Erlingur reiðir sig á tölvunarfræðing, lækni og endurskoðanda á EM Sindri Sverrisson skrifar 6. janúar 2022 10:00 Erlingur Richardsson hefur gert flotta hluti með hollenska landsliðið og vonast til að taka annað skref í rétta átt á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. EPA-EFE/Marcin Gadomski Á meðan að kvennalandslið Hollands í handbolta hefur fimm sinnum unnið til verðlauna á stórmótum þá hefur karlalandsliðið rétt kynnst því að spila á stórmóti. Erlingur Richardsson var fenginn til að stýra karlaliðinu í rétta átt og koma leikmönnum úr áhugamennsku í atvinnumennsku. Erlingur, sem einnig stýrir karlaliði ÍBV, er á leið á sitt annað stórmót með Hollandi þar sem liðið mætir meðal annars Íslandi, á EM í Búdapest 16. janúar. Erlingur tók við Hollandi árið 2017 og kom liðinu á sitt fyrsta Evrópumót frá upphafi fyrir tveimur árum. Reynslan af því að spila meðal bestu þjóða heims er því lítil en leikmenn hollenska liðsins eru sífellt að öðlast meiri reynslu, einnig með félagsliðum sínum. „Hollendingar hafa oft komið með ágætis U20-landslið sem hafa náð fínum árangri, náð svona 5.-10. sæti á stórmótum. Það eru 70 þúsund iðkendur í Hollandi en þar af eru 70% stúlkur. Kvennahandboltinn er því hátt skrifaður hér og árangurinn auðvitað búinn að vera frábær á síðustu 15 árum. Strákarnir hafa minni hefð fyrir handbolta hér, fótboltinn fær meira pláss, en eins og ég hef sagt áður þá hefur mitt markmið svolítið verið að hjálpa leikmönnum að komast í stærri lið. Ég tel að það hafi tekist,“ segir Erlingur. Hann nefnir sem dæmi leikstjórnandann Luc Steins sem er hjá Paris Saint-Germain og Kay Smits sem er hægri skytta hjá Magdeburg í Þýskalandi, þó vissulega í skugganum á íþróttamanni ársins á Íslandi, Ómari Inga Magnússyni. Gera handboltann meira að lífsstíl Nokkur hluti hollenska hópsins spilar hins vegar heima í Hollandi og sinnir handboltanum samhliða annarri vinnu. „Við erum að reyna að gera handboltann meira að lífsstíl hjá leikmönnum. Þetta er mjög menntaður hópur. Við erum með endurskoðendur, lækna, tölvunarfræðinga og fleiri. Menntun er svolítið í fyrsta sæti hérna í Hollandi og handboltinn númer tvö, en það góður hluti hópsins núna sem er hundrað prósent í handboltanum,“ segir Erlingur. Erlingur og leikmenn hollenska landsliðsins eru mættir til Svíþjóðar þar sem lokaundirbúningurinn fyrir EM fer fram með tveimur leikjum við heimamenn, í dag og á laugardag. Fyrsti leikur Hollands á EM er svo gegn heimamönnum í Ungverjalandi 13. janúar, áður en liðið mætir Íslandi 16. janúar og Portúgal 18. janúar. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla. EM karla í handbolta 2022 ÍBV Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Erlingur, sem einnig stýrir karlaliði ÍBV, er á leið á sitt annað stórmót með Hollandi þar sem liðið mætir meðal annars Íslandi, á EM í Búdapest 16. janúar. Erlingur tók við Hollandi árið 2017 og kom liðinu á sitt fyrsta Evrópumót frá upphafi fyrir tveimur árum. Reynslan af því að spila meðal bestu þjóða heims er því lítil en leikmenn hollenska liðsins eru sífellt að öðlast meiri reynslu, einnig með félagsliðum sínum. „Hollendingar hafa oft komið með ágætis U20-landslið sem hafa náð fínum árangri, náð svona 5.-10. sæti á stórmótum. Það eru 70 þúsund iðkendur í Hollandi en þar af eru 70% stúlkur. Kvennahandboltinn er því hátt skrifaður hér og árangurinn auðvitað búinn að vera frábær á síðustu 15 árum. Strákarnir hafa minni hefð fyrir handbolta hér, fótboltinn fær meira pláss, en eins og ég hef sagt áður þá hefur mitt markmið svolítið verið að hjálpa leikmönnum að komast í stærri lið. Ég tel að það hafi tekist,“ segir Erlingur. Hann nefnir sem dæmi leikstjórnandann Luc Steins sem er hjá Paris Saint-Germain og Kay Smits sem er hægri skytta hjá Magdeburg í Þýskalandi, þó vissulega í skugganum á íþróttamanni ársins á Íslandi, Ómari Inga Magnússyni. Gera handboltann meira að lífsstíl Nokkur hluti hollenska hópsins spilar hins vegar heima í Hollandi og sinnir handboltanum samhliða annarri vinnu. „Við erum að reyna að gera handboltann meira að lífsstíl hjá leikmönnum. Þetta er mjög menntaður hópur. Við erum með endurskoðendur, lækna, tölvunarfræðinga og fleiri. Menntun er svolítið í fyrsta sæti hérna í Hollandi og handboltinn númer tvö, en það góður hluti hópsins núna sem er hundrað prósent í handboltanum,“ segir Erlingur. Erlingur og leikmenn hollenska landsliðsins eru mættir til Svíþjóðar þar sem lokaundirbúningurinn fyrir EM fer fram með tveimur leikjum við heimamenn, í dag og á laugardag. Fyrsti leikur Hollands á EM er svo gegn heimamönnum í Ungverjalandi 13. janúar, áður en liðið mætir Íslandi 16. janúar og Portúgal 18. janúar. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla.
EM karla í handbolta 2022 ÍBV Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira