„Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2022 07:26 Veðurfræðingur segir að þó að það versta sé afstaðið þá sé hálfgert leiðinda hvassvirði áfram nokkuð víða á landinu. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. Þetta segir Teitur Arason veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. „Þó að það versta er afstaðið þá er hálfgert leiðinda hvassvirði hérna áfram nokkuð víða á landinu núna fram eftir degi. Það er ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist og þegar líður á kvöldið er komið rólegt veður á öllu landinu.“ Hann segir að í gærkvöldi hafi skilin gengið á landið með suðaustan stormi eða roki á Suður- og Vesturlandi og jafnvel verið enn hvassara sums staðar þar sem veður hafi magnast upp vegna áhrifa landslags. „Þessu fylgdi rigning og stormurinn geisaði í alla nótt en núna undir morgun fór að draga úr. Það versta er afstaðið í þessum töluðu orðum [um klukkan 6:30].“ Teitur segir veðrið hafa verið verst á suðvesturhorni landsins. Það var talað um að þetta yrði ein dýpsta lægð það sem af er þessari öld. Stóðst það? „Þetta var mjög djúp lægð. Miðja hennar var 931 millibar, um 500 kílómetra vestsuðvestur af Reykjanesi. Sem betur fer kom miðjan ekki mjög nærri og þess vegna var veðrið ekki verra en það var í nótt. Svona veður er samt alltaf líklegt til að valda tjóni. En það er líklega alltaf eitthvað tjón þegar veðrið er svona,“ segir Teitur. Spákorið fyrir klukkan 13.Veðurstofan Veðrið í dag og á morgun Veðurstofan spáir minnkandi suðaustanátt, tíu til átján metrum á sekúndu nærri hádegi, en fimmtán til 23 á Vesturlandi. Úrkomulítið norðanlands en annars rigning með köflum og talsverð úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi fram eftir degi. Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig. Lægir talsvert í kvöld og kólnar. Á morgun sé svo meinlítil sunnanátt í kortunum. „Dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 0 til 5 stig. Annað kvöld hvessir af austri á sunnanverðu landinu, en þá nálgast næsta lægð landið. Spár gera ráð fyrir hvassviðri nokkuð víða á landinu aðfaranótt laugardags og framan af laugardegi. Taka ber skýrt fram að þó að hvessi, þá er útlit fyrir mun skárra veður en var í veðurhamnum í gærkvöldi og í nótt.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðlæg átt 5-13 m/s. Dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 0 til 5 stig. Hvessir af austri á sunnanverðu landinu um kvöldið. Á laugardag: Austan 15-23 m/s framan af degi, hvassast með suðurströndinni. Norðaustan 10-18 síðdegis. Rigning eða slydda suðaustan- og austanlands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Á sunnudag: Austan 5-13 og þurrt að kalla, en slydda við austurströndina. Hiti kringum frostmark. Hvessir seinnipartinn og fer að rigna á sunnanverðu landinu með hlýnandi veðri í bili. Á mánudag: Breytileg og síðar norðlæg átt með rigningu eða snjókomu, kólnandi veður. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og snjókoma eða slydda með köflum í flestum landshlutum. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við suðurströndina. Á miðvikudag: Hvöss sunnanátt með rigningu og hlýnar, en síðar vestlægari með éljum og kólnar aftur. Úrkomulítið á Austurlandi. Veður Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Sjá meira
Þetta segir Teitur Arason veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. „Þó að það versta er afstaðið þá er hálfgert leiðinda hvassvirði hérna áfram nokkuð víða á landinu núna fram eftir degi. Það er ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist og þegar líður á kvöldið er komið rólegt veður á öllu landinu.“ Hann segir að í gærkvöldi hafi skilin gengið á landið með suðaustan stormi eða roki á Suður- og Vesturlandi og jafnvel verið enn hvassara sums staðar þar sem veður hafi magnast upp vegna áhrifa landslags. „Þessu fylgdi rigning og stormurinn geisaði í alla nótt en núna undir morgun fór að draga úr. Það versta er afstaðið í þessum töluðu orðum [um klukkan 6:30].“ Teitur segir veðrið hafa verið verst á suðvesturhorni landsins. Það var talað um að þetta yrði ein dýpsta lægð það sem af er þessari öld. Stóðst það? „Þetta var mjög djúp lægð. Miðja hennar var 931 millibar, um 500 kílómetra vestsuðvestur af Reykjanesi. Sem betur fer kom miðjan ekki mjög nærri og þess vegna var veðrið ekki verra en það var í nótt. Svona veður er samt alltaf líklegt til að valda tjóni. En það er líklega alltaf eitthvað tjón þegar veðrið er svona,“ segir Teitur. Spákorið fyrir klukkan 13.Veðurstofan Veðrið í dag og á morgun Veðurstofan spáir minnkandi suðaustanátt, tíu til átján metrum á sekúndu nærri hádegi, en fimmtán til 23 á Vesturlandi. Úrkomulítið norðanlands en annars rigning með köflum og talsverð úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi fram eftir degi. Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig. Lægir talsvert í kvöld og kólnar. Á morgun sé svo meinlítil sunnanátt í kortunum. „Dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 0 til 5 stig. Annað kvöld hvessir af austri á sunnanverðu landinu, en þá nálgast næsta lægð landið. Spár gera ráð fyrir hvassviðri nokkuð víða á landinu aðfaranótt laugardags og framan af laugardegi. Taka ber skýrt fram að þó að hvessi, þá er útlit fyrir mun skárra veður en var í veðurhamnum í gærkvöldi og í nótt.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðlæg átt 5-13 m/s. Dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 0 til 5 stig. Hvessir af austri á sunnanverðu landinu um kvöldið. Á laugardag: Austan 15-23 m/s framan af degi, hvassast með suðurströndinni. Norðaustan 10-18 síðdegis. Rigning eða slydda suðaustan- og austanlands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Á sunnudag: Austan 5-13 og þurrt að kalla, en slydda við austurströndina. Hiti kringum frostmark. Hvessir seinnipartinn og fer að rigna á sunnanverðu landinu með hlýnandi veðri í bili. Á mánudag: Breytileg og síðar norðlæg átt með rigningu eða snjókomu, kólnandi veður. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og snjókoma eða slydda með köflum í flestum landshlutum. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við suðurströndina. Á miðvikudag: Hvöss sunnanátt með rigningu og hlýnar, en síðar vestlægari með éljum og kólnar aftur. Úrkomulítið á Austurlandi.
Veður Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Sjá meira