Það að Umtiti taki á sig launalækkun þýðir það að nú getur Barcelona skráð Ferran Torres sem leikmann félagsins, en Torres gekk til liðs við Börsunga á dögunum frá Manchester City fyrir um 46 milljónir punda.
Flestir höfðu gert ráð fyrir því að Umtiti væri á leið frá Barcelona. Varnarmaðurinn er ekki beint sá vinsælasti meðal stuðningsmanna og á yfirstandandi tímabili hefur hann komið við sögu í einum leik. Seinustu þrjú tímabil á undan því sem nú stendur yfir hefur leikmaðurinn aðeins leikið 50 leiki fyrir Barcelona.
Hann hefur nú hins vegar skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2026. Í tilkynningu frá félaginu þess efnis kemur einnig fram að Umtiti hafi tekið á sig launalækkun næsta eina og hálfa árið sem fyrri samningur átti að gilda.
FC Barcelona and @samumtiti have reached an agreement to extend the latter’s contract until 30 June 2026. The French defender is reducing a part of the salary that he was due to receive in the year and a half remaining on his contract.
— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 10, 2022
More info 👉 https://t.co/0UzCLewHDM pic.twitter.com/hNdmR2iBBP