisblaði með tillögum að hertum aðgerðum fyrir helgi var svarið stutt og einfalt. „Það er jafn vel von á því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var Þórólfur spurður um það af hverju hann hafi ekki lagt til við heilbrigðisráðherra að aðgerðir yrðu hertar. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að framlengja innanlandsaðgerðir óbreyttar til næstu þriggja vikna. Var þetta gert á grundvelli minnisblaðs Þórólfs sem hann skilaði inn 5. janúar síðastliðinn. Þórólfur og Alma Möller landlæknir skiluðu einnig minnisblaði í fyrradag þar sem athygli var vakin á þungri stöðu á Landspítalanum vegna faraldursins. Sameiginlega minnisblaðinu ætlað að benda stjórnvöldum á alvarlega stöðu Í máli Þórólfs á fundinum kom fram að hann teldi brýnt að koma daglegum fjölda þeirra sem greinast með Covid-19 niður í um 500, það væri tala sem Landspítalinn gæti ráðið við. Um og yfir þúsund greinast á degi hverjum þessa dagana. Var Þórólfur spurður að því af hverju hann hafi ekki lagt harðari aðgerðir til í minnisblaðinu sem hann skilaði inn í fyrradag með Ölmu landlækni. „Þetta sameiginlega minnisblað var bara til að brýna í raun og veru stjórnvöld og benda þeim á alvarlega stöðu,“ sagði Þórólfur. Aðspurður um hvort ekki þyrfti að herða aðgerðir til að koma tölunum niður í 500 sagði Þórólfur að honum sýndist allt stefna í að setja þyrfti harðari takmarkanir á. „Það er greinilegt og ég held að það sé nokkuð ljóst að ég þurfi ef á eigi að herða aðgerðir þá þarf ég að koma með tillögur um og ég verð fljótur að koma þeim á borðið ef á þarf að halda og mér sýnist stefna allt í það,“ sagði Þórólfur. Síðar á fundinum var Þórólfur spurður að því hvort að von væri á nýju minnisblaði með tillögum að hertum aðgerðum fyrir helgi var svarið stutt og einfalt. „Það er jafn vel von á því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29 45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Sjá meira
Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. 12. janúar 2022 11:29
45 sjúklingar á Landspítala með Covid-19 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. 12. janúar 2022 09:43