Ekkert brunavarnarkerfi og engir reykskynjarar hjá slökkviliðinu í Vík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2022 13:03 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert fjölmargar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í Vík í Mýrdal, meðal annars að það sé ekkert brunavarnarkerfi á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar, auk fjölda annarra atriða, sem tíunduð eru í skýrslunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur gert fjölmargar athugasemdir við aðbúnað slökkviliðsins í Vík í Mýrdal, meðal annars að það sé ekkert brunavarnarkerfi á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar. Oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af athugasemdum og segir að þeim verði öllum kippt í liðinn. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur m.a. það hlutverk að tryggja samræmingu eldvarnareftirlits og slökkvistarfs um land allt. Í því skyni er stofnuninni skylt að gera sjálfstæðar athuganir og úttektir með því að leiðbeina sveitarstjórnum um þær kröfur sem gerðar eru til eldvarnaeftirlits og starfsemi slökkviliða. Á nýliðnu hausti var framkvæmdi úttekt á Slökkviliði Mýrdalshrepps og í kjölfarið fékk sveitarstjórn skýrslu með fjölmörgum athugasemdum. Nú þegar hefur verið brugðist við nokkrum þeirra en aðrar eru í vinnslu. Ein af athugasemdunum snýr að því að ekkert brunavarnarkerfi er á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar og þá er gerð athugasemd við það að starfshlutfall slökkviliðsstjóra sé aðeins 30% því það sé ógerlegt að sinna núverandi verkefnum slökkviliðsins í ekki hærra starfshlutfalli. Á milli 15 og 20 slökkviliðsmenn eru í Slökkviliði Mýrdalshrepp en slökkviliðsstöðin er í Vík. Einn af slökkviliðsbílunum í Vík. Myndin er úr skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.Aðsend Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af skýrslunni og athugasemdunum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun „Svona helsta er að húsnæðið hjá okkur er orðið barns síns tíma og svo sem mörg atriði þarna í skýrslunni tengd því. Annars er það auðvitað þannig að slökkviliðið í Vík borið saman við sveitarfélög af þessari stærðargráðu, þá er það mjög vel mannað, þar að segja að við erum með mjög vel menntað fólk í slökkviliðinu hjá okkur og sæmilega vel tækjum búin,“ segir Einar Freyr. Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, sem segir að öllum athugasemdum við slökkvilið sveitarfélagsins verði kippt í liðinn.Aðsend Þið munuð væntanlega bæta úr þessum atriðum? „Já, já, við settumst auðvitað strax niður í samráði við slökkviliðsstjóra og unnum úrbótaáætlun og hún er öll tímasett. Þannig að ég hef ekki áhyggjur að því að við náum ekki að bregðast við þessu en engu að síður er stóra málið hjá okkur í þessu húsnæði slökkviliðsins og þar verður við að fara að huga að framtíðarlausn,“ segir oddviti Mýrdalshrepps. Bréf til sveitarstjórnar Mýrdalshrepps vegna slökkviliðsins. Úrbótaáætlun 2021 vegna útekktar HMS á slökkviliði Mýrdalshrepps Mýrdalshreppur Slökkvilið Slysavarnir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur m.a. það hlutverk að tryggja samræmingu eldvarnareftirlits og slökkvistarfs um land allt. Í því skyni er stofnuninni skylt að gera sjálfstæðar athuganir og úttektir með því að leiðbeina sveitarstjórnum um þær kröfur sem gerðar eru til eldvarnaeftirlits og starfsemi slökkviliða. Á nýliðnu hausti var framkvæmdi úttekt á Slökkviliði Mýrdalshrepps og í kjölfarið fékk sveitarstjórn skýrslu með fjölmörgum athugasemdum. Nú þegar hefur verið brugðist við nokkrum þeirra en aðrar eru í vinnslu. Ein af athugasemdunum snýr að því að ekkert brunavarnarkerfi er á slökkvistöðinni og engir reykskynjarar og þá er gerð athugasemd við það að starfshlutfall slökkviliðsstjóra sé aðeins 30% því það sé ógerlegt að sinna núverandi verkefnum slökkviliðsins í ekki hærra starfshlutfalli. Á milli 15 og 20 slökkviliðsmenn eru í Slökkviliði Mýrdalshrepp en slökkviliðsstöðin er í Vík. Einn af slökkviliðsbílunum í Vík. Myndin er úr skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.Aðsend Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps hefur ekki áhyggjur af skýrslunni og athugasemdunum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun „Svona helsta er að húsnæðið hjá okkur er orðið barns síns tíma og svo sem mörg atriði þarna í skýrslunni tengd því. Annars er það auðvitað þannig að slökkviliðið í Vík borið saman við sveitarfélög af þessari stærðargráðu, þá er það mjög vel mannað, þar að segja að við erum með mjög vel menntað fólk í slökkviliðinu hjá okkur og sæmilega vel tækjum búin,“ segir Einar Freyr. Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, sem segir að öllum athugasemdum við slökkvilið sveitarfélagsins verði kippt í liðinn.Aðsend Þið munuð væntanlega bæta úr þessum atriðum? „Já, já, við settumst auðvitað strax niður í samráði við slökkviliðsstjóra og unnum úrbótaáætlun og hún er öll tímasett. Þannig að ég hef ekki áhyggjur að því að við náum ekki að bregðast við þessu en engu að síður er stóra málið hjá okkur í þessu húsnæði slökkviliðsins og þar verður við að fara að huga að framtíðarlausn,“ segir oddviti Mýrdalshrepps. Bréf til sveitarstjórnar Mýrdalshrepps vegna slökkviliðsins. Úrbótaáætlun 2021 vegna útekktar HMS á slökkviliði Mýrdalshrepps
Mýrdalshreppur Slökkvilið Slysavarnir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira