Síðasti leikdagur NFL tímabilsins | Hvaða lið fara í úrslitakeppnina? Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. janúar 2022 11:30 Dallas Cowboys eru komnir í úrslitakeppnina EPA-EFE/CJ GUNTHER Síðasti leikdagur þessa lengsta tímabils í sögu NFL deildarinnar er runninn upp og því er ekki úr vegi að fara yfir hvaða lið eru á leiðinni í úrslitakeppnina og hvaða lið eiga enn eftir að tryggja sér sæti. Í NFC deildinni er engin spenna á toppnum því Green Bay Packers(13-3) hafa nú þegar tryggt sér toppsætið annað árið í röð með líklegan MVP deildarinnar innanborðs, Aaron Rodgers. Þar á eftir koma LA Rams(12-4) og Tampa Bay Buccaneers(12-4) sem eru bæði efst í sínum riðlum. Þá eru Dallas Cowboys(12-5) og Arizona Cardinals(11-5) líka með örugg sæti sem og Philadelphia Eagles(9-8). Þar með er bara eitt laust sæti eftir í NFC deildinni og það fer annaðhvort til San Francisco 49ers(9-7) eða New Orleans Saints(8-8). 49ers eru í betri stöðu og tryggja sér sætið með sigri á LA Rams í leik sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Week 18. This is the #NFLSeasonFinale. pic.twitter.com/ymTNYM9OfE— NFL (@NFL) January 3, 2022 Í AFC deildinni er meiri spenna á toppnum en bæði Kansas City Chiefs(12-5) og Tennessee Titans(11-5) geta náð efsta sætinu. Chiefs setti pressu á Titans með góðum sigri á Denver Broncos í gærkvöldi en Titans tryggja sér sætið ef liðið sigrar Houston í dag. Cincinatti Bengals(10-6), Buffalo Bills(10-6) og New England Patriots(10-6) eru einnig örugg inn í úrslitakeppnina. Fimm lið í AFC deildinni eru svo að eltast við síðustu tvö sætin. Indianapolis Colts(9-7) og LA Chargers(9-7) eru í sætunum núna. Colts spila við Jacksonville Jaguars í dag sem eru lélegasta lið deildarinnar og ef Colts vinna þá er síðasta sætið keppni á milli LA Chargers og Las Vegas Raiders(9-7). Ef Colts hins vegar tapa þá opnar það leiðina fyrir Pittsburgh Steelers(8-7-1) eða Baltimore Ravens(8-8) sem mætast einmitt í hinum leik dagsins á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18:00. Það er ljóst að spennan verður mikil í dag. NFL Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira
Í NFC deildinni er engin spenna á toppnum því Green Bay Packers(13-3) hafa nú þegar tryggt sér toppsætið annað árið í röð með líklegan MVP deildarinnar innanborðs, Aaron Rodgers. Þar á eftir koma LA Rams(12-4) og Tampa Bay Buccaneers(12-4) sem eru bæði efst í sínum riðlum. Þá eru Dallas Cowboys(12-5) og Arizona Cardinals(11-5) líka með örugg sæti sem og Philadelphia Eagles(9-8). Þar með er bara eitt laust sæti eftir í NFC deildinni og það fer annaðhvort til San Francisco 49ers(9-7) eða New Orleans Saints(8-8). 49ers eru í betri stöðu og tryggja sér sætið með sigri á LA Rams í leik sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Week 18. This is the #NFLSeasonFinale. pic.twitter.com/ymTNYM9OfE— NFL (@NFL) January 3, 2022 Í AFC deildinni er meiri spenna á toppnum en bæði Kansas City Chiefs(12-5) og Tennessee Titans(11-5) geta náð efsta sætinu. Chiefs setti pressu á Titans með góðum sigri á Denver Broncos í gærkvöldi en Titans tryggja sér sætið ef liðið sigrar Houston í dag. Cincinatti Bengals(10-6), Buffalo Bills(10-6) og New England Patriots(10-6) eru einnig örugg inn í úrslitakeppnina. Fimm lið í AFC deildinni eru svo að eltast við síðustu tvö sætin. Indianapolis Colts(9-7) og LA Chargers(9-7) eru í sætunum núna. Colts spila við Jacksonville Jaguars í dag sem eru lélegasta lið deildarinnar og ef Colts vinna þá er síðasta sætið keppni á milli LA Chargers og Las Vegas Raiders(9-7). Ef Colts hins vegar tapa þá opnar það leiðina fyrir Pittsburgh Steelers(8-7-1) eða Baltimore Ravens(8-8) sem mætast einmitt í hinum leik dagsins á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18:00. Það er ljóst að spennan verður mikil í dag.
NFL Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira