Í sjokki yfir sóttvörnum á EM: „Hvernig getum við spilað?“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2022 10:30 Nikola Karabatic er mættur með Frökkum á enn eitt stórmótið.Hann á þrenn gullverðlaun af Evrópumótum, fern af heimsmeistaramótum og þrenn af Ólympiuleikum. Getty/Hasan Bratic Ein skærasta stjarna EM í handbolta og landsliðsþjálfari Serbíu eiga vart orð yfir skorti á sóttvörnum á mótinu. Þátttökuþjóðirnar eru nú nýmættar til Ungverjalands og Slóvakíu til að taka þátt á EM sem hefst á morgun. Íslenska liðið ferðaðist til að mynda til Búdapest í gær. Liðin hafa síðustu daga og vikur lagt mikið á sig til að forðast kórónuveirusmit en reglur EHF kveða á um að leikmenn þurfi að vera í einangrun í fimm daga eftir að smit greinist, og skila tveimur neikvæðum prófum, til að mega spila á EM. Þannig hafa Frakkar til að mynda verið í sóttvarnabúbblu í aðdraganda EM, rétt eins og Íslendingar. Nikola Karabatic segir eitthvað allt annað í gangi á hóteli Frakka í Szeged í Ungverjalandi: Umgangast hótelgesti sem huga ekki að sóttvörnum „Við vorum furðu lostnir, eða bara í sjokki, yfir þeim aðstæðum sem boðið er upp á á mótinu,“ er haft eftir Karabatic í frönskum miðlum. „Við fylgdum ströngum reglum til að forðast það að fá Covid og komum svo á hótel þar sem eru aðrir gestir sem ekki nota grímur. Við borðum á sama svæði og aðrir hótelgestir,“ sagði Karabatic. Vincent Gérard, markvörður Frakka, tók í sama streng. „Þegar maður mætir á hótelið og sér fólk labba um í sundfötunum og fara í hótellaugina án þess að vera með grímu eða neitt, þá er það sjokk. Sóttvarnareglurnar hérna eru, svo ekki sé meira sagt, öðruvísi,“ sagði Gerard. Philippe Bana, formaður handknattleikssambands Frakklands, segir að búið sé að leita til EHF vegna málsins og að úr því eigi að bæta í dag. Frakkar hefja keppni annað kvöld þegar þeir mæta Króötum í stórleik. Chaotic organisation in @EHFEURO!Normal clients without in the same corridor with the teams, no tests for all teams, delay on the tests (still waiting to be tested when it was planned at 8:45h) result=some players already infected. How can we play??— toni gerona (@geronatoni) January 12, 2022 Serbar hafa glímt við fjölda kórónuveirusmita í aðdraganda EM. Toni Gerona, hinn spænski þjálfari Serbíu, harmar þær aðstæður sem boðið er upp á á EM. Segir hann algjöra ringulreið ríkja, liðin þurfi að umgangast aðra hótelgesti sem ekki séu með grímur, ekki séu tekin próf, og að þegar séu leikmenn farnir að smitast. „Hvernig getum við spilað??“ spyr Gerona. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira
Þátttökuþjóðirnar eru nú nýmættar til Ungverjalands og Slóvakíu til að taka þátt á EM sem hefst á morgun. Íslenska liðið ferðaðist til að mynda til Búdapest í gær. Liðin hafa síðustu daga og vikur lagt mikið á sig til að forðast kórónuveirusmit en reglur EHF kveða á um að leikmenn þurfi að vera í einangrun í fimm daga eftir að smit greinist, og skila tveimur neikvæðum prófum, til að mega spila á EM. Þannig hafa Frakkar til að mynda verið í sóttvarnabúbblu í aðdraganda EM, rétt eins og Íslendingar. Nikola Karabatic segir eitthvað allt annað í gangi á hóteli Frakka í Szeged í Ungverjalandi: Umgangast hótelgesti sem huga ekki að sóttvörnum „Við vorum furðu lostnir, eða bara í sjokki, yfir þeim aðstæðum sem boðið er upp á á mótinu,“ er haft eftir Karabatic í frönskum miðlum. „Við fylgdum ströngum reglum til að forðast það að fá Covid og komum svo á hótel þar sem eru aðrir gestir sem ekki nota grímur. Við borðum á sama svæði og aðrir hótelgestir,“ sagði Karabatic. Vincent Gérard, markvörður Frakka, tók í sama streng. „Þegar maður mætir á hótelið og sér fólk labba um í sundfötunum og fara í hótellaugina án þess að vera með grímu eða neitt, þá er það sjokk. Sóttvarnareglurnar hérna eru, svo ekki sé meira sagt, öðruvísi,“ sagði Gerard. Philippe Bana, formaður handknattleikssambands Frakklands, segir að búið sé að leita til EHF vegna málsins og að úr því eigi að bæta í dag. Frakkar hefja keppni annað kvöld þegar þeir mæta Króötum í stórleik. Chaotic organisation in @EHFEURO!Normal clients without in the same corridor with the teams, no tests for all teams, delay on the tests (still waiting to be tested when it was planned at 8:45h) result=some players already infected. How can we play??— toni gerona (@geronatoni) January 12, 2022 Serbar hafa glímt við fjölda kórónuveirusmita í aðdraganda EM. Toni Gerona, hinn spænski þjálfari Serbíu, harmar þær aðstæður sem boðið er upp á á EM. Segir hann algjöra ringulreið ríkja, liðin þurfi að umgangast aðra hótelgesti sem ekki séu með grímur, ekki séu tekin próf, og að þegar séu leikmenn farnir að smitast. „Hvernig getum við spilað??“ spyr Gerona.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira