Matur

Mynd­skreyttur leyni­mat­seðill sem gestir taka með sér heim

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hér má sjá mynd af bakhlið leynimatseðils.
Hér má sjá mynd af bakhlið leynimatseðils. Aðsend

Nágrannastaðirnir CHIKIN og Prikið hafa tekið höndum saman og unnið að matseðli í sameiningu. Hver matseðill er myndskreyttur og númeraður og kemur þar að auki aðeins í hundrað eintökum.

Þegar matseðlarnir hundrað hafa horfið af stöðunum kemur einfaldlega glænýr matseðill, með nýju listaverki og nýjum réttum, í staðinn.

Verkefnið nýja er gert í samstarfi við listamanninn BMOE sem sér um að skreyta bakhlið „leynimatseðilsins.“ Listamaðurinn er ungur og upprennandi en hann vinnur mestmegnis við götulist og gerir þar að auki húðflúr.

Kjúklingastaðurinn CHIKIN er tiltölulega nýr af nálinni en veitingastaðinn Prikið kannast flestir við enda verið starfræktur í miðborg Reykjavíkur síðan 1951. Nágrannastaðirnir eru beint hvor á móti öðrum og hafa unnið náið saman síðan hinum fyrrnefnda var komið á fót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×