Dagný grét fyrstu 22 vikur meðgöngu en segist betri leikmaður sem móðir Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 09:00 Dagný Brynjarsdóttir nálgast 100 leikja múrinn með íslenska landsliðinu en hún hefur skorað 32 mörk í 97 A-landsleikjum. Hér er hún í leik gegn Japan í Hollandi í nóvember. Getty „Áður en ég varð móðir hefði ég aldrei getað skilið hvað það gerði mikið fyrir mig hvað fótboltann varðar,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham, í viðtali um móðurhlutverkið og fótboltann við Sky Sports. Dagný fæddi son sumarið 2018 en hefur eftir það spilað sem atvinnumaður bæði í Bandaríkjunum og nú ensku úrvalsdeildinni, auk þess að vera lykilmaður í íslenska landsliðinu líkt og áður. „Ég tel að ég geri betur bæði á æfingum og í leikjum. Þá er ég í burtu frá honum [syninum] og vil nýta tímann sem best. Svo vil ég ekki vera í vondu skapi þegar ég hitti hann aftur þannig að ég þarf að standa mig vel svo ég sé í betra skapi þegar ég sé hann,“ segir Dagný hlæjandi í þættinum Inside The WSL hjá Sky Sports. "All I wanted to do was be with him." West Ham's @dagnybrynjars speaks on Inside The #WSL about how she is playing with added motivation after having her son pic.twitter.com/NfN0aL67y4— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) January 6, 2022 Dagný, sem byrjaði að æfa fótbolta á Hellu og Hvolsvelli með liði KFR, er markahæsta landsliðskona Íslands af þeim leikmönnum sem enn eru að spila, og sú þriðja markahæsta í sögunni. Þessi þrítugi miðjumaður hefur skorað 32 mörk í 97 A-landsleikjum. Dagný var spurð út í þá staðreynd að það hefði svo sem ekki verið á áætlun að eignast barn árið 2018, sem til að mynda hafði í för með sér að Dagný missti af leikjum gegn Þýskalandi og Tékklandi í lokin á undankeppni HM 2019, þar sem Ísland átti möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Vissi ekki hvort hún vildi spila fótbolta aftur „Þetta var áfall, ef ég á að vera hreinskilin. Ég grét fyrstu 22 vikurnar yfir því að vera orðin ólétt og fannst ég ekki vita hver ég væri. Allir þekktu mig sem landsliðskonu og atvinnumann í fótbolta, og allt í einu var ég bara ólétt heima. Síðan áttaði ég mig á því hve mikil blessun þetta væri, og þetta er það besta sem komið hefur fyrir mig. Um leið og ég fékk hann í hendurnar… ég held að hann hafi verið þriggja daga þegar ég sagði við eiginmann minn: „Ég veit ekki hvort ég vil spila fótbolta aftur. Ég vil bara eignast annað barn.“ Fyrstu tvö ár ævi hans átti ég erfitt með að fara á æfingar því það eina sem ég vildi gera var að vera með honum. En það sem hvatti mig til að snúa aftur var að sýna fólki að ég gæti enn látið til mín taka með landsliðinu, enn spilað sem atvinnumaður, og enn orðið betri leikmaður en ég var. Betri leikmaður, betri liðsfélagi og góð móðir,“ segir Dagný. Hefði viljað vita um áhrif brjóstagjafarinnar Hún segir knattspyrnukonur ekki eiga að láta fótboltann stöðva sig í að eignast barn því barneignir þýði alls ekki að ferlinum sé lokið: „Maður getur alltaf snúið aftur og orðið jafnvel enn betri en áður, ef maður leggur nógu mikið á sig. Það sem tekur lengstan tíma að fá aftur er hraðinn og viðbragðið. Það sem ég vissi ekki á sínum tíma var að því lengur sem að barnið er á brjósti því lengri tíma tekur að fá þetta aftur. Ég var með hann á brjósti í ellefu og hálfan mánuð og fannst ég alltaf vera 97%, og þurfa aðeins meira til að verða sá leikmaður sem ég var. Eftir að hann hætti á brjósti tók það mig bara 1-2 mánuði að verða 100%. Ég vildi að ég hefði vitað þetta en á sama tíma hefði ég aldrei hætt fyrr með hann á brjósti bara út af þessu,“ segir Dagný. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Eins og ég væri verri leikmaður af því að ég hafði eignast barn“ Íslenska landsliðkonan Dagný Brynjarsdóttir er í flottu viðtali á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins en nú stendur yfir landsleikjavika og íslenska landsliðið mætir Kýpur annað kvöld. 29. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Sjá meira
Dagný fæddi son sumarið 2018 en hefur eftir það spilað sem atvinnumaður bæði í Bandaríkjunum og nú ensku úrvalsdeildinni, auk þess að vera lykilmaður í íslenska landsliðinu líkt og áður. „Ég tel að ég geri betur bæði á æfingum og í leikjum. Þá er ég í burtu frá honum [syninum] og vil nýta tímann sem best. Svo vil ég ekki vera í vondu skapi þegar ég hitti hann aftur þannig að ég þarf að standa mig vel svo ég sé í betra skapi þegar ég sé hann,“ segir Dagný hlæjandi í þættinum Inside The WSL hjá Sky Sports. "All I wanted to do was be with him." West Ham's @dagnybrynjars speaks on Inside The #WSL about how she is playing with added motivation after having her son pic.twitter.com/NfN0aL67y4— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) January 6, 2022 Dagný, sem byrjaði að æfa fótbolta á Hellu og Hvolsvelli með liði KFR, er markahæsta landsliðskona Íslands af þeim leikmönnum sem enn eru að spila, og sú þriðja markahæsta í sögunni. Þessi þrítugi miðjumaður hefur skorað 32 mörk í 97 A-landsleikjum. Dagný var spurð út í þá staðreynd að það hefði svo sem ekki verið á áætlun að eignast barn árið 2018, sem til að mynda hafði í för með sér að Dagný missti af leikjum gegn Þýskalandi og Tékklandi í lokin á undankeppni HM 2019, þar sem Ísland átti möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Vissi ekki hvort hún vildi spila fótbolta aftur „Þetta var áfall, ef ég á að vera hreinskilin. Ég grét fyrstu 22 vikurnar yfir því að vera orðin ólétt og fannst ég ekki vita hver ég væri. Allir þekktu mig sem landsliðskonu og atvinnumann í fótbolta, og allt í einu var ég bara ólétt heima. Síðan áttaði ég mig á því hve mikil blessun þetta væri, og þetta er það besta sem komið hefur fyrir mig. Um leið og ég fékk hann í hendurnar… ég held að hann hafi verið þriggja daga þegar ég sagði við eiginmann minn: „Ég veit ekki hvort ég vil spila fótbolta aftur. Ég vil bara eignast annað barn.“ Fyrstu tvö ár ævi hans átti ég erfitt með að fara á æfingar því það eina sem ég vildi gera var að vera með honum. En það sem hvatti mig til að snúa aftur var að sýna fólki að ég gæti enn látið til mín taka með landsliðinu, enn spilað sem atvinnumaður, og enn orðið betri leikmaður en ég var. Betri leikmaður, betri liðsfélagi og góð móðir,“ segir Dagný. Hefði viljað vita um áhrif brjóstagjafarinnar Hún segir knattspyrnukonur ekki eiga að láta fótboltann stöðva sig í að eignast barn því barneignir þýði alls ekki að ferlinum sé lokið: „Maður getur alltaf snúið aftur og orðið jafnvel enn betri en áður, ef maður leggur nógu mikið á sig. Það sem tekur lengstan tíma að fá aftur er hraðinn og viðbragðið. Það sem ég vissi ekki á sínum tíma var að því lengur sem að barnið er á brjósti því lengri tíma tekur að fá þetta aftur. Ég var með hann á brjósti í ellefu og hálfan mánuð og fannst ég alltaf vera 97%, og þurfa aðeins meira til að verða sá leikmaður sem ég var. Eftir að hann hætti á brjósti tók það mig bara 1-2 mánuði að verða 100%. Ég vildi að ég hefði vitað þetta en á sama tíma hefði ég aldrei hætt fyrr með hann á brjósti bara út af þessu,“ segir Dagný.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir „Eins og ég væri verri leikmaður af því að ég hafði eignast barn“ Íslenska landsliðkonan Dagný Brynjarsdóttir er í flottu viðtali á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins en nú stendur yfir landsleikjavika og íslenska landsliðið mætir Kýpur annað kvöld. 29. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Sjá meira
„Eins og ég væri verri leikmaður af því að ég hafði eignast barn“ Íslenska landsliðkonan Dagný Brynjarsdóttir er í flottu viðtali á heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins en nú stendur yfir landsleikjavika og íslenska landsliðið mætir Kýpur annað kvöld. 29. nóvember 2021 10:30