Fótbolti

Kristín Dís til Danmerkur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristín Dís Árnadóttir er á leið út í atvinnumennsku.
Kristín Dís Árnadóttir er á leið út í atvinnumennsku. Vísir/Hulda Margrét

Fótboltakonan Kristín Dís Árnadóttir hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Brøndby.

Frá þessu er greint á heimasíðu Brøndby, en Kristín er 22 ára varnarmaður sem lék á seinasta tímabili með Breiðablik, þar sem hún er uppalin.

Í samtali við danska félagið segist Kristín vera ánægð með að vera búin að skrifa undir hjá Brøndby, og að hana hlakki til þessa nýja kafla á hennar ferli.

„Ég er virkilega ánægð með að hafa skrifað undir hjá Brøndby og hlakka til að skrifa nýjan kafla á mínum ferli,“ segir Kristín.

„Ég valdi Brøndby af því að mér líkar hvernig liðið spilar og hef fengið að sjá virkilega góða mynd af þjálfurunum og starfsfólkinu í kringum liðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×