Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 14:47 Arnar Grant er kominn í tímabundið leyfi hjá World Class. Sportelítan Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. Björn Leifsson, eigandi World Class, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að Arnar sé kominn í leyfi. Að sögn Björns er Arnar verktaki hjá World Class. Málið tengist frásögn Vítalíu Lazarevu, 24 ára gamallar konu, í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í vikunni. Þar lýsir hún leynilegu ástarsambandi sínu við einkaþjálfara, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Arnar Grant, um nokkurra mánaða skeið. Hefur hún sakað fjóra vini hans um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Þar sagðist hún líka hafa upplifað ýmislegt af hendi Arnars. Hann hafi ítrekað talað niðrandi um hana og boðið vinum sínum að sofa hjá henni. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, og Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stigu til hliðar frá störfum sínum fyrr í dag vegna málsins. Hreggviður sagðist í yfirlýsingu harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem unga konan hafi greint frá. Þá er Þórður Már Jóhannesson hættur sem stjórnarformaður Festi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hann einn mannanna þriggja. Þá er fjórði karlmaður, þjóðþekktur einstaklingur samkvæmt heimildum fréttastofu, sakaður af Vítalíu um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi hér á landi á meðan Arnar var viðstaddur. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Arnar á síðustu dögum án árangurs. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Líkamsræktarstöðvar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Fleiri fréttir Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Sjá meira
Björn Leifsson, eigandi World Class, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að Arnar sé kominn í leyfi. Að sögn Björns er Arnar verktaki hjá World Class. Málið tengist frásögn Vítalíu Lazarevu, 24 ára gamallar konu, í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í vikunni. Þar lýsir hún leynilegu ástarsambandi sínu við einkaþjálfara, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Arnar Grant, um nokkurra mánaða skeið. Hefur hún sakað fjóra vini hans um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Þar sagðist hún líka hafa upplifað ýmislegt af hendi Arnars. Hann hafi ítrekað talað niðrandi um hana og boðið vinum sínum að sofa hjá henni. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, og Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stigu til hliðar frá störfum sínum fyrr í dag vegna málsins. Hreggviður sagðist í yfirlýsingu harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem unga konan hafi greint frá. Þá er Þórður Már Jóhannesson hættur sem stjórnarformaður Festi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hann einn mannanna þriggja. Þá er fjórði karlmaður, þjóðþekktur einstaklingur samkvæmt heimildum fréttastofu, sakaður af Vítalíu um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi hér á landi á meðan Arnar var viðstaddur. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Arnar á síðustu dögum án árangurs.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Líkamsræktarstöðvar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Fleiri fréttir Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Sjá meira
Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18