Ekki búið að ráða nýjan aðstoðarþjálfara en Davíð Snorri og Ólafur Ingi hjálpa til í Tyrklandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2022 11:25 Arnar Þór Viðarsson verður væntanlega kominn með nýjan aðstoðarmann áður en mánuðurinn er á enda. vísir/Hulda Margrét Nýr aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta verður ráðinn seinna í þessum mánuði, eftir vináttulandsleikina í næstu viku. KSÍ og landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson hafa verið í leit að nýjum aðstoðarþjálfara landsliðsins eftir að Eiður Smári Guðjohnsen hætti. Ekki er enn búið að ráða aðstoðarþjálfara og það kemur í hlut Davíðs Snorra Jónassonar og Ólafs Inga Skúlasonar að aðstoða Arnar Þór í leikjum Íslands í næstu viku. Íslenska liðið mætir Úganda og Suður-Kóreu í Tyrklandi 12. og 15. janúar. Hópurinn er skipaður leikmönnum sem spila á Norðurlöndunum. „Það verður ekki klárt. Við tókum fljótlega ákvörðun að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við ákváðum líka þá að taka Davíð Snorra og Óla Skúla með sem aðstoðarþjálfara í þessa ferð,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi í dag. Davíð Snorri er þjálfari U-21 árs landsliðsins og Ólafur Ingi þjálfar U-19 ára landsliðið. „Þetta er hluti af því að stilla saman strengi milli liða og vinna saman. Það eru margir ungir og efnilegir leikmenn í þessum hópi sem hafa verið hjá Davíð Snorra. Það er gott fyrir hann þar sem U-21 árs liðið fékk ekki leiki í janúar.“ Innan við fimm sem koma til greina Arnar Þór á von á því að gengið verði frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara skömmu eftir leikina í Tyrklandi. „Undanfarnir dagar hafa farið í að velja hópinn og fá svör frá félögunum. Þessir leikir fyrir utan hefðbundna landsleikjadagskrá FIFA þannig að við þurftum að fá vilyrði frá félögunum. Það hefur gengið vel en tekið tíma. En ég býst við að við höldum þjálfaraleitinni áfram eftir verkefnið og klárum þetta sem fyrst,“ sagði Arnar Þór. Hann segist vera búinn að þrengja hringinn og nú standi aðeins örfáir kandítatar eftir. „Í desember tók ég stóra hópinn, mengið, og gerði upp við mig á hverju við þyrftum á að halda. Ég þrengdi hópinn og það eru innan við fimm aðilar þar eftir. Það er ekki mikil vinna eftir.“ Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
KSÍ og landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson hafa verið í leit að nýjum aðstoðarþjálfara landsliðsins eftir að Eiður Smári Guðjohnsen hætti. Ekki er enn búið að ráða aðstoðarþjálfara og það kemur í hlut Davíðs Snorra Jónassonar og Ólafs Inga Skúlasonar að aðstoða Arnar Þór í leikjum Íslands í næstu viku. Íslenska liðið mætir Úganda og Suður-Kóreu í Tyrklandi 12. og 15. janúar. Hópurinn er skipaður leikmönnum sem spila á Norðurlöndunum. „Það verður ekki klárt. Við tókum fljótlega ákvörðun að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við ákváðum líka þá að taka Davíð Snorra og Óla Skúla með sem aðstoðarþjálfara í þessa ferð,“ sagði Arnar Þór í samtali við Vísi í dag. Davíð Snorri er þjálfari U-21 árs landsliðsins og Ólafur Ingi þjálfar U-19 ára landsliðið. „Þetta er hluti af því að stilla saman strengi milli liða og vinna saman. Það eru margir ungir og efnilegir leikmenn í þessum hópi sem hafa verið hjá Davíð Snorra. Það er gott fyrir hann þar sem U-21 árs liðið fékk ekki leiki í janúar.“ Innan við fimm sem koma til greina Arnar Þór á von á því að gengið verði frá ráðningu á nýjum aðstoðarþjálfara skömmu eftir leikina í Tyrklandi. „Undanfarnir dagar hafa farið í að velja hópinn og fá svör frá félögunum. Þessir leikir fyrir utan hefðbundna landsleikjadagskrá FIFA þannig að við þurftum að fá vilyrði frá félögunum. Það hefur gengið vel en tekið tíma. En ég býst við að við höldum þjálfaraleitinni áfram eftir verkefnið og klárum þetta sem fyrst,“ sagði Arnar Þór. Hann segist vera búinn að þrengja hringinn og nú standi aðeins örfáir kandítatar eftir. „Í desember tók ég stóra hópinn, mengið, og gerði upp við mig á hverju við þyrftum á að halda. Ég þrengdi hópinn og það eru innan við fimm aðilar þar eftir. Það er ekki mikil vinna eftir.“
Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira