Mo Salah segist ekki vera að biðja um „eitthvað klikkað“ í nýjum samningi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 09:30 Mohamed Salah hefur verið frábær með Liverpool öll fimm árin en líklega aldrei betri en á þessu tímabili. EPA-EFE/Lynne Cameron Mohamed Salah ræddi um samningamál sín við Liverpool í nýju viðtali og hans mati er hann ekki að fara á fram einhver ofurlaun. Salah á minna en átján mánuði eftir af samningi sínum við Liverpool en hann verður þrítugur í júní. Hann vill spila áfram með Liverpool en samningamálin ganga ekki alltof vel. „Ég vil vera áfram en þetta er ekki í mínum höndum. Þetta er í þeirra höndum. Ég er ekki að biðja um eitthvað klikkað,“ sagði Mohamed Salah í nýju viðtali við GQ. Mo Salah says he is not asking for crazy stuff in new Liverpool deal https://t.co/QmelQrLxFY— TODAY (@todayng) January 11, 2022 Salah hefur verið frábær hjá Liverpool og langbesti leikmaður liðsins síðasta árið. Með hann innanborðs hefur Liverpool bæði unnið ensku deildina og Meistaradeildina. „Málið er að þegar þú biður um eitthvað og þeir sýna þér að þeir geti gefið þér slíkt þá ættu þeir að gera það sem viðurkenningu á því sem þú hefur gert fyrir félagið,“ sagði Salah. „Ég er á mínu fimmta ári hjá félaginu og ég þekki félagið orðið mjög vel. Ég elska stuðningsmennina og þeir elska mig. Yfirstjórnin veit hvað þarf að gerast og þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah. Mo Salah's Liverpool future is out of his hands pic.twitter.com/tOziQYZX8S— ESPN FC (@ESPNFC) January 11, 2022 Salah viðurkenndi líka að hann hafi metnað til þess að verða besti leikmaður í heimi. „Ef þú spyrð mig hreint út í það þá get ég ekki logið og sagt að ég hugsi ekki um það. Ég vil vera besti leikmaður heims. Ég mun samt lifa góðu lífi þótt ég vinni ekki Gullhnöttinn. Lífið mitt er ágætt,“ sagði Salah. Mohamed Salah er kominn með 23 mörk og 9 stoðsendingar í 26 leikjum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann hefur alls skorað 148 mörk í 229 leikjum fyrir félagið síðan hann var keyptur frá Roma í júlí 2017. Enski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Sjá meira
Salah á minna en átján mánuði eftir af samningi sínum við Liverpool en hann verður þrítugur í júní. Hann vill spila áfram með Liverpool en samningamálin ganga ekki alltof vel. „Ég vil vera áfram en þetta er ekki í mínum höndum. Þetta er í þeirra höndum. Ég er ekki að biðja um eitthvað klikkað,“ sagði Mohamed Salah í nýju viðtali við GQ. Mo Salah says he is not asking for crazy stuff in new Liverpool deal https://t.co/QmelQrLxFY— TODAY (@todayng) January 11, 2022 Salah hefur verið frábær hjá Liverpool og langbesti leikmaður liðsins síðasta árið. Með hann innanborðs hefur Liverpool bæði unnið ensku deildina og Meistaradeildina. „Málið er að þegar þú biður um eitthvað og þeir sýna þér að þeir geti gefið þér slíkt þá ættu þeir að gera það sem viðurkenningu á því sem þú hefur gert fyrir félagið,“ sagði Salah. „Ég er á mínu fimmta ári hjá félaginu og ég þekki félagið orðið mjög vel. Ég elska stuðningsmennina og þeir elska mig. Yfirstjórnin veit hvað þarf að gerast og þetta er í þeirra höndum,“ sagði Salah. Mo Salah's Liverpool future is out of his hands pic.twitter.com/tOziQYZX8S— ESPN FC (@ESPNFC) January 11, 2022 Salah viðurkenndi líka að hann hafi metnað til þess að verða besti leikmaður í heimi. „Ef þú spyrð mig hreint út í það þá get ég ekki logið og sagt að ég hugsi ekki um það. Ég vil vera besti leikmaður heims. Ég mun samt lifa góðu lífi þótt ég vinni ekki Gullhnöttinn. Lífið mitt er ágætt,“ sagði Salah. Mohamed Salah er kominn með 23 mörk og 9 stoðsendingar í 26 leikjum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann hefur alls skorað 148 mörk í 229 leikjum fyrir félagið síðan hann var keyptur frá Roma í júlí 2017.
Enski boltinn Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Fleiri fréttir Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Sjá meira