„Margt sem hefði getað farið illa“ Snorri Másson skrifar 7. janúar 2022 11:54 Fólk er mætt aftur til vinnu í Vísi eftir miklar ógöngur í gær. Vísir/Vilhelm Það er margt sem hefði getað farið illa en gerði það ekki, segir framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis í Grindavík, sem situr þó uppi með fleiri tuga milljóna króna tjón eftir sjógang í óveðri við höfnina í gær. Fólk slapp með skrekkinn í gærkvöldi. Eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir um morguninn í gær óttuðust menn að veðrið tæki sig aftur upp um kvöldið með svipuðum afleiðingum. Svo fór þó ekki, Einari Sveini Jónssyni slökkviliðsstjóra til léttis. „Það fóru bara allir heim að sofa í gærkvöldi og hvíldust eftir þessa törn. Þetta var orðið nánast sólarhringur þarna þegar við komum heim í gær,“ segir Einar Sveinn. Þó má nefna að töluverður sjór gekk á land við golfvöllinn í Grindavík, en það kallaði ekki á sérstök viðbrögð. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis, lýsir því að fólk hafi verið að í allt gærkvöld við að laga til og að full starfsemi hafi hafist strax í morgun. „Þetta er náttúrulega mjög mikið tjón á afurðum. Þetta er tugmilljónatjón, nokkuð margir tugur. En þetta gat farið miklu verr. Við hefðum getað verið í rekstrarstöðvun, eða þurft að fara í viðgerðir á gólfi í frystiklefum. Það er svo margt sem hefði getað farið illa en er byggt til að þola þetta. Við höfum ekki séð neinar stórar skemmdir, hvorki á búnaði né fasteignum,“ segir Pétur. Mikið stöðuvatn myndaðist við bygginguna í hamförunum í gær og allt varð rafmagnslaust, enda rafmagnskassinn á kafi. „Það er komin ný bryggja við húsið eftir að það var byggt og hún er hærri. Þess vegna er þetta orðin svolítil laut. Og það er alveg ljóst að við og höfnin þurfum að búa okkur undir að þetta geti komið fyrir aftur. Það er þá annars vegar betri dælubúnaður og betri niðurföll,“ segir Pétur. Grindavík Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Eftir umfangsmiklar björgunaraðgerðir um morguninn í gær óttuðust menn að veðrið tæki sig aftur upp um kvöldið með svipuðum afleiðingum. Svo fór þó ekki, Einari Sveini Jónssyni slökkviliðsstjóra til léttis. „Það fóru bara allir heim að sofa í gærkvöldi og hvíldust eftir þessa törn. Þetta var orðið nánast sólarhringur þarna þegar við komum heim í gær,“ segir Einar Sveinn. Þó má nefna að töluverður sjór gekk á land við golfvöllinn í Grindavík, en það kallaði ekki á sérstök viðbrögð. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Vísis, lýsir því að fólk hafi verið að í allt gærkvöld við að laga til og að full starfsemi hafi hafist strax í morgun. „Þetta er náttúrulega mjög mikið tjón á afurðum. Þetta er tugmilljónatjón, nokkuð margir tugur. En þetta gat farið miklu verr. Við hefðum getað verið í rekstrarstöðvun, eða þurft að fara í viðgerðir á gólfi í frystiklefum. Það er svo margt sem hefði getað farið illa en er byggt til að þola þetta. Við höfum ekki séð neinar stórar skemmdir, hvorki á búnaði né fasteignum,“ segir Pétur. Mikið stöðuvatn myndaðist við bygginguna í hamförunum í gær og allt varð rafmagnslaust, enda rafmagnskassinn á kafi. „Það er komin ný bryggja við húsið eftir að það var byggt og hún er hærri. Þess vegna er þetta orðin svolítil laut. Og það er alveg ljóst að við og höfnin þurfum að búa okkur undir að þetta geti komið fyrir aftur. Það er þá annars vegar betri dælubúnaður og betri niðurföll,“ segir Pétur.
Grindavík Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00 Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi Sjá meira
Tjón upp á tugi milljóna og annað flóð í aðsigi Tugmilljóna króna tjón varð í frystihúsi útgerðarinnar Vísis í Grindavík í dag þegar sjór flæddi inn í frystiklefann í óveðri. Viðbragðsaðilar dældu upp gífurlegu vatnsmagni og starfsfólk útgerðarinnar reyndi að bjarga því sem bjargað varð. 6. janúar 2022 20:00
Allt á floti í Grindavík Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 6. janúar 2022 10:13