Lýsir sundrung í klefa Man. Utd og segir sautján leikmenn óánægða Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 08:00 Edinson Cavani, Paul Pogba og Anthony Martial virðast allir vera á förum frá Manchester United á þessu ári. Getty/Peter Cziborra Ef eitthvað er að marka ensku götublöðin er allt í upplausn í herbúðum Manchester United eftir frekar dapurt gengi á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Daily Mail fullyrðir í dag að hvorki fleiri né færri en sautján leikmenn United séu óánægðir hjá félaginu og að þar með geti svo farið að á annan tug leikmanna yfirgefi Old Trafford fyrir næstu leiktíð. Stemningin í félaginu er sögð við frostmark eftir ósannfærandi frammistöðu liðsins undir stjórn Ralf Rangnick, sem fengið hafi sundraðan leikmannahóp í hendurnar eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í lok nóvember. Daily Mail segir að á meðal þeirra 17 leikmanna sem séu óánægðir séu stjörnur á borð við Edinson Cavani, Paul Pogba og Donny van de Beek. Manchester United face a mass exodus of players with SEVENTEEN first-team stars unhappy | @ChrisWheelerDM & Simon Jones https://t.co/yXjn3NOgY5— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2022 Ljóst sé að ekki verði öllum leyft að fara frá félaginu, enda margir leikmannanna samningsbundnir, en þó sé búist við miklum flótta á næstu átta mánuðum. Rangnick er sagður meðvitaður um þessa stöðu eftir að hafa haldið röð funda með leikmönnum til að ræða þeirra framtíð. Anthony Martial verður lánaður til Sevilla í þessum mánuði ef að spænska félagið bætir tilboð sitt nægilega mikið, og verður væntanlega seldur næsta sumar. Pogba og Lingard á förum Ekkert bendir til þess að Pogba og Jesse Lingard endurnýi samninga sem renna út í júní svo þeir gætu farið frítt hvert sem þeim hentar án þess að United fái krónu fyrir. Cavani var tjáð að hann mætti ekki fara frá félaginu í janúar en samningur hans rennur út næsta sumar, líkt og hjá Juan Mata sem býðst að fara að láni til Bandaríkjanna eða Spánar í þessum mánuði. Van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru allir sagðir óánægðir með að fá of lítið að spila og vilja skoða sína möguleika í lok tímabilsins. Daily Mail nefnir fleiri leikmenn sem gætu verið að hugsa sér til hreyfings og ljóst er að það gustar um Old Trafford eftir að United fékk aðeins fjögur stig úr leikjum sínum við Newcastle, Burnley og Wolves, auk þess sem frammistaða liðsins var léleg. Næsti leikur United er bikarleikur gegn Aston Villa á Old Trafford næstkomandi mánudagskvöld en liðin mætast svo einnig í deildarleik í Birmingham 15. janúar. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Daily Mail fullyrðir í dag að hvorki fleiri né færri en sautján leikmenn United séu óánægðir hjá félaginu og að þar með geti svo farið að á annan tug leikmanna yfirgefi Old Trafford fyrir næstu leiktíð. Stemningin í félaginu er sögð við frostmark eftir ósannfærandi frammistöðu liðsins undir stjórn Ralf Rangnick, sem fengið hafi sundraðan leikmannahóp í hendurnar eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í lok nóvember. Daily Mail segir að á meðal þeirra 17 leikmanna sem séu óánægðir séu stjörnur á borð við Edinson Cavani, Paul Pogba og Donny van de Beek. Manchester United face a mass exodus of players with SEVENTEEN first-team stars unhappy | @ChrisWheelerDM & Simon Jones https://t.co/yXjn3NOgY5— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2022 Ljóst sé að ekki verði öllum leyft að fara frá félaginu, enda margir leikmannanna samningsbundnir, en þó sé búist við miklum flótta á næstu átta mánuðum. Rangnick er sagður meðvitaður um þessa stöðu eftir að hafa haldið röð funda með leikmönnum til að ræða þeirra framtíð. Anthony Martial verður lánaður til Sevilla í þessum mánuði ef að spænska félagið bætir tilboð sitt nægilega mikið, og verður væntanlega seldur næsta sumar. Pogba og Lingard á förum Ekkert bendir til þess að Pogba og Jesse Lingard endurnýi samninga sem renna út í júní svo þeir gætu farið frítt hvert sem þeim hentar án þess að United fái krónu fyrir. Cavani var tjáð að hann mætti ekki fara frá félaginu í janúar en samningur hans rennur út næsta sumar, líkt og hjá Juan Mata sem býðst að fara að láni til Bandaríkjanna eða Spánar í þessum mánuði. Van de Beek, Dean Henderson og Eric Bailly eru allir sagðir óánægðir með að fá of lítið að spila og vilja skoða sína möguleika í lok tímabilsins. Daily Mail nefnir fleiri leikmenn sem gætu verið að hugsa sér til hreyfings og ljóst er að það gustar um Old Trafford eftir að United fékk aðeins fjögur stig úr leikjum sínum við Newcastle, Burnley og Wolves, auk þess sem frammistaða liðsins var léleg. Næsti leikur United er bikarleikur gegn Aston Villa á Old Trafford næstkomandi mánudagskvöld en liðin mætast svo einnig í deildarleik í Birmingham 15. janúar.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira