„Margt sem hefði getað farið illa“ Snorri Másson skrifar 7. janúar 2022 11:54 Fólk er mætt aftur til vinnu í Vísi eftir miklar ógöngur í gær. Vísir/Vilhelm Það er margt sem hefði getað farið illa en gerði það ekki, segir framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis í Grindavík, sem situr þó uppi með fleiri tuga milljóna króna tjón eftir sjógang í óveðri við höfnina í gær. Fólk slapp með skrekkinn í gærkvöldi. Eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir um morguninn í gær óttuðust menn að veðrið tæki sig aftur upp um kvöldið með svipuðum afleiðingum. Svo fór þó ekki, Einari Sveini Jónssyni slökkviliðsstjóra til léttis. „Það fóru bara allir heim að sofa í gærkvöldi og hvíldust eftir þessa törn. Þetta var orðið nánast sólarhringur þarna þegar við komum heim í gær,“ segir Einar Sveinn. Þó má nefna að töluverður sjór gekk á land við golfvöllinn í Grindavík, en það kallaði ekki á sérstök viðbrögð. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis, lýsir því að fólk hafi verið að í allt gærkvöld við að laga til og að full starfsemi hafi hafist strax í morgun. „Þetta er náttúrulega mjög mikið tjón á afurðum. Þetta er tugmilljónatjón, nokkuð margir tugur. En þetta gat farið miklu verr. Við hefðum getað verið í rekstrarstöðvun, eða þurft að fara í viðgerðir á gólfi í frystiklefum. Það er svo margt sem hefði getað farið illa en er byggt til að þola þetta. Við höfum ekki séð neinar stórar skemmdir, hvorki á búnaði né fasteignum,“ segir Pétur. Mikið stöðuvatn myndaðist við bygginguna í hamförunum í gær og allt varð rafmagnslaust, enda rafmagnskassinn á kafi. „Það er komin ný bryggja við húsið eftir að það var byggt og hún er hærri. Þess vegna er þetta orðin svolítil laut. Og það er alveg ljóst að við og höfnin þurfum að búa okkur undir að þetta geti komið fyrir aftur. Það er þá annars vegar betri dælubúnaður og betri niðurföll,“ segir Pétur. Grindavík Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir um morguninn í gær óttuðust menn að veðrið tæki sig aftur upp um kvöldið með svipuðum afleiðingum. Svo fór þó ekki, Einari Sveini Jónssyni slökkviliðsstjóra til léttis. „Það fóru bara allir heim að sofa í gærkvöldi og hvíldust eftir þessa törn. Þetta var orðið nánast sólarhringur þarna þegar við komum heim í gær,“ segir Einar Sveinn. Þó má nefna að töluverður sjór gekk á land við golfvöllinn í Grindavík, en það kallaði ekki á sérstök viðbrögð. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis, lýsir því að fólk hafi verið að í allt gærkvöld við að laga til og að full starfsemi hafi hafist strax í morgun. „Þetta er náttúrulega mjög mikið tjón á afurðum. Þetta er tugmilljónatjón, nokkuð margir tugur. En þetta gat farið miklu verr. Við hefðum getað verið í rekstrarstöðvun, eða þurft að fara í viðgerðir á gólfi í frystiklefum. Það er svo margt sem hefði getað farið illa en er byggt til að þola þetta. Við höfum ekki séð neinar stórar skemmdir, hvorki á búnaði né fasteignum,“ segir Pétur. Mikið stöðuvatn myndaðist við bygginguna í hamförunum í gær og allt varð rafmagnslaust, enda rafmagnskassinn á kafi. „Það er komin ný bryggja við húsið eftir að það var byggt og hún er hærri. Þess vegna er þetta orðin svolítil laut. Og það er alveg ljóst að við og höfnin þurfum að búa okkur undir að þetta geti komið fyrir aftur. Það er þá annars vegar betri dælubúnaður og betri niðurföll,“ segir Pétur.
Grindavík Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00
Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13