Dallas heiðrar Dirk í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2022 19:01 Dirk Nowitzki og Dallas Mavericks urðu NBA-meistarar í eina skiptið árið 2011. Getty/John W. McDonough Þetta er sérstakt kvöld í sögu NBA-liðsins Dallas Mavericks og fyrir besta leikmanninn í sögu félagsins. Treyja Þjóðverjans Dirk Nowitzki fer þá upp í rjáfur. Dirk Nowitzki átti magnaðan feril með Dallas í NBA og er eini leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að spila 21 tímabil með sama félaginu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dallas mætir Golden State Warriors í American Airlines Center í Dallas í kvöld og þar verður treyja númer 41 dregin upp með viðhöfn. Dirk er aðeins fjórði leikmaður Dallas sem fær slíkan virðingavott en treyjur Brad Davis (10), Rolando Blackman (22) og Derek Harper (12) eru líka uppi í rjáfri Dallas hallarinnar. „Dirk er allt fyrir Mavs. Þetta er sérstakur dagur fyrir Mavs og alla stuðningsmenn félagsins út um allan heim,“ sagði eigandinn Mark Cuban. Nowitzki kom til Dallas nítján ára gamall eftir að hafa verið valinn níundi í nýliðavalinu 1998. Milwaukee Bucks valdi hann reyndar en skipti honum strax til Dallas Mavericks í stórum leikmannaskiptum. Nowitzki skoraði bara 8,2 stig í leik á fyrsta tímabili en meira en tvöfaldaði stigaskor sitt tímabilið á eftir (17,5) og var tímabilið 2002-03 kominn með 25,1 stig í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs) Tímabilið 2006 til 2007 var Nowitzki kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar eftir að hafa verið með 24,6 stig, 8,9 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hápunkturinn var árið 2011 þegar Dallas varð NBA-meistari og Nowitzki var kosinn sá mikilvægasti í lokaúrslitunum. Nowitzki spilaði með Dallas út 2018-19 tímabilið en lagði skóna á hilluna eftir það enda varð hann 41 árs gamall það sumar. Í síðasta leiknum var hann með 20 stig og 10 fráköst. Dirk lék alls 1522 deildarleiki fyrir Dallas og 145 leiki að auki í úrslitakeppni. Í deildarleikjunum var hann með 20,7 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs) NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Dirk Nowitzki átti magnaðan feril með Dallas í NBA og er eini leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að spila 21 tímabil með sama félaginu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dallas mætir Golden State Warriors í American Airlines Center í Dallas í kvöld og þar verður treyja númer 41 dregin upp með viðhöfn. Dirk er aðeins fjórði leikmaður Dallas sem fær slíkan virðingavott en treyjur Brad Davis (10), Rolando Blackman (22) og Derek Harper (12) eru líka uppi í rjáfri Dallas hallarinnar. „Dirk er allt fyrir Mavs. Þetta er sérstakur dagur fyrir Mavs og alla stuðningsmenn félagsins út um allan heim,“ sagði eigandinn Mark Cuban. Nowitzki kom til Dallas nítján ára gamall eftir að hafa verið valinn níundi í nýliðavalinu 1998. Milwaukee Bucks valdi hann reyndar en skipti honum strax til Dallas Mavericks í stórum leikmannaskiptum. Nowitzki skoraði bara 8,2 stig í leik á fyrsta tímabili en meira en tvöfaldaði stigaskor sitt tímabilið á eftir (17,5) og var tímabilið 2002-03 kominn með 25,1 stig í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs) Tímabilið 2006 til 2007 var Nowitzki kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar eftir að hafa verið með 24,6 stig, 8,9 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hápunkturinn var árið 2011 þegar Dallas varð NBA-meistari og Nowitzki var kosinn sá mikilvægasti í lokaúrslitunum. Nowitzki spilaði með Dallas út 2018-19 tímabilið en lagði skóna á hilluna eftir það enda varð hann 41 árs gamall það sumar. Í síðasta leiknum var hann með 20 stig og 10 fráköst. Dirk lék alls 1522 deildarleiki fyrir Dallas og 145 leiki að auki í úrslitakeppni. Í deildarleikjunum var hann með 20,7 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs)
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti