Undanfarin tvö tímabil hefur Ágúst Elí leikið með KIF Kolding en hefur nú samið við annað lið á Jótlandi, Ribe-Esbjerg, og gengur í raðir þess í sumar. Samningurinn er til tveggja ára.
Ágúst Elí hefur verið í atvinnumennsku síðan 2018. Fyrstu tvö árin lék hann með Sävehof og varð meðal annars sænskur meistari með liðinu. Hér heima lék Ágúst Elí með FH.
Hafnfirðingurinn er í íslenska hópnum sem fer á Evrópumótið sem hefst í næstu viku. Hann er einn þriggja markvarða í hópnum ásamt Björgvini Páli Gústavssyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni.
Ágúst Elí, sem er 26 ára, lék með íslenska landsliðinu á EM 2018 og HM 2019 og 2021.