Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 6. janúar 2022 12:43 Frystihúsið Vísir í Grindavík hefur orðið fyrir stórtjóni vegna sjósins sem flætt hefur inn í frystihúsið í morgun. Vísir/Vilhelm Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. „Það er aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni en menn verða bara að taka á því og vinna úr því,“ sagði Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það komu gusur hérna inn en þetta er búið að vera óeðlilega lengi að renna frá og mér finnst kannski umfangið meira en þetta er allt í skoðun og við erum eins og þið sjáið í björgunaraðgerðum. Fyrst og fremst er sýnilegt að tjón hefur orðið á einhverjum afurðum og hráefni. Búnaðurinn sjálfur er ekki í mikilli hættu en svo eigum við eftir að sjá hvernig þetta fer með húsið og annað,“ segir Pétur. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Allir meðlimir björgunarsveitarinnar Þorbjörns voru klæddir í flóðgalla og staddir niðri á höfn fyrir hádegi til að takast á við krefjandi verkefni sem þar biðu þeirra. Tjónið að sögn Péturs er mjög mikið þó að fólki kunni að finnast að ekki mikið hafi skemmst. „Eitt bretti er nú bara milljón þannig að þetta er mjög stórt tjón þó þetta sé lítið af afurðum“ Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að sjórinn hafi verið um hálfs metra djúpur á hafnarsvæðinu fyrir hádegi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir vatnsmagnið svo mikið í flóðinu að það taki langan tíma að dæla. Hann hafi ekki gert ráð fyrir að ástandið yrði svo slæmt. „Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en vatnið við fiskvinnsluna liggur hærra en við áttum von á,“ segir Fannar. Átökin séu þó ekki búin þar sem önnur holskefla ríði yfir bæinn í kvöld. „Slökkviliðið og björgunarsveitirnar eru að vinna á fullu við að reyna að koma vatninu í burtu og dælurnar sem að fyrir voru virka nú ennþá hjá okkur en þetta er svo mikið vatnsmagn sem kom hérna að það er tímafrekt að tæma þetta.“ Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík segir aðgerðir hafa gengið ágætlega fram eftir morgni. „Eina er að niðurföllin hafa ekki undan þannig að við þurfum að dæla öllu af planinu. Eins og þið sjáið er þetta gífurlegt magn og við erum að dæla sjö eða átta þúsund lítrum á mínútu. En þetta minnkar,“ segir Einar. Fyrirséð er að sjór haldi áfram að ganga á land en slökkviliðið er að vinna í því að tæma planið til þess að verja húsin við höfnina eins og hægt er svo ekki flæði inn í frystihúsið aftur. Vísir/VilhelmBjörgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/Vilhelm Grindavík Veður Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
„Það er aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni en menn verða bara að taka á því og vinna úr því,“ sagði Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það komu gusur hérna inn en þetta er búið að vera óeðlilega lengi að renna frá og mér finnst kannski umfangið meira en þetta er allt í skoðun og við erum eins og þið sjáið í björgunaraðgerðum. Fyrst og fremst er sýnilegt að tjón hefur orðið á einhverjum afurðum og hráefni. Búnaðurinn sjálfur er ekki í mikilli hættu en svo eigum við eftir að sjá hvernig þetta fer með húsið og annað,“ segir Pétur. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Allir meðlimir björgunarsveitarinnar Þorbjörns voru klæddir í flóðgalla og staddir niðri á höfn fyrir hádegi til að takast á við krefjandi verkefni sem þar biðu þeirra. Tjónið að sögn Péturs er mjög mikið þó að fólki kunni að finnast að ekki mikið hafi skemmst. „Eitt bretti er nú bara milljón þannig að þetta er mjög stórt tjón þó þetta sé lítið af afurðum“ Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að sjórinn hafi verið um hálfs metra djúpur á hafnarsvæðinu fyrir hádegi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir vatnsmagnið svo mikið í flóðinu að það taki langan tíma að dæla. Hann hafi ekki gert ráð fyrir að ástandið yrði svo slæmt. „Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en vatnið við fiskvinnsluna liggur hærra en við áttum von á,“ segir Fannar. Átökin séu þó ekki búin þar sem önnur holskefla ríði yfir bæinn í kvöld. „Slökkviliðið og björgunarsveitirnar eru að vinna á fullu við að reyna að koma vatninu í burtu og dælurnar sem að fyrir voru virka nú ennþá hjá okkur en þetta er svo mikið vatnsmagn sem kom hérna að það er tímafrekt að tæma þetta.“ Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík segir aðgerðir hafa gengið ágætlega fram eftir morgni. „Eina er að niðurföllin hafa ekki undan þannig að við þurfum að dæla öllu af planinu. Eins og þið sjáið er þetta gífurlegt magn og við erum að dæla sjö eða átta þúsund lítrum á mínútu. En þetta minnkar,“ segir Einar. Fyrirséð er að sjór haldi áfram að ganga á land en slökkviliðið er að vinna í því að tæma planið til þess að verja húsin við höfnina eins og hægt er svo ekki flæði inn í frystihúsið aftur. Vísir/VilhelmBjörgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/Vilhelm
Grindavík Veður Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira