Stoltur og glaður Milos með „bestu leikmenn deildarinnar“ Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 12:36 Milos Milojevic hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænsku meistaranna í Malmö. Malmö FF Sigursælasta knattspyrnulið Svíþjóðar, ríkjandi meistarar Malmö, hafa ákveðið að veðja á íslenskan þjálfara til að leiða liðið áfram eftir að Jon Dahl Tomasson, sem reyndar á íslenskan afa, kvaddi félagið. Milos Milojevic, sem er frá Serbíu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári, var kynntur sem nýr þjálfari Malmö á blaðamannafundi í hádeginu. Hann kveðst afar spenntur fyrir því að taka til starfa hjá félaginu. „Ég er mjög tilbúinn að hefja vinnuna. Það er það fyrsta sem ég hugsa um núna, að hitta leikmennina og byrja að vinna leiki. Það er aðalatriðið, og aðalástæðan fyrir því að ég er mættur hingað. Þetta félag snýst bara um að vinna og þannig hefur það verið síðustu tíu ár, og auðvitað áður, en síðustu tíu ár hafa verið mjög aðdáunarverð,“ sagði Milos. "MFF har varit väldigt framgångsrika de senaste tio åren. Det inspirerar mig men jag vill att vi ska dominera och vinna ännu mer. Jag tror på klubben, på spelarna och på mig själv." Milos Milojevic pic.twitter.com/yC2CWCNxX3— Malmö FF (@Malmo_FF) January 7, 2022 Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi en kemur til Malmö eftir að hafa stýrt Hammarby sem einnig leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Hann er ánægður með að vera kominn með besta lið Svíþjóðar í hendurnar: „Metnaður félagsins og minn metnaður eru sams konar. Kröfurnar eru miklar en ef að það væri öðruvísi þá væri það ekki nógu gott. Önnur ástæða er tengsl mín við Malmö áður en ég kom til Svíþjóðar, því ég hef unnið í því að fá leikmenn frá Malmö og hef fylgst með leikjum liðsins og þróun þess. Ég veit til hvers er ætlast af mér, og óttast ekki ábyrgðina. Ég veit að þetta er mikil vinna en ég veit að ég er með bestu leikmennina í deildinni, bestu möguleikana, og veit að hér er allt til alls til að ná góðum árangri. Í sem stystu máli er ég gríðarlega stoltur og ánægður, og get ekki beðið eftir því að byrja,“ sagði Milos. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Milos tekur við Malmö Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, verði næsti þjálfari Svíþjóðarmeistara Malmö. 7. janúar 2022 09:43 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira
Milos Milojevic, sem er frá Serbíu en hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári, var kynntur sem nýr þjálfari Malmö á blaðamannafundi í hádeginu. Hann kveðst afar spenntur fyrir því að taka til starfa hjá félaginu. „Ég er mjög tilbúinn að hefja vinnuna. Það er það fyrsta sem ég hugsa um núna, að hitta leikmennina og byrja að vinna leiki. Það er aðalatriðið, og aðalástæðan fyrir því að ég er mættur hingað. Þetta félag snýst bara um að vinna og þannig hefur það verið síðustu tíu ár, og auðvitað áður, en síðustu tíu ár hafa verið mjög aðdáunarverð,“ sagði Milos. "MFF har varit väldigt framgångsrika de senaste tio åren. Det inspirerar mig men jag vill att vi ska dominera och vinna ännu mer. Jag tror på klubben, på spelarna och på mig själv." Milos Milojevic pic.twitter.com/yC2CWCNxX3— Malmö FF (@Malmo_FF) January 7, 2022 Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi en kemur til Malmö eftir að hafa stýrt Hammarby sem einnig leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Hann er ánægður með að vera kominn með besta lið Svíþjóðar í hendurnar: „Metnaður félagsins og minn metnaður eru sams konar. Kröfurnar eru miklar en ef að það væri öðruvísi þá væri það ekki nógu gott. Önnur ástæða er tengsl mín við Malmö áður en ég kom til Svíþjóðar, því ég hef unnið í því að fá leikmenn frá Malmö og hef fylgst með leikjum liðsins og þróun þess. Ég veit til hvers er ætlast af mér, og óttast ekki ábyrgðina. Ég veit að þetta er mikil vinna en ég veit að ég er með bestu leikmennina í deildinni, bestu möguleikana, og veit að hér er allt til alls til að ná góðum árangri. Í sem stystu máli er ég gríðarlega stoltur og ánægður, og get ekki beðið eftir því að byrja,“ sagði Milos.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Milos tekur við Malmö Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, verði næsti þjálfari Svíþjóðarmeistara Malmö. 7. janúar 2022 09:43 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Sjá meira
Milos tekur við Malmö Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R. og Breiðabliks, verði næsti þjálfari Svíþjóðarmeistara Malmö. 7. janúar 2022 09:43