„Kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 12:07 Frá vettvangi í gær. Engan sakaði alvarlega. Aðsend Björgunarsveitarfólk þurfti að handlanga gríðarlegt magn af frosnum fiski úr flutningabíl sem valt á hliðina norður af Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ seint í gærkvöld, þar sem ekki var hægt að afferma bílinn með eðlilegum hætti. Aðgerðir stóðu yfir frá klukkan 23 í gærkvöld til um sjö í morgun, í myrkri og óveðri. „Það var gríðarlega mikill fiskur í bílnum og aðstæður ekki þær bestu. Það var hálka til að byrja með en svo var saltað á svæðinu. Það þurfti að koma verðmætunum úr bílnum, sem var þarna á hlið fyrir utan veginn, og koma þeim á bretti og í kör. Það tók tíma en gekk mjög vel, við vorum bara í röð og réttum á milli en höfðum gaman að og kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins,” segir Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Flutningabíllinn valt á hliðina eftir að hafa rekist utan í fólksbíl vegna hálku. Bílstjórinn var fluttur með minniháttar áverka á slysadeild en ökumann fólksbílsins sakaði ekki. Sigurbjörg segir að aðgerðirnar hafi vissulega reynst þolraun en að þær hafi gengið vel. Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til og þegar mest lét voru um þrjátíu manns að störfum. „Þetta fór að taka í eftir smá tíma enda voru margir sem stóðu þarna í nokkra klukkutíma, og voru komnir þarna á færibandið eins og þeir hefðu einhvern tímann unnið við slíkt,“ segir hún. „Stemningin við að koma heim eftir útkallið var svolítið svoleiðis, að taka öll fötin og setja í þvottavél til að losna við fiskilyktina. Það var allavega þannig fyrir mig, að rifja upp þá tíma sem maður vann í fiskvinnslu sjálfur.“ Allt kapp var lagt á að bjarga því sem bjarga var en óljóst er hversu mikill fiskur skemmdist. „Það var eitthvað sem fór á hliðina og úr þessum kössum, en það sem við sáum var tiltölulega lítið miðað við það sem maður hefði búst við, þannig að það var mjög mikil verðmætabjörgun í þessari aðgerð,” segir Sigurbjörg. Björgunarsveitir Mosfellsbær Tengdar fréttir Flutningabíll fullur af fiski valt á hliðina Flutningabíll fullur af fiski endaði utan vegar eftir árekstur í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. 8. janúar 2022 07:50 Árekstur flutningabíls og fólksbíls í Mosfellsbæ Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar. 7. janúar 2022 20:08 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Það var gríðarlega mikill fiskur í bílnum og aðstæður ekki þær bestu. Það var hálka til að byrja með en svo var saltað á svæðinu. Það þurfti að koma verðmætunum úr bílnum, sem var þarna á hlið fyrir utan veginn, og koma þeim á bretti og í kör. Það tók tíma en gekk mjög vel, við vorum bara í röð og réttum á milli en höfðum gaman að og kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins,” segir Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Flutningabíllinn valt á hliðina eftir að hafa rekist utan í fólksbíl vegna hálku. Bílstjórinn var fluttur með minniháttar áverka á slysadeild en ökumann fólksbílsins sakaði ekki. Sigurbjörg segir að aðgerðirnar hafi vissulega reynst þolraun en að þær hafi gengið vel. Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til og þegar mest lét voru um þrjátíu manns að störfum. „Þetta fór að taka í eftir smá tíma enda voru margir sem stóðu þarna í nokkra klukkutíma, og voru komnir þarna á færibandið eins og þeir hefðu einhvern tímann unnið við slíkt,“ segir hún. „Stemningin við að koma heim eftir útkallið var svolítið svoleiðis, að taka öll fötin og setja í þvottavél til að losna við fiskilyktina. Það var allavega þannig fyrir mig, að rifja upp þá tíma sem maður vann í fiskvinnslu sjálfur.“ Allt kapp var lagt á að bjarga því sem bjarga var en óljóst er hversu mikill fiskur skemmdist. „Það var eitthvað sem fór á hliðina og úr þessum kössum, en það sem við sáum var tiltölulega lítið miðað við það sem maður hefði búst við, þannig að það var mjög mikil verðmætabjörgun í þessari aðgerð,” segir Sigurbjörg.
Björgunarsveitir Mosfellsbær Tengdar fréttir Flutningabíll fullur af fiski valt á hliðina Flutningabíll fullur af fiski endaði utan vegar eftir árekstur í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. 8. janúar 2022 07:50 Árekstur flutningabíls og fólksbíls í Mosfellsbæ Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar. 7. janúar 2022 20:08 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Flutningabíll fullur af fiski valt á hliðina Flutningabíll fullur af fiski endaði utan vegar eftir árekstur í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. 8. janúar 2022 07:50
Árekstur flutningabíls og fólksbíls í Mosfellsbæ Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar. 7. janúar 2022 20:08